Vél rýmd vegna veikinda farþega eftir langa bið í 37 stiga hita Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júlí 2023 08:47 Yfirvöld vilja svör við því hvers vegna farþegum var haldið í sjóðheitri vélinni. Getty/NurPhoto/Nicolas Economou Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvers vegna flugvél Delta Air Lines var kyrrsett á Harry Reid International Airport í Las Vegas í nokkrar klukkustundir í yfir 37 stiga hita á mánudag. Vélin átti að fljúga til Atlanta en fór aldrei á loft. Þess í stað voru farþegarnir látnir bíða í þrjá tíma, þar til svo margir þeirra höfðu veikst vegna hitans að vélin var rýmd. Sjúkraflutningamenn þurftu að sækja þrjá farþega sem höfðu fallið í yfirlið. Að sögn Kristu Garvin, framleiðanda hjá Fox News sem átti bókað flug þennan dag, var farþegum fyrst tilkynnt að það væri ekki hægt að innrita farþega á réttum tíma þar sem það vantaði flugliða. Eftir að farþegar fengu loks að fara um borð neyddust þeir svo til að bíða í þrjá tíma í viðbót, við vægast sagt ömurlegar aðstæður. „Þeir sögðu okkur að ýta á þjónustuhnappinn ef okkur vantaði aðstoð. Börn eru að öskurgráta. Þeir eru að afhenda sykursjúkum samlokur,“ tísti Garvin. Finally decided to take everyone off because too many people were sick and they want to try and cool down the plane. Praying they let us back on or we will be stuck here. pic.twitter.com/ds21XE3CXM— Krista Garvin (@Kristaanngarvin) July 18, 2023 Annar farþegi sagði að hún hefði orðið uppiskroppa með mat og bleyjur fyrir son sinn á meðan biðinni stóðþ Hann hefði sem betur fer verið rólegur. Annar sagði að fólk hefði ekki fengið vatn og að salernin hefðu verið lokuð. Að sögn Garvin var ákveðið að rýma vélina þar sem margir farþegar voru orðnir veikir sökum hitans og það átti að freista þess að kæla niður vélina. Þá var farþegum tilkynnt að áhöfnin hefði veikst. Delta hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um atvikið en segir málið í skoðun en Pete Buttigieg samgönguráðherra hefur krafið flugvélagið svara um það hvers vegna fólk var látið bíða svo lengi um borð í steikjandi hita. Bandaríkin Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Vélin átti að fljúga til Atlanta en fór aldrei á loft. Þess í stað voru farþegarnir látnir bíða í þrjá tíma, þar til svo margir þeirra höfðu veikst vegna hitans að vélin var rýmd. Sjúkraflutningamenn þurftu að sækja þrjá farþega sem höfðu fallið í yfirlið. Að sögn Kristu Garvin, framleiðanda hjá Fox News sem átti bókað flug þennan dag, var farþegum fyrst tilkynnt að það væri ekki hægt að innrita farþega á réttum tíma þar sem það vantaði flugliða. Eftir að farþegar fengu loks að fara um borð neyddust þeir svo til að bíða í þrjá tíma í viðbót, við vægast sagt ömurlegar aðstæður. „Þeir sögðu okkur að ýta á þjónustuhnappinn ef okkur vantaði aðstoð. Börn eru að öskurgráta. Þeir eru að afhenda sykursjúkum samlokur,“ tísti Garvin. Finally decided to take everyone off because too many people were sick and they want to try and cool down the plane. Praying they let us back on or we will be stuck here. pic.twitter.com/ds21XE3CXM— Krista Garvin (@Kristaanngarvin) July 18, 2023 Annar farþegi sagði að hún hefði orðið uppiskroppa með mat og bleyjur fyrir son sinn á meðan biðinni stóðþ Hann hefði sem betur fer verið rólegur. Annar sagði að fólk hefði ekki fengið vatn og að salernin hefðu verið lokuð. Að sögn Garvin var ákveðið að rýma vélina þar sem margir farþegar voru orðnir veikir sökum hitans og það átti að freista þess að kæla niður vélina. Þá var farþegum tilkynnt að áhöfnin hefði veikst. Delta hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um atvikið en segir málið í skoðun en Pete Buttigieg samgönguráðherra hefur krafið flugvélagið svara um það hvers vegna fólk var látið bíða svo lengi um borð í steikjandi hita.
Bandaríkin Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira