Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júní 2023 23:51 Í svari mennta- og barnamálaráðuneytisins við fyrirspurnum Vísis segir að vinna við að tryggja nemendum skóalvist á starfsbrautum hafi dregist úr hófi en unnið sé að því að tryggja öllum pláss. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, fer fyrir ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Vísir fjallaði í síðustu viku um mál Dagbjarts Sigurðar Ólafssonar, sextán ára drengs með fötlun, sem komst inn í sérnámsbraut í FÁ eftir að hafa verið í lausu lofti um margra vikna skeið. Í dag birtist á Vísi viðtal við Hörpu Þórisdóttur, móður hins sextán ára Svans Jóns Norðkvists sem bíður enn eftir skólavist í framhaldsskóla í haust. Hún segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð enda þurfi drengurinn mikinn stuðning og góðan undirbúning. Vegna umfjöllunar um mál Dagbjarts sendi Vísir tvær fyrirspurnir á barna- og menntamálaráðuneytið í síðustu viku. Ráðuneytið hefur svarað þeim. Vinna við að tryggja nemendum pláss hafi dregist úr hófi Í svari barna- og menntamálaráðuneytisins segir mikla fjölgun hafa orðið á umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla, þar af séu sextíu fleiri í ár en í fyrra. Kappkostað sé að tryggja þeim nemendum skólavist en sú vinna hafi dregist úr hófi í ár. Hvers vegna er móður Dagbjarts, nemenda í Klettaskóla, tjáð í vor að það sé óvíst að hann fái pláss í framhaldsskóla þegar það er skýlaus réttur barna að fá að fara í framhaldsskóla? Hann komst á endanum að en hvað olli því að hann var svona í lausu lofti fram að því? „Umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár og eru nú rúmlega sextíu fleiri fyrir komandi vetur en síðasta skólaár,“ segir í svari ráðuneytisins. „Þjónustuþarfir þessara nemenda eru mjög misjafnar og kappkostað er að tryggja hverjum og einum skólavist þar sem þörfum þeirra er mætt sem best. Miklar áskoranir fylgja því að tryggja farsæld þessa viðkvæma hóps og eru margir aðilar sem þurfa að koma að málum.“ „Því miður dróst sú vinna úr hófi í ár, en unnið er að því með samhentu átaki fjölda aðila að allir þeir nemendur sem þess óska fái skólavist við hæfi,“ segir jafnframt Ráðuneytið vinnur að endurskoðun starfsbrauta Unnið er að endurskoðun allra starfsbrauta framhaldsskóla landsins með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna. Markmiðið sé að efla stoðþjónustu svo hægt sé að tryggja samræmdan einstaklingsbundinn stuðning en sú vinn sé enn í gangi. Í öðru lagi hvar stendur þessi stefnumótunarvinna sem ráðherra talaði um varðandi breytingar á innritun nemenda og í hverju felst hún nákvæmlega? „Lagt hefur verið til að allar starfsbrautir framhaldsskólanna verði endurskoðaðar með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna og nýta þá þekkingu og reynslu sem þar liggur. Nám fatlaðra nemenda byggi á einstaklingsmiðaðri nálgun með aukna áherslu á fjölbreytni í námsframboði, m.a. með aðlögun á verk- og listgreinabrautum,“ segir í svari ráðuneytisins. „Markmiðið er að efla stoðþjónustu framhaldsskólanna svo hún geti tryggt samræmdan og einstaklingsbundinn stuðning við fatlaða nemendur líkt og aðra nemendur.“ „Þessi vinna er í gangi í ráðuneytinu og verður kynnt betur þegar niðurstöður liggja fyrir,“ segir að lokum. Réttindi barna Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Tengdar fréttir „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Vísir fjallaði í síðustu viku um mál Dagbjarts Sigurðar Ólafssonar, sextán ára drengs með fötlun, sem komst inn í sérnámsbraut í FÁ eftir að hafa verið í lausu lofti um margra vikna skeið. Í dag birtist á Vísi viðtal við Hörpu Þórisdóttur, móður hins sextán ára Svans Jóns Norðkvists sem bíður enn eftir skólavist í framhaldsskóla í haust. Hún segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð enda þurfi drengurinn mikinn stuðning og góðan undirbúning. Vegna umfjöllunar um mál Dagbjarts sendi Vísir tvær fyrirspurnir á barna- og menntamálaráðuneytið í síðustu viku. Ráðuneytið hefur svarað þeim. Vinna við að tryggja nemendum pláss hafi dregist úr hófi Í svari barna- og menntamálaráðuneytisins segir mikla fjölgun hafa orðið á umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla, þar af séu sextíu fleiri í ár en í fyrra. Kappkostað sé að tryggja þeim nemendum skólavist en sú vinna hafi dregist úr hófi í ár. Hvers vegna er móður Dagbjarts, nemenda í Klettaskóla, tjáð í vor að það sé óvíst að hann fái pláss í framhaldsskóla þegar það er skýlaus réttur barna að fá að fara í framhaldsskóla? Hann komst á endanum að en hvað olli því að hann var svona í lausu lofti fram að því? „Umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár og eru nú rúmlega sextíu fleiri fyrir komandi vetur en síðasta skólaár,“ segir í svari ráðuneytisins. „Þjónustuþarfir þessara nemenda eru mjög misjafnar og kappkostað er að tryggja hverjum og einum skólavist þar sem þörfum þeirra er mætt sem best. Miklar áskoranir fylgja því að tryggja farsæld þessa viðkvæma hóps og eru margir aðilar sem þurfa að koma að málum.“ „Því miður dróst sú vinna úr hófi í ár, en unnið er að því með samhentu átaki fjölda aðila að allir þeir nemendur sem þess óska fái skólavist við hæfi,“ segir jafnframt Ráðuneytið vinnur að endurskoðun starfsbrauta Unnið er að endurskoðun allra starfsbrauta framhaldsskóla landsins með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna. Markmiðið sé að efla stoðþjónustu svo hægt sé að tryggja samræmdan einstaklingsbundinn stuðning en sú vinn sé enn í gangi. Í öðru lagi hvar stendur þessi stefnumótunarvinna sem ráðherra talaði um varðandi breytingar á innritun nemenda og í hverju felst hún nákvæmlega? „Lagt hefur verið til að allar starfsbrautir framhaldsskólanna verði endurskoðaðar með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna og nýta þá þekkingu og reynslu sem þar liggur. Nám fatlaðra nemenda byggi á einstaklingsmiðaðri nálgun með aukna áherslu á fjölbreytni í námsframboði, m.a. með aðlögun á verk- og listgreinabrautum,“ segir í svari ráðuneytisins. „Markmiðið er að efla stoðþjónustu framhaldsskólanna svo hún geti tryggt samræmdan og einstaklingsbundinn stuðning við fatlaða nemendur líkt og aðra nemendur.“ „Þessi vinna er í gangi í ráðuneytinu og verður kynnt betur þegar niðurstöður liggja fyrir,“ segir að lokum.
Réttindi barna Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Tengdar fréttir „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01