Út er kominn nýr ársreikningur frá stærstu matvöruverslunarkeðju landsins Arnar Sigurðsson skrifar 16. júní 2023 10:00 Út er kominn nýr ársreikningur frá stærstu matvöruverslunarkeðju landsins ÁTVR sem rekur 52 útibú sem að eigin sögn hafa það meginhlutverk að torvelda aðgengi að söluvörunni og fagnar því væntanlega samdrætti í sölu á síðasta ári. Stofnunin hefur sjálf sagt að skilríkjaeftirlit sé stærsta einstaka atriðið innan ramma samfélagslegrar ábyrgðar sem þá jafnframt er meginástæða þess að hið opinbera reki stofnunina gegn grundvallarsjónarmiðum frjálsrar samkeppni. Á þeim mælikvarða fær stofnunin þó árlega falleinkunn frá sér sjálfri með eigin rannsóknum en ekkert sjálfstætt eftirlit er með starfseminni eins og fram kom í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mist á Alþingi. Engu að síður heldur stofnunin því fram að engum öðrum sé treystandi til að tryggja að unglingum sé ekki selt áfengi eða yfir höfuð að stunda siðlega viðskiptahætti. Í sömu veru gagnrýnir Bjarkey Olsen þingmaður að ,,selja brennivín á netinu og vita ekkert hvar það lendir….” „Valið stendur um hvort halda eigi í áfengisstefnu sem fylgt hefur verið hér á landi í áratugi og stuðlað hefur að auknu heilbrigði íslenskra ungmenna, minni áfengisneyslu og betri lýðheilsu og almannaheill eða leggja áfengisstefnuna til hliðar og gefa smásölu áfengis alfarið frjálsa. Í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið,“ Ofangreint er áhugavert þar sem einkaaðlar eins og Sante nota rafræn auðkenni frá hinu opinbera sem augljóslega stendur stofnuninni til boða og tryggir að markmiðum er náð í 100% tilfella við sölu á áfengi og tóbaki. Stofnunin hefur engu að síður ekki séð ástæðu til að kæra sjálfa sig til lögreglu heldur látið nægja að kæra þá sem standa sig 100% á þessu sviði. Staðreynd málsins er að ríkisforsjárhyggjusinnar sem trúa á kosti einokunarverslunar eru jafn blindir á veruleikann eins og þeir eru staðfastir í trúnni á hinn ábyrgðarlausa embættismann. Höfundur er eigandi Santewines SAS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Út er kominn nýr ársreikningur frá stærstu matvöruverslunarkeðju landsins ÁTVR sem rekur 52 útibú sem að eigin sögn hafa það meginhlutverk að torvelda aðgengi að söluvörunni og fagnar því væntanlega samdrætti í sölu á síðasta ári. Stofnunin hefur sjálf sagt að skilríkjaeftirlit sé stærsta einstaka atriðið innan ramma samfélagslegrar ábyrgðar sem þá jafnframt er meginástæða þess að hið opinbera reki stofnunina gegn grundvallarsjónarmiðum frjálsrar samkeppni. Á þeim mælikvarða fær stofnunin þó árlega falleinkunn frá sér sjálfri með eigin rannsóknum en ekkert sjálfstætt eftirlit er með starfseminni eins og fram kom í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mist á Alþingi. Engu að síður heldur stofnunin því fram að engum öðrum sé treystandi til að tryggja að unglingum sé ekki selt áfengi eða yfir höfuð að stunda siðlega viðskiptahætti. Í sömu veru gagnrýnir Bjarkey Olsen þingmaður að ,,selja brennivín á netinu og vita ekkert hvar það lendir….” „Valið stendur um hvort halda eigi í áfengisstefnu sem fylgt hefur verið hér á landi í áratugi og stuðlað hefur að auknu heilbrigði íslenskra ungmenna, minni áfengisneyslu og betri lýðheilsu og almannaheill eða leggja áfengisstefnuna til hliðar og gefa smásölu áfengis alfarið frjálsa. Í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið,“ Ofangreint er áhugavert þar sem einkaaðlar eins og Sante nota rafræn auðkenni frá hinu opinbera sem augljóslega stendur stofnuninni til boða og tryggir að markmiðum er náð í 100% tilfella við sölu á áfengi og tóbaki. Stofnunin hefur engu að síður ekki séð ástæðu til að kæra sjálfa sig til lögreglu heldur látið nægja að kæra þá sem standa sig 100% á þessu sviði. Staðreynd málsins er að ríkisforsjárhyggjusinnar sem trúa á kosti einokunarverslunar eru jafn blindir á veruleikann eins og þeir eru staðfastir í trúnni á hinn ábyrgðarlausa embættismann. Höfundur er eigandi Santewines SAS.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar