Paul Watson býðst til að kaupa Hval 8 og 9 Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2023 10:26 Locky MacLean og Paul Watson um borð í John Paul De Joria. Samtök Paul Watson hafa gert tilboð í tvö skip Hvals hf, Hval 8 og 9. Þau bjóða Kristjáni Loftssyni að nefna verð og ef það er sanngjarnt sé hægt að ganga frá kaupunum vífilengjulaust. SIMON AGER/PAUL WATSON FOUNDATION Paul Watson og samtök hans vilja kaupa hvalveiðiskip Hvals hf. og segja að það gæti orðið til hagsbóta fyrir báða aðila. Þetta segir Locky MacLean, meðskipstjóri Paul Watson á skipinu John Paul De Joria í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi frá í gær er Paul Watson afar ánægður með umdeilda ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem stöðvaði fyrirhugaðar hvalveiðar á elleftu stundu í gær. Skipið er á Íslandsmiðum og var áhöfnin þess albúin að láta sverfa til stáls og trufla hvalveiðiskipin við veiðar sínar. En ekki kom til þess og segir Watson það ánægjulegt, að ekki hafi komið til átaka. Nú leikur áhöfnin við hvern sinn fingur að sögn og nýtur lífsins um borð. „Sannarlega góður dagur í dag. Við erum að sigla vestur af Íslandi, 12 mílur fyrir utan Malarrifsvita og njótum sumargolunnar,“ segir Locky MacLean. Kristján Loftsson. Honum hefur nú borist tilboð í hvalveiðiskip sín, Hval 8 og 9. Þau hjá Paul Watson samtökunum telja að kaupin geti reynst til hagsbóta fyrir báða aðila.vísir/egill „Okkur skilst að Kristján Loftsson sé og hljóti að hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum að skip hans gátu ekki haldið til hvalveiða, sérílagi vegna þess að hann var búinn að fjárfesta í sérstökum rafvírum til að tengja við skutla sína og í öðrum búnaði.“ En samtökin sjá í þessu tækifæri og vilja leggja fram tilboð: „Við hér hjá Paul Watson samtökunum viljum bjóðast til að kaupa tvö skip Kristjáns, Hval 8 og 9 og teljum að það geti orðið til hagsbóta fyrir alla aðila.“ Locky MacLean segir að skipin myndu samtökin nýta til verndar hvala, í auglýsingaherferðir og uppfræðslu. „Kristján Loftsson yrði launað ríkulega fyrir að leggja skipum sínum og það fyrir svo göfugan málstað. Við viljum bjóða honum að nefna verð á skipunum og ef það er sanngjarnt erum við reiðubúnir að kaupa skipin hér og nú vífilengjulaust.“ Locky MacLean segir að ef þetta sé nokkuð sem þeim hjá Hval ehf. hugnist megi þau gjarnan setja sig í samband við sig og biður blaðamann Vísis að hafa milligöngu þar um. Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Þetta segir Locky MacLean, meðskipstjóri Paul Watson á skipinu John Paul De Joria í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi frá í gær er Paul Watson afar ánægður með umdeilda ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem stöðvaði fyrirhugaðar hvalveiðar á elleftu stundu í gær. Skipið er á Íslandsmiðum og var áhöfnin þess albúin að láta sverfa til stáls og trufla hvalveiðiskipin við veiðar sínar. En ekki kom til þess og segir Watson það ánægjulegt, að ekki hafi komið til átaka. Nú leikur áhöfnin við hvern sinn fingur að sögn og nýtur lífsins um borð. „Sannarlega góður dagur í dag. Við erum að sigla vestur af Íslandi, 12 mílur fyrir utan Malarrifsvita og njótum sumargolunnar,“ segir Locky MacLean. Kristján Loftsson. Honum hefur nú borist tilboð í hvalveiðiskip sín, Hval 8 og 9. Þau hjá Paul Watson samtökunum telja að kaupin geti reynst til hagsbóta fyrir báða aðila.vísir/egill „Okkur skilst að Kristján Loftsson sé og hljóti að hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum að skip hans gátu ekki haldið til hvalveiða, sérílagi vegna þess að hann var búinn að fjárfesta í sérstökum rafvírum til að tengja við skutla sína og í öðrum búnaði.“ En samtökin sjá í þessu tækifæri og vilja leggja fram tilboð: „Við hér hjá Paul Watson samtökunum viljum bjóðast til að kaupa tvö skip Kristjáns, Hval 8 og 9 og teljum að það geti orðið til hagsbóta fyrir alla aðila.“ Locky MacLean segir að skipin myndu samtökin nýta til verndar hvala, í auglýsingaherferðir og uppfræðslu. „Kristján Loftsson yrði launað ríkulega fyrir að leggja skipum sínum og það fyrir svo göfugan málstað. Við viljum bjóða honum að nefna verð á skipunum og ef það er sanngjarnt erum við reiðubúnir að kaupa skipin hér og nú vífilengjulaust.“ Locky MacLean segir að ef þetta sé nokkuð sem þeim hjá Hval ehf. hugnist megi þau gjarnan setja sig í samband við sig og biður blaðamann Vísis að hafa milligöngu þar um.
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53
„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01
Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17