Stór hraunpollur vestan við gíginn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 15:35 Pollurinn er stór vestanmegin við gíginn. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði Stór hraunpollur hefur myndast vestan við gíg eldgossins við Litla Hrút. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands hefur birt nýjar myndir af hraunpollinum. Eins og fram hefur komið hrundi vesturhlið gígsins í nótt svo úr varð mikið hraunflóð. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. Í tilkynningu frá rannsóknarstofunni kemur fram að líklegast sé að hraunið flæði sömu leið og hraunið sem myndaðist fyrr í gosinu. Eins og áður hefur komið fram hefur Verkís framkvæmt hermun á rennsli hraunsins og sýnir hermunin að núverandi hraunflæði verði svipað og áður.Áður en veggur gígsins hrundi í nótt jókst gosóróinn við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Hraunpollurinn er nú vestan megin við gosið. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði Biðla til fólks að haga sér í samræmi við fyrirmæli Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í dag biðlaði lögreglan til almennings um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og fara ekki inn á merkt hættusvæði og bannsvæði. Ekki hafi gengið vel í öllum tilfellum að biðja fólk um að halda sig utan hættusvæðis. Þannig hafði lögregla afskipti í gær af nokkrum mönnum á fjórhjólum sem ekki hafi farið af fyrirmælum. Lögregla þurfti auk þess að aðstoða þó nokkra göngumenn á leiðinni. Þar á meðal var kona sem var slæm í baki og tólf ára stúlka sem örmagnaðist á gönguleiðinni. Fólk ansi nærri gígnum í gærkvöldi Áður hefur Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, sagt í samtali við fréttastofu að fólk hafi verið ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Raunar beint undir þeim hluta sem skreið fram. „Og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu.“ Ekki sé hægt að sjá atburði líkt og þessa fyrir. Þeir gerist á ógnarhraða og stórhættulegt að vera of nærri. Þá sé megnun töluverð við gosið og mikið magn rykkorna í lofti. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Eins og fram hefur komið hrundi vesturhlið gígsins í nótt svo úr varð mikið hraunflóð. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. Í tilkynningu frá rannsóknarstofunni kemur fram að líklegast sé að hraunið flæði sömu leið og hraunið sem myndaðist fyrr í gosinu. Eins og áður hefur komið fram hefur Verkís framkvæmt hermun á rennsli hraunsins og sýnir hermunin að núverandi hraunflæði verði svipað og áður.Áður en veggur gígsins hrundi í nótt jókst gosóróinn við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Hraunpollurinn er nú vestan megin við gosið. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði Biðla til fólks að haga sér í samræmi við fyrirmæli Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í dag biðlaði lögreglan til almennings um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og fara ekki inn á merkt hættusvæði og bannsvæði. Ekki hafi gengið vel í öllum tilfellum að biðja fólk um að halda sig utan hættusvæðis. Þannig hafði lögregla afskipti í gær af nokkrum mönnum á fjórhjólum sem ekki hafi farið af fyrirmælum. Lögregla þurfti auk þess að aðstoða þó nokkra göngumenn á leiðinni. Þar á meðal var kona sem var slæm í baki og tólf ára stúlka sem örmagnaðist á gönguleiðinni. Fólk ansi nærri gígnum í gærkvöldi Áður hefur Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, sagt í samtali við fréttastofu að fólk hafi verið ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Raunar beint undir þeim hluta sem skreið fram. „Og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu.“ Ekki sé hægt að sjá atburði líkt og þessa fyrir. Þeir gerist á ógnarhraða og stórhættulegt að vera of nærri. Þá sé megnun töluverð við gosið og mikið magn rykkorna í lofti.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent