Barátta kvenna Hólmfríður Árnadótti skrifar 19. júní 2023 20:22 Því er ekki náð margumræddu jafnréttinu þó mörg hafi barist fyrir því svo áratugum skiptir. Í dag 19. júní minnumst við þess að konur fengu kosningarétt fyrir 108 árum. Kosningarétt sem kostaði blóð, svita og tár. Svo sjálfsagður þykir þessi réttur í dag að hann er jafnvel ekki nýttur, sem er öllu verr. Þessi réttur okkar skiptir nefnilega svo miklu máli og er eina leiðin til að byggja upp réttlátt samfélag. Samfélag þar sem öll fá notið sín og tækifæri til að hafa áhrif. Það er nefnilega ekki svo að kynjajafnrétti sé náð eða félagslegu réttlæti almennt. Enn sitja hópar á jaðri kerfisins eða horfa upp á eigin réttindi fótum troðin af almenningi og þeim sem hafa völdin. Það er nefnilega svo mikilvægt að muna að fyrir þessum réttindum var barist og enn þarf og er verið að berjast. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa réttindi allra hópa í huga þegar kerfi eru smíðuð eða þau endurskoðuð og þeim breytt. Kvenfrelsi er ein af stoðum VG og segir í stefnu hreyfingarinnar “Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni.” Þetta er mikilvæg málsgrein sem alltaf þarf að vera í forgrunni og með sérstöðu allra hópa kvenna í huga, trans kvenna, kvára sem voru konur, konur sem elska aðrar konur, konur af erlendum uppruna, fátækar konur, fatlaðar konur, konur sem eru öryrkjar, ungar konur og eldri konur. Allar stofnanir, fyrirtæki og stefnur sem og allt í daglegu lífi samfélagsins þarf að taka mið af því að við konur erum allskonar, með mismunandi þarfir, langanir og áhugamál einfaldlega vegna þess við erum manneskjur. Afturför hefur orðið í baráttu okkar kvenna og aðgerða sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins, tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum, metið fólk að verðleikum og talað máli jaðar- og minnihlutahópa. Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar. Höfundur er oddviti VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Því er ekki náð margumræddu jafnréttinu þó mörg hafi barist fyrir því svo áratugum skiptir. Í dag 19. júní minnumst við þess að konur fengu kosningarétt fyrir 108 árum. Kosningarétt sem kostaði blóð, svita og tár. Svo sjálfsagður þykir þessi réttur í dag að hann er jafnvel ekki nýttur, sem er öllu verr. Þessi réttur okkar skiptir nefnilega svo miklu máli og er eina leiðin til að byggja upp réttlátt samfélag. Samfélag þar sem öll fá notið sín og tækifæri til að hafa áhrif. Það er nefnilega ekki svo að kynjajafnrétti sé náð eða félagslegu réttlæti almennt. Enn sitja hópar á jaðri kerfisins eða horfa upp á eigin réttindi fótum troðin af almenningi og þeim sem hafa völdin. Það er nefnilega svo mikilvægt að muna að fyrir þessum réttindum var barist og enn þarf og er verið að berjast. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa réttindi allra hópa í huga þegar kerfi eru smíðuð eða þau endurskoðuð og þeim breytt. Kvenfrelsi er ein af stoðum VG og segir í stefnu hreyfingarinnar “Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni.” Þetta er mikilvæg málsgrein sem alltaf þarf að vera í forgrunni og með sérstöðu allra hópa kvenna í huga, trans kvenna, kvára sem voru konur, konur sem elska aðrar konur, konur af erlendum uppruna, fátækar konur, fatlaðar konur, konur sem eru öryrkjar, ungar konur og eldri konur. Allar stofnanir, fyrirtæki og stefnur sem og allt í daglegu lífi samfélagsins þarf að taka mið af því að við konur erum allskonar, með mismunandi þarfir, langanir og áhugamál einfaldlega vegna þess við erum manneskjur. Afturför hefur orðið í baráttu okkar kvenna og aðgerða sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins, tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum, metið fólk að verðleikum og talað máli jaðar- og minnihlutahópa. Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar. Höfundur er oddviti VG í Suðurkjördæmi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar