„Hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2023 13:44 Gígbarmar aðalgígsins við Litla-Hrút eru nú orðnir yfir tuttugu metra háir, aðeins hærri en þegar þessi mynd var tekin. Vísir/vilhelm Rennsli í hraunánni frá gíg eldgossins við Litla-Hrút virðist hafa minnkað síðasta hálfa sólarhringinn, að sögn eldfjallafræðings. Virknin hefur þó haldist nokkuð stöðug yfir helgina. Hraun heldur áfram að renna í suður, niður í Meradali, yfir hraun frá 2021 og er nú einnig komið upp á hraun frá því í gosinu í fyrra. Gígbarmar aðalgígsins eru orðnir 22 metra háir. „Það er hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði. Það hefur lækkað í hraunánni á síðustu tólf tímum eða svo, yfir nótt. En samt finnst mér gígvirknin vera mjög svipuð og hún hefur verið. Þannig að miðað við það finnst mér líklegra að það sé tengt því að hluti af hraunflæðinu hafi fundið sér aðra leið sé að fara eitthvað annað,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „Þessu gosi er farið að svipa meira og meira til virkninnar sem við sáum í gosinu '21, svona í maí, sennipart apríl. Það er samfelld virkni í einum gíg. Þetta er bara mjög föngulegur gígur með fallegum kvikustrókum.“ Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/arnar Enn ber ekki á neinni færslu norðureftir, ekki á yfirborðinu í það minnsta, segir Þorvaldur, inntur eftir því hvort Keilir sé óhultur í gosinu sem nú stendur yfir. „Það er alltaf möguleiki að þessi gossprunga gæti lengst til norðurs með myndun nýrra gossprungna en það er mjög ólíklegt að slíkar sprungur nái norður fyrir Keili,“ segir Þorvaldur. „Ef virknin færist í áttina að Keili og ætli sér eitthvað lengra er miklu líklegra að hún skjóti sér í austurátt, yfir að Trölladyngju, og síðan þá yfir í Krýsuvík.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. 16. júlí 2023 09:03 Myndband: Þyrla Landhelgisgæslunnar slekkur gróðurelda við Litla-Hrút Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. 16. júlí 2023 09:47 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Sjá meira
„Það er hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði. Það hefur lækkað í hraunánni á síðustu tólf tímum eða svo, yfir nótt. En samt finnst mér gígvirknin vera mjög svipuð og hún hefur verið. Þannig að miðað við það finnst mér líklegra að það sé tengt því að hluti af hraunflæðinu hafi fundið sér aðra leið sé að fara eitthvað annað,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „Þessu gosi er farið að svipa meira og meira til virkninnar sem við sáum í gosinu '21, svona í maí, sennipart apríl. Það er samfelld virkni í einum gíg. Þetta er bara mjög föngulegur gígur með fallegum kvikustrókum.“ Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/arnar Enn ber ekki á neinni færslu norðureftir, ekki á yfirborðinu í það minnsta, segir Þorvaldur, inntur eftir því hvort Keilir sé óhultur í gosinu sem nú stendur yfir. „Það er alltaf möguleiki að þessi gossprunga gæti lengst til norðurs með myndun nýrra gossprungna en það er mjög ólíklegt að slíkar sprungur nái norður fyrir Keili,“ segir Þorvaldur. „Ef virknin færist í áttina að Keili og ætli sér eitthvað lengra er miklu líklegra að hún skjóti sér í austurátt, yfir að Trölladyngju, og síðan þá yfir í Krýsuvík.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. 16. júlí 2023 09:03 Myndband: Þyrla Landhelgisgæslunnar slekkur gróðurelda við Litla-Hrút Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. 16. júlí 2023 09:47 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Sjá meira
Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. 16. júlí 2023 09:03
Myndband: Þyrla Landhelgisgæslunnar slekkur gróðurelda við Litla-Hrút Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. 16. júlí 2023 09:47
Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40