Stór hraunpollur vestan við gíginn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 15:35 Pollurinn er stór vestanmegin við gíginn. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði Stór hraunpollur hefur myndast vestan við gíg eldgossins við Litla Hrút. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands hefur birt nýjar myndir af hraunpollinum. Eins og fram hefur komið hrundi vesturhlið gígsins í nótt svo úr varð mikið hraunflóð. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. Í tilkynningu frá rannsóknarstofunni kemur fram að líklegast sé að hraunið flæði sömu leið og hraunið sem myndaðist fyrr í gosinu. Eins og áður hefur komið fram hefur Verkís framkvæmt hermun á rennsli hraunsins og sýnir hermunin að núverandi hraunflæði verði svipað og áður.Áður en veggur gígsins hrundi í nótt jókst gosóróinn við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Hraunpollurinn er nú vestan megin við gosið. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði Biðla til fólks að haga sér í samræmi við fyrirmæli Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í dag biðlaði lögreglan til almennings um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og fara ekki inn á merkt hættusvæði og bannsvæði. Ekki hafi gengið vel í öllum tilfellum að biðja fólk um að halda sig utan hættusvæðis. Þannig hafði lögregla afskipti í gær af nokkrum mönnum á fjórhjólum sem ekki hafi farið af fyrirmælum. Lögregla þurfti auk þess að aðstoða þó nokkra göngumenn á leiðinni. Þar á meðal var kona sem var slæm í baki og tólf ára stúlka sem örmagnaðist á gönguleiðinni. Fólk ansi nærri gígnum í gærkvöldi Áður hefur Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, sagt í samtali við fréttastofu að fólk hafi verið ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Raunar beint undir þeim hluta sem skreið fram. „Og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu.“ Ekki sé hægt að sjá atburði líkt og þessa fyrir. Þeir gerist á ógnarhraða og stórhættulegt að vera of nærri. Þá sé megnun töluverð við gosið og mikið magn rykkorna í lofti. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Eins og fram hefur komið hrundi vesturhlið gígsins í nótt svo úr varð mikið hraunflóð. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. Í tilkynningu frá rannsóknarstofunni kemur fram að líklegast sé að hraunið flæði sömu leið og hraunið sem myndaðist fyrr í gosinu. Eins og áður hefur komið fram hefur Verkís framkvæmt hermun á rennsli hraunsins og sýnir hermunin að núverandi hraunflæði verði svipað og áður.Áður en veggur gígsins hrundi í nótt jókst gosóróinn við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Hraunpollurinn er nú vestan megin við gosið. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði Biðla til fólks að haga sér í samræmi við fyrirmæli Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í dag biðlaði lögreglan til almennings um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og fara ekki inn á merkt hættusvæði og bannsvæði. Ekki hafi gengið vel í öllum tilfellum að biðja fólk um að halda sig utan hættusvæðis. Þannig hafði lögregla afskipti í gær af nokkrum mönnum á fjórhjólum sem ekki hafi farið af fyrirmælum. Lögregla þurfti auk þess að aðstoða þó nokkra göngumenn á leiðinni. Þar á meðal var kona sem var slæm í baki og tólf ára stúlka sem örmagnaðist á gönguleiðinni. Fólk ansi nærri gígnum í gærkvöldi Áður hefur Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, sagt í samtali við fréttastofu að fólk hafi verið ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Raunar beint undir þeim hluta sem skreið fram. „Og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu.“ Ekki sé hægt að sjá atburði líkt og þessa fyrir. Þeir gerist á ógnarhraða og stórhættulegt að vera of nærri. Þá sé megnun töluverð við gosið og mikið magn rykkorna í lofti.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira