Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2023 14:42 Framkvæmdastjóri Hreyfils leggur ekki sama skilning í ný lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hopp. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. Þetta kemur fram í svörum Haraldar Axels Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Hreyfils, við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru orð Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopp, sem hvatti leigubílstjóra til að skrá sig hjá Hopp, sem hóf starfsemi á leigubílamarkaði í gær. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ sagði Sæunn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segir stöðvarskyldu enn við lýði Rýmkuð löggjöf á leigubílamarkaði tók gildi í apríl og var gagnrýnd af formanni Bandalags leigubílstjóra. Tilkynnti Hopp um leið að félagið hyggðist hefja innreið á markaðinn í kjölfarið. Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir að rekstrarleyfishafi eigi að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð, þó rekstrarleyfishafa sé heimilt að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis sé viðkomandi með eina bifreið. „Þannig að stöðvarskylda er enn við lýði og viðkomandi rekstrarleyfishafi þarf að framselja stöðinni skyldur sínar, þ.e. varðandi rakningu á ferðum og eftirlit með því að afleysingabílstjórar sem aka fyrir viðkomandi rekstrarleyfishafa hafi tilskilin leyfi,“ skrifar Haraldur í svari sínu til Vísis. Segir um að ræða rangtúlkun „Að mínu mati þá rangtúlkar hún lögin en í lögunum stendur orðrétt í 12.grein: „Rekstrarleyfishafi skal hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð sem fengið hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu.“ Hann segir Hreyfil því ekki samþykkja að þeir bílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar á sama tíma. „Þetta er ekkert nýtt að greiða fyrir leigubíl með appi og hefur verið hægt að gera það á Hreyfli í þó nokkurn tíma. Einnig hefur verið hægt að gefa bílstjórum stjörnugjöf.“ 50 leigubílar komnir til Hopp Í tilkynningu frá Hopp sem barst Vísi á þriðja tímanum kemur fram að 50 leigubílstjórar hafi þegar skráð sig til að aka undir merkjum fyrirtækisins og geti því samanlagt keyrt yfir þúsund ferðir með farþega. Þar segir meðal annars að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hafi nýtt sér þjónustu fyrirtækisins í dag. Haft er eftir ráðherranum í tilkynningunni að hún fagni aukinni samkeppni á leigubílamarkaði. Þá er haft eftir Sæunni Ósk að leigubílstjórar greiði engin stöðvargjöld hjá Hopp heldur aðeins þjónustugjöld. „Við bjóðum öll velkomin að slást í hópinn. Þú mátt keyra fyrir okkur og aðra á sama tíma. Þannig nýtir þú betur vinnutímann og fjárfestinguna sem liggur í bílnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með nýrri tilkynningu frá Hopp. Leigubílar Neytendur Samgöngur Tækni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Haraldar Axels Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Hreyfils, við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru orð Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopp, sem hvatti leigubílstjóra til að skrá sig hjá Hopp, sem hóf starfsemi á leigubílamarkaði í gær. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ sagði Sæunn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segir stöðvarskyldu enn við lýði Rýmkuð löggjöf á leigubílamarkaði tók gildi í apríl og var gagnrýnd af formanni Bandalags leigubílstjóra. Tilkynnti Hopp um leið að félagið hyggðist hefja innreið á markaðinn í kjölfarið. Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir að rekstrarleyfishafi eigi að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð, þó rekstrarleyfishafa sé heimilt að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis sé viðkomandi með eina bifreið. „Þannig að stöðvarskylda er enn við lýði og viðkomandi rekstrarleyfishafi þarf að framselja stöðinni skyldur sínar, þ.e. varðandi rakningu á ferðum og eftirlit með því að afleysingabílstjórar sem aka fyrir viðkomandi rekstrarleyfishafa hafi tilskilin leyfi,“ skrifar Haraldur í svari sínu til Vísis. Segir um að ræða rangtúlkun „Að mínu mati þá rangtúlkar hún lögin en í lögunum stendur orðrétt í 12.grein: „Rekstrarleyfishafi skal hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð sem fengið hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu.“ Hann segir Hreyfil því ekki samþykkja að þeir bílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar á sama tíma. „Þetta er ekkert nýtt að greiða fyrir leigubíl með appi og hefur verið hægt að gera það á Hreyfli í þó nokkurn tíma. Einnig hefur verið hægt að gefa bílstjórum stjörnugjöf.“ 50 leigubílar komnir til Hopp Í tilkynningu frá Hopp sem barst Vísi á þriðja tímanum kemur fram að 50 leigubílstjórar hafi þegar skráð sig til að aka undir merkjum fyrirtækisins og geti því samanlagt keyrt yfir þúsund ferðir með farþega. Þar segir meðal annars að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hafi nýtt sér þjónustu fyrirtækisins í dag. Haft er eftir ráðherranum í tilkynningunni að hún fagni aukinni samkeppni á leigubílamarkaði. Þá er haft eftir Sæunni Ósk að leigubílstjórar greiði engin stöðvargjöld hjá Hopp heldur aðeins þjónustugjöld. „Við bjóðum öll velkomin að slást í hópinn. Þú mátt keyra fyrir okkur og aðra á sama tíma. Þannig nýtir þú betur vinnutímann og fjárfestinguna sem liggur í bílnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með nýrri tilkynningu frá Hopp.
Leigubílar Neytendur Samgöngur Tækni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira