Óttast flótta dagforeldra eftir samþykkt borgarráðs Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2023 12:01 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segir tillögur ráðsins ekki falla vel í kramið hjá dagforeldrum. Vísir/Vilhelm/Aðsend Dagforeldrar eru afar ósáttir með fyrirætlarnir Reykjavíkurborgar um að greiða nýjum dagforeldrum milljón krónur í stofnstyrk. Formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segist óttast flótta úr stéttinni. Fyrr í vikunni greindi Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, frá því að samþykktar hafi verið tillögur um að nýir dagforeldrar í Reykjavík fengu milljón króna í stofnstyrk. Þá yrði settur árlegur aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund krónur sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins, félagsdagforeldra í Reykjavík, segir þessa samþykkt Reykjavíkurborgar ekki vera það sem dagforeldrar vildu heyra. „Við tökum ekki vel í það því það hjálpar ekki fækkuninni, flóttanum úr stéttinni. Við viljum halda í þessa sem eru nú þegar starfandi, við viljum ekki að þeir hverfi á braut. Þeir urðu frekar slegnir að heyra þetta með þessa milljón í stofnstyrk. Svo kemur þessi aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund sem Einar talar um að dagforeldrar fái árlega, sem er frábært. En upphaflega átti þessi styrkur að vera 200 þúsund þannig hann er lækkaður líka,“ segir Halldóra. Milljóninni verður skipt þannig að nýir dagforeldrar fá greiddar 250 þúsund krónur við undirritun þjónustusamnings og svo 750 þúsund krónur ári síðar. Halldóra segir að umræddur þjónustusamningur hafi ekki verið kynntur fyrir dagforeldrum. „Svo er talað um þjónustusamning, hvaða þjónustusamningur er það? Það er eitthvað sem við höfum aldrei séð og vitum ekki hvað felur í sér, hvað verður inni í honum og neitt þannig. Þannig við komum af fjöllum þegar þessi þáttur í Reykjavík síðdegis sem Einar var í kemur, þannig við vorum öll slegin yfir þessu. Við vissum ekki neitt hvað var í gangi,“ segir Halldóra. Hún harmar að ekki sé haft samráð við dagforeldra er unnið er að málefnum þeirra. Til að mynda hafi áður verið loforð um daggæsluhús sem dagforeldrar hafa mikinn áhuga á. Þau loforð hafa hins vegar aldrei verið efnd. „En hvar eru þau? Hvar á að setja þau niður? Hverjum stendur þeim til boða? Við erum ekki höfð með í neinni umræðu. Við erum ekki boðuð til fundar, við höfum óskað eftir fundum bæði með Einar og skóla- og frístundaráði en við höfum verið hunsuð, okkur er ekki svarað,“ segir Halldóra. Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Fyrr í vikunni greindi Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, frá því að samþykktar hafi verið tillögur um að nýir dagforeldrar í Reykjavík fengu milljón króna í stofnstyrk. Þá yrði settur árlegur aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund krónur sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins, félagsdagforeldra í Reykjavík, segir þessa samþykkt Reykjavíkurborgar ekki vera það sem dagforeldrar vildu heyra. „Við tökum ekki vel í það því það hjálpar ekki fækkuninni, flóttanum úr stéttinni. Við viljum halda í þessa sem eru nú þegar starfandi, við viljum ekki að þeir hverfi á braut. Þeir urðu frekar slegnir að heyra þetta með þessa milljón í stofnstyrk. Svo kemur þessi aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund sem Einar talar um að dagforeldrar fái árlega, sem er frábært. En upphaflega átti þessi styrkur að vera 200 þúsund þannig hann er lækkaður líka,“ segir Halldóra. Milljóninni verður skipt þannig að nýir dagforeldrar fá greiddar 250 þúsund krónur við undirritun þjónustusamnings og svo 750 þúsund krónur ári síðar. Halldóra segir að umræddur þjónustusamningur hafi ekki verið kynntur fyrir dagforeldrum. „Svo er talað um þjónustusamning, hvaða þjónustusamningur er það? Það er eitthvað sem við höfum aldrei séð og vitum ekki hvað felur í sér, hvað verður inni í honum og neitt þannig. Þannig við komum af fjöllum þegar þessi þáttur í Reykjavík síðdegis sem Einar var í kemur, þannig við vorum öll slegin yfir þessu. Við vissum ekki neitt hvað var í gangi,“ segir Halldóra. Hún harmar að ekki sé haft samráð við dagforeldra er unnið er að málefnum þeirra. Til að mynda hafi áður verið loforð um daggæsluhús sem dagforeldrar hafa mikinn áhuga á. Þau loforð hafa hins vegar aldrei verið efnd. „En hvar eru þau? Hvar á að setja þau niður? Hverjum stendur þeim til boða? Við erum ekki höfð með í neinni umræðu. Við erum ekki boðuð til fundar, við höfum óskað eftir fundum bæði með Einar og skóla- og frístundaráði en við höfum verið hunsuð, okkur er ekki svarað,“ segir Halldóra.
Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent