Hafðu þökk fyrir að svelta strandveiðarnar Svandís Hallgerður Hauksdóttir skrifar 24. júlí 2023 17:00 Við nánari umhugsun tel ég að ákvörðun ráðherra um að auka ekki í ár heimildir við okkur strandveiðifólkið reynist gott mál. 1. Ákvörðun ráðherra fær viðbrögð og víðtæka umræðu. Almenningur er bæði orðinn betur meðvitaður um okkur strandveiðifólkið og um ónýta tilhögun við stjórn fiskveiða. Takk fyrir það Svandís. 2. Réttlætisvitund okkar strandveiðifólks er klárlega að fá sameiningarkraft við þessa ákvörðun ráðherra. Svo aftur, takk Svandís fyrir þitt sameinandi framlag. Ég tel að framtíð strandveiða eigi að leiða utan kvótakerfisins, enda ógna þær ekki fiskistofnum. Strandveiðin er þannig einn þáttur sem bæði getur og á að tálga jafnóðum ofan af núverandi fiskveiðikerfi og inn í réttlátari kerfi með tímanum. Með strandveiði sem veiðiaðferð liggja svo margar góðar ástæður. Stóra samhengið er almenn mannréttindi og atvinnufrelsi. Byggðamál, bæði með efnahagslegri grósku inn í sveita- og bæjarsamfélög landsins og út frá almennum möguleikum fólks til að lifa þar sem það kýs og hafa þar vinnu. Sterkari og heilbrigðari fjölskyldur þar með betra mannlíf um allt land. Strandveiðar skapa mýmörg önnur störf við umsjón, flutning, sölu, markaðsmál, vinnslu, o.fl., sem koma öllum til góða. Minni ég hér á fréttir af fregnum af lokunum fiskbúða eftir stöðvun strandveiða í ár. Að ekki fæst nægilegur fiskur – hér á Íslandi – til að hafa þær opnar? Hvað finnst ykkur um það? Nei, strandveiðin tryggir stöðugra aðgengi kaupenda að ferskum fiski, raunar bæði hér á landi og víða erlendis. Umhverfismál: veiðiaðferðin veldur ekki skemmdum á sjávarbotni og þar með skaða á lífríki. Auðvitað er óþarfi að drepa tonnin af lífverum til að veiða nokkur tonn af öðrum eins og dæmi eru um við aðrar veiðiaðferðir. Strandveiðin tekur aðeins til sín þá fiska sem hún miðar að. Strandveiðin er einnig hagstæðari loftslagsmálum enda fara færri lítrar af olíu á hver hundrað veidd kíló við þær veiðar en við aðrar veiðar á sama fisk. Önnur mengun, nefni stórdrasl sem verður eftir óvart eða viljandi úti í hafinu, ónýt net og annað álíka, þetta fylgir ekki strandveiðum. Meðferð á fiski við veiðar, hann er skorinn mjög fljótt sem er mannúðlegast. Miklu minni hvati er til brottkasts á fiski við strandveiðar og þær eru ekki heldur ógn við fiskistofna en fiskistofnum er einfaldlega ekki hægt að eyða með krókaveiðum. Mjög gott eftirlit er með þessum veiðum og slys þekkjast varla. Stjórnmál og efnahagsmál: strandveiðin skilar betri og gegnsærri skilum til samfélagsins, færri leiðum til svindls eða bókhaldsbrellna, meira velsæmi og minni mögulegri spillingu inn í stjórnmál. Þetta þýðir minna gap á milli fólks á Íslandi vegna óeðlilegrar auðsöfnunar fárra og sterkara samfélag. Eru þetta ekki nægar ástæður? Hver styður þetta ekki? Að lokum: það er engin ógn í því ef það ólíklega gerðist að fjölgun verði á þeim sem kaupi sér bát - sem einhverjir virðast óttast mjög - og fari á strandveiðar. Líkurnar á því eru hins vegar ekki miklar. Strandveiðar eru ekki fyrir alla, þetta er erfið vinna. En það á fortakslaust á að virða atvinnufrelsi þeirra okkar sem vilja stunda strandveiðar. Og það á strax, að lágmarki, að standa við það 48 daga viðmið sem var gert samkomulag um á grundvelli mannréttinda og voru sett í lög hér. Það á ekki að drepa því viðmiði á dreif með tæknilegum lagabrellum og undirróðri eða með tilraunum til að spilla á milli fólks eftir því hvar það býr. Horfum saman til heilbrigðara og réttlátara samfélags. Höfundur er strandveiðikona sem vinnur annars sem starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Við nánari umhugsun tel ég að ákvörðun ráðherra um að auka ekki í ár heimildir við okkur strandveiðifólkið reynist gott mál. 1. Ákvörðun ráðherra fær viðbrögð og víðtæka umræðu. Almenningur er bæði orðinn betur meðvitaður um okkur strandveiðifólkið og um ónýta tilhögun við stjórn fiskveiða. Takk fyrir það Svandís. 2. Réttlætisvitund okkar strandveiðifólks er klárlega að fá sameiningarkraft við þessa ákvörðun ráðherra. Svo aftur, takk Svandís fyrir þitt sameinandi framlag. Ég tel að framtíð strandveiða eigi að leiða utan kvótakerfisins, enda ógna þær ekki fiskistofnum. Strandveiðin er þannig einn þáttur sem bæði getur og á að tálga jafnóðum ofan af núverandi fiskveiðikerfi og inn í réttlátari kerfi með tímanum. Með strandveiði sem veiðiaðferð liggja svo margar góðar ástæður. Stóra samhengið er almenn mannréttindi og atvinnufrelsi. Byggðamál, bæði með efnahagslegri grósku inn í sveita- og bæjarsamfélög landsins og út frá almennum möguleikum fólks til að lifa þar sem það kýs og hafa þar vinnu. Sterkari og heilbrigðari fjölskyldur þar með betra mannlíf um allt land. Strandveiðar skapa mýmörg önnur störf við umsjón, flutning, sölu, markaðsmál, vinnslu, o.fl., sem koma öllum til góða. Minni ég hér á fréttir af fregnum af lokunum fiskbúða eftir stöðvun strandveiða í ár. Að ekki fæst nægilegur fiskur – hér á Íslandi – til að hafa þær opnar? Hvað finnst ykkur um það? Nei, strandveiðin tryggir stöðugra aðgengi kaupenda að ferskum fiski, raunar bæði hér á landi og víða erlendis. Umhverfismál: veiðiaðferðin veldur ekki skemmdum á sjávarbotni og þar með skaða á lífríki. Auðvitað er óþarfi að drepa tonnin af lífverum til að veiða nokkur tonn af öðrum eins og dæmi eru um við aðrar veiðiaðferðir. Strandveiðin tekur aðeins til sín þá fiska sem hún miðar að. Strandveiðin er einnig hagstæðari loftslagsmálum enda fara færri lítrar af olíu á hver hundrað veidd kíló við þær veiðar en við aðrar veiðar á sama fisk. Önnur mengun, nefni stórdrasl sem verður eftir óvart eða viljandi úti í hafinu, ónýt net og annað álíka, þetta fylgir ekki strandveiðum. Meðferð á fiski við veiðar, hann er skorinn mjög fljótt sem er mannúðlegast. Miklu minni hvati er til brottkasts á fiski við strandveiðar og þær eru ekki heldur ógn við fiskistofna en fiskistofnum er einfaldlega ekki hægt að eyða með krókaveiðum. Mjög gott eftirlit er með þessum veiðum og slys þekkjast varla. Stjórnmál og efnahagsmál: strandveiðin skilar betri og gegnsærri skilum til samfélagsins, færri leiðum til svindls eða bókhaldsbrellna, meira velsæmi og minni mögulegri spillingu inn í stjórnmál. Þetta þýðir minna gap á milli fólks á Íslandi vegna óeðlilegrar auðsöfnunar fárra og sterkara samfélag. Eru þetta ekki nægar ástæður? Hver styður þetta ekki? Að lokum: það er engin ógn í því ef það ólíklega gerðist að fjölgun verði á þeim sem kaupi sér bát - sem einhverjir virðast óttast mjög - og fari á strandveiðar. Líkurnar á því eru hins vegar ekki miklar. Strandveiðar eru ekki fyrir alla, þetta er erfið vinna. En það á fortakslaust á að virða atvinnufrelsi þeirra okkar sem vilja stunda strandveiðar. Og það á strax, að lágmarki, að standa við það 48 daga viðmið sem var gert samkomulag um á grundvelli mannréttinda og voru sett í lög hér. Það á ekki að drepa því viðmiði á dreif með tæknilegum lagabrellum og undirróðri eða með tilraunum til að spilla á milli fólks eftir því hvar það býr. Horfum saman til heilbrigðara og réttlátara samfélags. Höfundur er strandveiðikona sem vinnur annars sem starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar