Hafna forsendum tilgátu um leka úr veirustofnun Wuhan Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2023 15:18 Kínverjar hafa ekki verið samvinnuþýðir við rannsókn á uppruna kórónuveirufaraldursins. Það hefur skapað tómarúm fyrir ýmsar tilgátur eins og að veiran hafi borist fyrir slysni eða vísvitandi frá Veirufræðistofnuninni í Wuhan. Vísir/EPA Ekkert bendir til þess að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi verið rannsakað í Wuhan eða að slys hafi komið upp á rannsóknastofu þar áður en heimsfaraldur blossaði upp, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru enn innan bandarísku leyniþjónustunnar um uppruna faraldursins. Þrátt fyrir að vísindamenn telji að SARS-CoV-2, nýtt afbrigði kórónuveiru, hafi fyrst borist í menn á markaði með lifandi dýr í Wuhan í Kína árið 2019 hafa háværar raddir ekki þagnað um að veiran hafi í raun borist frá Veirurannsóknastofnun Wuhan, annað hvort fyrir slysni eða vísvitandi. Fylgismenn þeirrar tilgátu vísa til óbeinna vísbendinga, þar á meðal um veikindi vísindamanna við stofnunina um það leyti sem veiran greindist fyrst í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa blásið í glæður tilraunastofulekatilgátunnar með því að neita erlendum sérfræðingum um aðgang að upplýsingum um uppruna veirunnar, þar á meðal hvaða veirur voru rannsakaðar í stofnuninni í Wuhan. Deilurnar um uppruna veirunnar hafa orðið að hápólitísku máli í Bandaríkjunum þar sem repúblikanar aðhyllast margir þá tilgátu að veiran hafi sloppið af tilraunastofu. Þingnefndir sem repúblikanar stýra rannsaka nú ásakanir þeirra um að Bandaríkjastjórn hafi átt þátt í faraldrinum með því að styrkja rannsóknir á kórónaveirum í Wuhan. Ekkert sem bendir til slyss eða forvera veirunnar Skýrsla skrifstofu forstöðumanns bandarísku leyniþjónustunnar (ODNI) sem var birt á föstudag rennir ekki stoðum undir tilagátuna um leka frá tilraunastofu og hrekur sumar forsendur hennar. Hún byggir á þeim upplýsingum sem sautján leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa viðað að sér um uppruna veirunnar. Veirufræðistofnun Wuhan vann með ýmis konar veirur, þar á meðal kórónuveirur, stundum í samstarfi við kínverska herinn. Enginn þeirra gat þó verið forveri SARS-CoV-2, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Kínverska stofnunin hafi fyrst fengið sýni af veirunni seint í desember 2019, eftir að dularfull öndunarfærasýking greindist fyrst í mönnum, að því er segir í frétt Washington Post um skýrsluna. Þó að sumum öryggisráðstöfunum hafi verið ábótavant á rannsóknastofunni er leyniþjónustunni ekki kunnugt um neitt óhapp þar sem tengdist starfsmönnum sem gæti hafa komið kórónuveirufaraldrinum af stað. Sprautur með bóluefni gegn Covid-19. Veiran barst fyrst í menn í Wuhan í Kína undir lok árs 2019 en dreifði sér svo um allan heim. Milljónir manna létust í faraldrinum.AP/Mark J. Terrill Vísindalegu vísbendingarnar „skýrar“ Bandaríska leyniþjónustan fann heldur engin tengsl á milli þriggja starfsmanna veirufræðistofnunarinnar sem veiktust af öndunarfærasjúkdómum í nóvember árið 2019 við upphaf faraldursins. Staðfest sé að einhverjir þeirra hafi greinst með aðra sjúkdóma. „Við höfum engar vísbendingar um að nokkur þessara rannsakenda hafi verið lagðir inn á sjúkrahús með einkenni sem passa við Covid-19,“ segir í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar. Veikindi fólksins hvorki styðji né hreki hvora tilgátuna um uppruna faraldursins um sig. Athygli vakti fyrr á þessu ári þegar orkumálastofnun Bandaríkjanna virtist leggja meiri trúnað á tilgátuna um leka af tilraunastofu en aðrar bandarískar stofnanir. Vissa stofnunarinnar fyrir því áliti var þó lág. Í skýrslu forstöðumanns leyniþjónustunnar nú segir að skiptar skoðanir séu á uppruna faraldursins innan bandaríska leyniþjónustusamfélagsins. Fjórar stofnanir telji veiruna hafa borist úr dýrum í menn en tvær telji veirunar komna af tilraunastofu. Leyniþjónustan CIA og fleiri stofnanir hafa ekki tekið afstöðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Repúblikanar sem rannsaka uppruna faraldursins fögnuðu birtingu skýrslunnar en sögðu að rannsaka yrði málið ítarlegar. Angela Rasmussen, veirufræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur verið gagnrýnin á tilraunastofutilgátuna, segir ástæðuna fyrir því að leyniþjónustuskýrslan varpaði ekki nýju ljósi á upptök faraldursins þá að það hafi frá upphafi verið vísindalegt álitamál frekar en leyniþjónustumál. „Og vísindalegu sönnunargögnin ERU skýr,“ tísti hún þegar skýrslan var birt. Vísaði hún í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Scince í fyrra um að veiran hefði borist í menn úr dýrum á Huanan-sjávaréttamarkaðinum í Wuhan. Good morning. The reason why this contains no clarity on origins thanks to this declassified report is that this has always been a scientific question rather than an intelligence question.And the scientific evidence IS clear. https://t.co/9XY1yIIbNQ— Dr. Angela Rasmussen (@angie_rasmussen) June 24, 2023 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkjamenn opinbera gögn um rannsóknir á uppruna Covid-19 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að allar upplýsingar sem stjórnvöld vestanhafs búa yfir um uppruna kórónuveirunnar SARS-CoV-2 verði gerðar opinberar. 21. mars 2023 08:27 Bandaríkjamenn opinbera gögn um rannsóknir á uppruna Covid-19 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að allar upplýsingar sem stjórnvöld vestanhafs búa yfir um uppruna kórónuveirunnar SARS-CoV-2 verði gerðar opinberar. 21. mars 2023 08:27 Uppruni Covid: Spjótin beinast að marðarhundum en mikilvæg gögn hurfu Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) gagnrýndi kínverska embættismenn í gær fyrir að hylma yfir rannsóknir sem gætu varpað ljósi á uppruna Covid-19. Forsvarsmenn WHO spurðu af hverju gögn sem birtust á netinu í janúar og hurfu aftur þegar vísindamenn fóru að spyrjast fyrir um þau, voru ekki birt strax fyrir þremur árum og af hverju þau voru fjarlægð aftur. 18. mars 2023 07:52 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Þrátt fyrir að vísindamenn telji að SARS-CoV-2, nýtt afbrigði kórónuveiru, hafi fyrst borist í menn á markaði með lifandi dýr í Wuhan í Kína árið 2019 hafa háværar raddir ekki þagnað um að veiran hafi í raun borist frá Veirurannsóknastofnun Wuhan, annað hvort fyrir slysni eða vísvitandi. Fylgismenn þeirrar tilgátu vísa til óbeinna vísbendinga, þar á meðal um veikindi vísindamanna við stofnunina um það leyti sem veiran greindist fyrst í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa blásið í glæður tilraunastofulekatilgátunnar með því að neita erlendum sérfræðingum um aðgang að upplýsingum um uppruna veirunnar, þar á meðal hvaða veirur voru rannsakaðar í stofnuninni í Wuhan. Deilurnar um uppruna veirunnar hafa orðið að hápólitísku máli í Bandaríkjunum þar sem repúblikanar aðhyllast margir þá tilgátu að veiran hafi sloppið af tilraunastofu. Þingnefndir sem repúblikanar stýra rannsaka nú ásakanir þeirra um að Bandaríkjastjórn hafi átt þátt í faraldrinum með því að styrkja rannsóknir á kórónaveirum í Wuhan. Ekkert sem bendir til slyss eða forvera veirunnar Skýrsla skrifstofu forstöðumanns bandarísku leyniþjónustunnar (ODNI) sem var birt á föstudag rennir ekki stoðum undir tilagátuna um leka frá tilraunastofu og hrekur sumar forsendur hennar. Hún byggir á þeim upplýsingum sem sautján leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa viðað að sér um uppruna veirunnar. Veirufræðistofnun Wuhan vann með ýmis konar veirur, þar á meðal kórónuveirur, stundum í samstarfi við kínverska herinn. Enginn þeirra gat þó verið forveri SARS-CoV-2, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Kínverska stofnunin hafi fyrst fengið sýni af veirunni seint í desember 2019, eftir að dularfull öndunarfærasýking greindist fyrst í mönnum, að því er segir í frétt Washington Post um skýrsluna. Þó að sumum öryggisráðstöfunum hafi verið ábótavant á rannsóknastofunni er leyniþjónustunni ekki kunnugt um neitt óhapp þar sem tengdist starfsmönnum sem gæti hafa komið kórónuveirufaraldrinum af stað. Sprautur með bóluefni gegn Covid-19. Veiran barst fyrst í menn í Wuhan í Kína undir lok árs 2019 en dreifði sér svo um allan heim. Milljónir manna létust í faraldrinum.AP/Mark J. Terrill Vísindalegu vísbendingarnar „skýrar“ Bandaríska leyniþjónustan fann heldur engin tengsl á milli þriggja starfsmanna veirufræðistofnunarinnar sem veiktust af öndunarfærasjúkdómum í nóvember árið 2019 við upphaf faraldursins. Staðfest sé að einhverjir þeirra hafi greinst með aðra sjúkdóma. „Við höfum engar vísbendingar um að nokkur þessara rannsakenda hafi verið lagðir inn á sjúkrahús með einkenni sem passa við Covid-19,“ segir í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar. Veikindi fólksins hvorki styðji né hreki hvora tilgátuna um uppruna faraldursins um sig. Athygli vakti fyrr á þessu ári þegar orkumálastofnun Bandaríkjanna virtist leggja meiri trúnað á tilgátuna um leka af tilraunastofu en aðrar bandarískar stofnanir. Vissa stofnunarinnar fyrir því áliti var þó lág. Í skýrslu forstöðumanns leyniþjónustunnar nú segir að skiptar skoðanir séu á uppruna faraldursins innan bandaríska leyniþjónustusamfélagsins. Fjórar stofnanir telji veiruna hafa borist úr dýrum í menn en tvær telji veirunar komna af tilraunastofu. Leyniþjónustan CIA og fleiri stofnanir hafa ekki tekið afstöðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Repúblikanar sem rannsaka uppruna faraldursins fögnuðu birtingu skýrslunnar en sögðu að rannsaka yrði málið ítarlegar. Angela Rasmussen, veirufræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur verið gagnrýnin á tilraunastofutilgátuna, segir ástæðuna fyrir því að leyniþjónustuskýrslan varpaði ekki nýju ljósi á upptök faraldursins þá að það hafi frá upphafi verið vísindalegt álitamál frekar en leyniþjónustumál. „Og vísindalegu sönnunargögnin ERU skýr,“ tísti hún þegar skýrslan var birt. Vísaði hún í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Scince í fyrra um að veiran hefði borist í menn úr dýrum á Huanan-sjávaréttamarkaðinum í Wuhan. Good morning. The reason why this contains no clarity on origins thanks to this declassified report is that this has always been a scientific question rather than an intelligence question.And the scientific evidence IS clear. https://t.co/9XY1yIIbNQ— Dr. Angela Rasmussen (@angie_rasmussen) June 24, 2023
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkjamenn opinbera gögn um rannsóknir á uppruna Covid-19 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að allar upplýsingar sem stjórnvöld vestanhafs búa yfir um uppruna kórónuveirunnar SARS-CoV-2 verði gerðar opinberar. 21. mars 2023 08:27 Bandaríkjamenn opinbera gögn um rannsóknir á uppruna Covid-19 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að allar upplýsingar sem stjórnvöld vestanhafs búa yfir um uppruna kórónuveirunnar SARS-CoV-2 verði gerðar opinberar. 21. mars 2023 08:27 Uppruni Covid: Spjótin beinast að marðarhundum en mikilvæg gögn hurfu Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) gagnrýndi kínverska embættismenn í gær fyrir að hylma yfir rannsóknir sem gætu varpað ljósi á uppruna Covid-19. Forsvarsmenn WHO spurðu af hverju gögn sem birtust á netinu í janúar og hurfu aftur þegar vísindamenn fóru að spyrjast fyrir um þau, voru ekki birt strax fyrir þremur árum og af hverju þau voru fjarlægð aftur. 18. mars 2023 07:52 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Bandaríkjamenn opinbera gögn um rannsóknir á uppruna Covid-19 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að allar upplýsingar sem stjórnvöld vestanhafs búa yfir um uppruna kórónuveirunnar SARS-CoV-2 verði gerðar opinberar. 21. mars 2023 08:27
Bandaríkjamenn opinbera gögn um rannsóknir á uppruna Covid-19 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að allar upplýsingar sem stjórnvöld vestanhafs búa yfir um uppruna kórónuveirunnar SARS-CoV-2 verði gerðar opinberar. 21. mars 2023 08:27
Uppruni Covid: Spjótin beinast að marðarhundum en mikilvæg gögn hurfu Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) gagnrýndi kínverska embættismenn í gær fyrir að hylma yfir rannsóknir sem gætu varpað ljósi á uppruna Covid-19. Forsvarsmenn WHO spurðu af hverju gögn sem birtust á netinu í janúar og hurfu aftur þegar vísindamenn fóru að spyrjast fyrir um þau, voru ekki birt strax fyrir þremur árum og af hverju þau voru fjarlægð aftur. 18. mars 2023 07:52