Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 11. júlí 2023 21:35 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir reykmökkinn í kringum gosið að mestu leyti stafa af brennandi gróðri í kring. „Það er einmitt mjög mikill sinubruni og mosabruni, búnir að brenna mjög mikið. Hérna til hliðar við okkur er mjög þéttur mökkur og ólíft hérna sumstaðar í kring. Og ég bið alla um að vera ekki að fara hérna nema að vel athuguðu máli. Fara ekki inn í þessa mekki.“ Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Vísir/Egill Það er kannski ekkert skynsamlegt að vera að hleypa ferðamönnum svona nálægt? „Nei, það þarf líka að passa að þetta er komið svo langt út úr. Það er langt að ganga og ef veðrin breytast eitthvað getur þetta orðið hættulegt fyrir sumt fólk.“ Þegar fréttamaður náði tali af Elvari Eyberg, björgunarsveitarmanni í Björgunarsveit Suðurnesja, var enn óheimilt að ganga að svæðinu. Hann sagði það fólk sem þrátt fyrir það lagði leið sína að gosstöðvunum hafa sennilega farið í skjóli nætur. Aðspurður sagði hann aðstæður á svæðinu ekki spennandi fyrir fólk eins og staðan væri í dag. Gos geti varið í mánuði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að í gær hafi verið um að ræða tiltölulega langa gossprungu sem náði næstum einum kílómetra með samfelldum kvikustrókum og samanstóð af mörgum minni sprungum. „Þá var framleiðnin svona um fjörutíu rúmmetrar á sekúndu. Það sem gerðist í dag er að það fór að draga úr virkninni á mörgum af þessum gígopum sem voru í gær og búið að draga saman á í raun og veru eitt gosop eða einn stað á gossprungunni,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er að byggjast núna upp gígur og þar eru kvikustrókar að koma upp úr þremur, fjórum gosopum og framleiðnin hefur sennilega minnkað um helming allavega á þessum tíma. En að sama skapi ef þú þrengir gosopið eða styttir það, þá þarftu að koma öllu þessu magni upp samt sem áður upp um styttra gosop og þar af leiðandi eru kvikustrókarnir að verða alltaf hærri og hærri og þeir eru komnir svona nokkuð stöðugir upp í fjörutíu til fimmtíu metra núna,“ segir Þorvaldur. Eldgosið við Litla-Hrút eru þriðju eldsumbrotin á jafn mörgum árum. Eldgosið við Fagradalsfjall sem hófst árið 2021 stóð yfir í um það bil hálft ár og gosið í Meradölum stóð í um átján daga í fyrra. Því er eðlilegt að fólk spyrji sig hversu langt gosið verður að þessu sinni. „Það er búið að opna leið fyrir kvikuna upp til yfirborðs og á meðan það er ekkert lokað aftur, það er ekki skrúfað fyrir leiðsluna, þá held ég að þetta haldi bara áfram að flæða. Þannig að þetta gæti orðið gos sem stendur yfir í tvær, þrjár vikur eða jafnvel mánuði,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir reykmökkinn í kringum gosið að mestu leyti stafa af brennandi gróðri í kring. „Það er einmitt mjög mikill sinubruni og mosabruni, búnir að brenna mjög mikið. Hérna til hliðar við okkur er mjög þéttur mökkur og ólíft hérna sumstaðar í kring. Og ég bið alla um að vera ekki að fara hérna nema að vel athuguðu máli. Fara ekki inn í þessa mekki.“ Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Vísir/Egill Það er kannski ekkert skynsamlegt að vera að hleypa ferðamönnum svona nálægt? „Nei, það þarf líka að passa að þetta er komið svo langt út úr. Það er langt að ganga og ef veðrin breytast eitthvað getur þetta orðið hættulegt fyrir sumt fólk.“ Þegar fréttamaður náði tali af Elvari Eyberg, björgunarsveitarmanni í Björgunarsveit Suðurnesja, var enn óheimilt að ganga að svæðinu. Hann sagði það fólk sem þrátt fyrir það lagði leið sína að gosstöðvunum hafa sennilega farið í skjóli nætur. Aðspurður sagði hann aðstæður á svæðinu ekki spennandi fyrir fólk eins og staðan væri í dag. Gos geti varið í mánuði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að í gær hafi verið um að ræða tiltölulega langa gossprungu sem náði næstum einum kílómetra með samfelldum kvikustrókum og samanstóð af mörgum minni sprungum. „Þá var framleiðnin svona um fjörutíu rúmmetrar á sekúndu. Það sem gerðist í dag er að það fór að draga úr virkninni á mörgum af þessum gígopum sem voru í gær og búið að draga saman á í raun og veru eitt gosop eða einn stað á gossprungunni,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er að byggjast núna upp gígur og þar eru kvikustrókar að koma upp úr þremur, fjórum gosopum og framleiðnin hefur sennilega minnkað um helming allavega á þessum tíma. En að sama skapi ef þú þrengir gosopið eða styttir það, þá þarftu að koma öllu þessu magni upp samt sem áður upp um styttra gosop og þar af leiðandi eru kvikustrókarnir að verða alltaf hærri og hærri og þeir eru komnir svona nokkuð stöðugir upp í fjörutíu til fimmtíu metra núna,“ segir Þorvaldur. Eldgosið við Litla-Hrút eru þriðju eldsumbrotin á jafn mörgum árum. Eldgosið við Fagradalsfjall sem hófst árið 2021 stóð yfir í um það bil hálft ár og gosið í Meradölum stóð í um átján daga í fyrra. Því er eðlilegt að fólk spyrji sig hversu langt gosið verður að þessu sinni. „Það er búið að opna leið fyrir kvikuna upp til yfirborðs og á meðan það er ekkert lokað aftur, það er ekki skrúfað fyrir leiðsluna, þá held ég að þetta haldi bara áfram að flæða. Þannig að þetta gæti orðið gos sem stendur yfir í tvær, þrjár vikur eða jafnvel mánuði,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira