Þrælahald Ragnar Erling Hermannsson skrifar 15. júlí 2023 13:01 Ég hef unnið núna við ferðaþjónustu síðastliðin sjö ár og verð að viðurkenna að sem leiðsögumaður með meirapróf hef ég fengið að njóta gífurlegra vellystinga fjárhagslega og andlega sem nokkru sinni um ævina. Þetta er sannkallað partý með fólki sem hefur nötrað af tilhlökkun við að koma til Íslands, frír matur og lúxushótel.En það er ekki hjá því komist að hugsa til þess hvers vegna ég fæ að njóta slíkra lífsgæða, hverjum ætli sé að þakka að við sem mökum krókinn getum notið slíkra veiga?„Hver einasti Íslendingur sem ég hef unnið fyrir hefur svikið mig!“.Það er erfitt til þess að hugsa að þetta sé almennt viðhorf þeirra erlendu ríkisborgara sem hafa komið hingað s.l. ár og fært stórar fórnir víðs fjarri heimahögum og sínum nánustu við að vinna og halda uppi þessum iðnaði sem við státum okkur af.Sérstaklega þar sem ég kný atvinnu mína alfarið á þjóðarrembu og stolti.Það er mikið talað um innflytjendur þessa dagana og svertir það mikið fyrir okkur rembunum hér á Fróni hversu orðljót við getum verið:„Geta þessar afætur ekki verið heima hjá sér?“Svo hljómaði færsla á Fésbókinni um daginn þegar verið var að ræða um hælisleitendur frá Venesúela.„Hvað með afæturnar sem flytja héðan til annara landa?“ var eitt svarið við færslunni og ætla ég að taka undir það.Ég hef skrifað áður um það sem ég tel vera þrælahald nútímans. í raun þá erum við ekkert búin að breytast hvað það varðar síðan á Víkingaöld.Þetta er að sjálfsögðu ekki algilt og veit ég um marga atvinnurekendur í ferðaþjónustu sem eru mikið heiðarlegir og gera vel við sitt fólk.En það er ekki hjá því komst að minna okkur Íslendinga á að það eru þeir 25.000 pólskir ríkisborgarar og fólk frá öðrum löndum sem hafa séð til þess að við getum rekið þessa ferðaþjónustu.Raunin er reyndar sú að ekki bara þar heldur hefur þetta mikið svo vinnusama fólk haldið uppi flestum greinum sem Íslending vilja ekki sjá að vinna.Þannig að.. Takk Pólland, takk Tékkland og þið öll sem hafið fært ykkar fórnir, ekki kunnað tungumálið og látið öskur og vanþakklæti yfir ykkur ganga.Og fyrir hönd.. hmm.. sjálfs míns held ég a.m.k.:Innilega afsakið fjárans Víkingana! Höfundur er einn af stofnendum Viðmóts, samtaka um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ég hef unnið núna við ferðaþjónustu síðastliðin sjö ár og verð að viðurkenna að sem leiðsögumaður með meirapróf hef ég fengið að njóta gífurlegra vellystinga fjárhagslega og andlega sem nokkru sinni um ævina. Þetta er sannkallað partý með fólki sem hefur nötrað af tilhlökkun við að koma til Íslands, frír matur og lúxushótel.En það er ekki hjá því komist að hugsa til þess hvers vegna ég fæ að njóta slíkra lífsgæða, hverjum ætli sé að þakka að við sem mökum krókinn getum notið slíkra veiga?„Hver einasti Íslendingur sem ég hef unnið fyrir hefur svikið mig!“.Það er erfitt til þess að hugsa að þetta sé almennt viðhorf þeirra erlendu ríkisborgara sem hafa komið hingað s.l. ár og fært stórar fórnir víðs fjarri heimahögum og sínum nánustu við að vinna og halda uppi þessum iðnaði sem við státum okkur af.Sérstaklega þar sem ég kný atvinnu mína alfarið á þjóðarrembu og stolti.Það er mikið talað um innflytjendur þessa dagana og svertir það mikið fyrir okkur rembunum hér á Fróni hversu orðljót við getum verið:„Geta þessar afætur ekki verið heima hjá sér?“Svo hljómaði færsla á Fésbókinni um daginn þegar verið var að ræða um hælisleitendur frá Venesúela.„Hvað með afæturnar sem flytja héðan til annara landa?“ var eitt svarið við færslunni og ætla ég að taka undir það.Ég hef skrifað áður um það sem ég tel vera þrælahald nútímans. í raun þá erum við ekkert búin að breytast hvað það varðar síðan á Víkingaöld.Þetta er að sjálfsögðu ekki algilt og veit ég um marga atvinnurekendur í ferðaþjónustu sem eru mikið heiðarlegir og gera vel við sitt fólk.En það er ekki hjá því komst að minna okkur Íslendinga á að það eru þeir 25.000 pólskir ríkisborgarar og fólk frá öðrum löndum sem hafa séð til þess að við getum rekið þessa ferðaþjónustu.Raunin er reyndar sú að ekki bara þar heldur hefur þetta mikið svo vinnusama fólk haldið uppi flestum greinum sem Íslending vilja ekki sjá að vinna.Þannig að.. Takk Pólland, takk Tékkland og þið öll sem hafið fært ykkar fórnir, ekki kunnað tungumálið og látið öskur og vanþakklæti yfir ykkur ganga.Og fyrir hönd.. hmm.. sjálfs míns held ég a.m.k.:Innilega afsakið fjárans Víkingana! Höfundur er einn af stofnendum Viðmóts, samtaka um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun