Ætlar að skoða umdeild samskipti starfsmanna borgarinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2023 13:50 Starfsmenn borgarinnar hrósuðu happi yfir því að hafa komið sér undan að svara spurningum um dagvistunarvanda leikskólabarna í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar hyggst funda með formanni íbúaráðs Laugardalsins vegna samskipta undirmanna hennar á Facebook Messenger á meðan fundi með íbúðaráði stóð þann 12. júní síðastliðinn. Aðstoðarmaður ráðherra spyr hvort samráðsvettvangar borgarinnar sé einfaldlega upp á punt. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að hún fari nú yfir málið og muni svo í kjölfarið funda með Rannveigu Ernudóttur, formanni íbúaráðs Laugardals. Anna hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það hvað felst í þeirri yfirferð. DV gerði málinu skil og voru þar birt Facebook Messenger samskipti tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar, Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá lýðræðis-og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar og Eiríks Búa Halldórssonar, verkefnastjóra verkefnisins Hverfið mitt, þar sem þau hrósa happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Fundurinn blörraður Eiríkur Búi varpaði samskiptunum óvart upp á skjá á meðan fundi stóð en fundurinn var sýndur í beinni á Youtube. Síðan þá virðist fundurinn hafa verið tekinn út og síðan birtur aftur þar sem hluti hans hefur nú verið blörraður. Ekki náðist í Guðnýju vegna málsins og þá benti Eiríkur Búi á yfirmann sinn, Önnu Kristínu vegna málsins. „Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt. Láttu eins og þetta komi þér ekki við,“ segir Guðný við kollega sinn þegar þau ræða hvernig þau eigi að takast á við spurningar um dagvistunarmál. Samskiptin hafa vakið mikla athygli meðal foreldra leikskólabarna í Laugardal sem finnst lítið úr sér og vandanum gert. „Leyfi þeim að ræða þetta fram og til baka - reddast vonandi. Geta í mesta lagi bókað,“ sagði Eiríkur í spjallinu. Þá sagði Guðný honum að vera harður við íbúana. „Það er alltaf þannig að svar við fyrirspurn er bara lagt fram og ekkert framhald af því.“ Í framhaldinu svaraði Þorleifur Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar á fundinum íbúðaráðinu vegna málsins. „Kæfði þetta,“ svaraði Eiríkur Búi. Spyr hvort lýðræðisstefna borgarinnar sé upp á punt Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, gerir samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann „Hverfið mitt“ vera gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni og segir það um árabil hafa verið smjörklípuverkefni sem að margra mati hafi tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustu borgarinnar sem Steinar fullyrðir að sé víðast hvar í molum. „Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið?“ Steinar Ingi spyr hvort hugsast geti að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt. „Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau?“ Leikskólar Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira
Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að hún fari nú yfir málið og muni svo í kjölfarið funda með Rannveigu Ernudóttur, formanni íbúaráðs Laugardals. Anna hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það hvað felst í þeirri yfirferð. DV gerði málinu skil og voru þar birt Facebook Messenger samskipti tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar, Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá lýðræðis-og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar og Eiríks Búa Halldórssonar, verkefnastjóra verkefnisins Hverfið mitt, þar sem þau hrósa happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Fundurinn blörraður Eiríkur Búi varpaði samskiptunum óvart upp á skjá á meðan fundi stóð en fundurinn var sýndur í beinni á Youtube. Síðan þá virðist fundurinn hafa verið tekinn út og síðan birtur aftur þar sem hluti hans hefur nú verið blörraður. Ekki náðist í Guðnýju vegna málsins og þá benti Eiríkur Búi á yfirmann sinn, Önnu Kristínu vegna málsins. „Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt. Láttu eins og þetta komi þér ekki við,“ segir Guðný við kollega sinn þegar þau ræða hvernig þau eigi að takast á við spurningar um dagvistunarmál. Samskiptin hafa vakið mikla athygli meðal foreldra leikskólabarna í Laugardal sem finnst lítið úr sér og vandanum gert. „Leyfi þeim að ræða þetta fram og til baka - reddast vonandi. Geta í mesta lagi bókað,“ sagði Eiríkur í spjallinu. Þá sagði Guðný honum að vera harður við íbúana. „Það er alltaf þannig að svar við fyrirspurn er bara lagt fram og ekkert framhald af því.“ Í framhaldinu svaraði Þorleifur Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar á fundinum íbúðaráðinu vegna málsins. „Kæfði þetta,“ svaraði Eiríkur Búi. Spyr hvort lýðræðisstefna borgarinnar sé upp á punt Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, gerir samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann „Hverfið mitt“ vera gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni og segir það um árabil hafa verið smjörklípuverkefni sem að margra mati hafi tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustu borgarinnar sem Steinar fullyrðir að sé víðast hvar í molum. „Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið?“ Steinar Ingi spyr hvort hugsast geti að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt. „Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau?“
Leikskólar Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira