Bandaríkin eyða síðustu efnavopnum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2023 09:01 Vopnin kvödd. Starfsmenn Pueblo-efnavopnageymslu Bandaríkjahers í Colorado meðhöndla hylki með sinnepsgasi. Lokið var við að eyða gasinu 22. júní. Enn á eftir að klára að eyða saríngasbirgðum í Kentucky. AP/David Zalubowski Flugskeyti með saríngasi sem unnið er að því að eyða á herstöð í Kentucky eru síðustu efnavopn Bandaríkjanna. Síðustu birgðunum verður eytt fyrir lok september í samræmi við efnavopnasáttmálans sem 193 ríki skrifuðu undir árið 1997. Bandaríkjaher hefur unnið að því að eyða efnavopnum sínum í á þriðja áratug en nú sér fyrir endann á verkefninu. Efnavopnabirgðir Bandaríkjamanna námu um 30.000 tonnum við lok kalda stríðsins. Saríngasið í Kentucky hefur verið geymt þar frá 5. áratug síðustu aldar. Nú er aðeins hluti þeirra 51.000 flugskeyta með gasinu sem voru upphaflega geymd þar eftir. Starfsmenn annarrar herstöðvar í Colorado luku við að eyða síðustu birgðunum af sinnepsgasi 22. júní. Hernaðarsérfræðingar AP-fréttastofunnar segja að með því að eyða síðustu skráðu efnavopnum sínum reyni Bandaríkin að senda þeim örfáu ríkjum sem eiga ekki aðild að efnavopnasáttmálanum að notkun efnavopna sé ekki lengur ásættanleg á vígvellinum. Aðeins Norður-Kórea, Egyptaland og Suður-Súdan hafa ekki undirritað sáttmálann. Ísrael skrifaði undir en hefur aldrei fullgilt sáttmálann. Þá leikur grunur á að ríki eins og Rússland og Sýrland búi yfir efnavopnum sem þau halda leyndum, að sögn AP-fréttastofunnar. Flugskeyti með saríngasi tilbúið til eyðingar í Blue Grass-efnavopnaeyðingarstöðinni í Richmond í Kentucky.AP/Bandaríkjaher Andstaða nágranna herstöðvanna Efnavopn voru fyrst notuð í fyrri heimsstyrjöldinni. Talið er að í það minnsta 100.000 manns hafi fallið af völdum þeirra þá. Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 en ríki heims héldu áfram að hamstra þau allt þar til efnavopnasáttmálinn var undirritaður 72 árum síðar. Eyðing efnavopnanna í Bandaríkjunum gekk ekki átakalaust. Íbúar í nágrenni herstöðvanna þar sem eiturefnin voru geymd mótmæltu upphaflegu áformunum um að brenna þau. Þeir óttuðust að eitraða mengun gæti lagt yfir nærliggjandi byggð. Herinn þurfti því að leggja fram nýjar aðferðir við brennslu á efnunum til þess að sefa áhyggjufulla nágranna sína. Kingston Reif, yfirmaður vopnaeftirlitsmála hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, segir að mikilvægum kafla í hernaðarsögunni verði lokið þegar síðustu efnavopnunum hefur verið eytt, „en það er kafli sem við hlökkum mjög til að ljúka“. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Bandaríkjaher hefur unnið að því að eyða efnavopnum sínum í á þriðja áratug en nú sér fyrir endann á verkefninu. Efnavopnabirgðir Bandaríkjamanna námu um 30.000 tonnum við lok kalda stríðsins. Saríngasið í Kentucky hefur verið geymt þar frá 5. áratug síðustu aldar. Nú er aðeins hluti þeirra 51.000 flugskeyta með gasinu sem voru upphaflega geymd þar eftir. Starfsmenn annarrar herstöðvar í Colorado luku við að eyða síðustu birgðunum af sinnepsgasi 22. júní. Hernaðarsérfræðingar AP-fréttastofunnar segja að með því að eyða síðustu skráðu efnavopnum sínum reyni Bandaríkin að senda þeim örfáu ríkjum sem eiga ekki aðild að efnavopnasáttmálanum að notkun efnavopna sé ekki lengur ásættanleg á vígvellinum. Aðeins Norður-Kórea, Egyptaland og Suður-Súdan hafa ekki undirritað sáttmálann. Ísrael skrifaði undir en hefur aldrei fullgilt sáttmálann. Þá leikur grunur á að ríki eins og Rússland og Sýrland búi yfir efnavopnum sem þau halda leyndum, að sögn AP-fréttastofunnar. Flugskeyti með saríngasi tilbúið til eyðingar í Blue Grass-efnavopnaeyðingarstöðinni í Richmond í Kentucky.AP/Bandaríkjaher Andstaða nágranna herstöðvanna Efnavopn voru fyrst notuð í fyrri heimsstyrjöldinni. Talið er að í það minnsta 100.000 manns hafi fallið af völdum þeirra þá. Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 en ríki heims héldu áfram að hamstra þau allt þar til efnavopnasáttmálinn var undirritaður 72 árum síðar. Eyðing efnavopnanna í Bandaríkjunum gekk ekki átakalaust. Íbúar í nágrenni herstöðvanna þar sem eiturefnin voru geymd mótmæltu upphaflegu áformunum um að brenna þau. Þeir óttuðust að eitraða mengun gæti lagt yfir nærliggjandi byggð. Herinn þurfti því að leggja fram nýjar aðferðir við brennslu á efnunum til þess að sefa áhyggjufulla nágranna sína. Kingston Reif, yfirmaður vopnaeftirlitsmála hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, segir að mikilvægum kafla í hernaðarsögunni verði lokið þegar síðustu efnavopnunum hefur verið eytt, „en það er kafli sem við hlökkum mjög til að ljúka“.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira