Hafðu þökk fyrir að svelta strandveiðarnar Svandís Hallgerður Hauksdóttir skrifar 24. júlí 2023 17:00 Við nánari umhugsun tel ég að ákvörðun ráðherra um að auka ekki í ár heimildir við okkur strandveiðifólkið reynist gott mál. 1. Ákvörðun ráðherra fær viðbrögð og víðtæka umræðu. Almenningur er bæði orðinn betur meðvitaður um okkur strandveiðifólkið og um ónýta tilhögun við stjórn fiskveiða. Takk fyrir það Svandís. 2. Réttlætisvitund okkar strandveiðifólks er klárlega að fá sameiningarkraft við þessa ákvörðun ráðherra. Svo aftur, takk Svandís fyrir þitt sameinandi framlag. Ég tel að framtíð strandveiða eigi að leiða utan kvótakerfisins, enda ógna þær ekki fiskistofnum. Strandveiðin er þannig einn þáttur sem bæði getur og á að tálga jafnóðum ofan af núverandi fiskveiðikerfi og inn í réttlátari kerfi með tímanum. Með strandveiði sem veiðiaðferð liggja svo margar góðar ástæður. Stóra samhengið er almenn mannréttindi og atvinnufrelsi. Byggðamál, bæði með efnahagslegri grósku inn í sveita- og bæjarsamfélög landsins og út frá almennum möguleikum fólks til að lifa þar sem það kýs og hafa þar vinnu. Sterkari og heilbrigðari fjölskyldur þar með betra mannlíf um allt land. Strandveiðar skapa mýmörg önnur störf við umsjón, flutning, sölu, markaðsmál, vinnslu, o.fl., sem koma öllum til góða. Minni ég hér á fréttir af fregnum af lokunum fiskbúða eftir stöðvun strandveiða í ár. Að ekki fæst nægilegur fiskur – hér á Íslandi – til að hafa þær opnar? Hvað finnst ykkur um það? Nei, strandveiðin tryggir stöðugra aðgengi kaupenda að ferskum fiski, raunar bæði hér á landi og víða erlendis. Umhverfismál: veiðiaðferðin veldur ekki skemmdum á sjávarbotni og þar með skaða á lífríki. Auðvitað er óþarfi að drepa tonnin af lífverum til að veiða nokkur tonn af öðrum eins og dæmi eru um við aðrar veiðiaðferðir. Strandveiðin tekur aðeins til sín þá fiska sem hún miðar að. Strandveiðin er einnig hagstæðari loftslagsmálum enda fara færri lítrar af olíu á hver hundrað veidd kíló við þær veiðar en við aðrar veiðar á sama fisk. Önnur mengun, nefni stórdrasl sem verður eftir óvart eða viljandi úti í hafinu, ónýt net og annað álíka, þetta fylgir ekki strandveiðum. Meðferð á fiski við veiðar, hann er skorinn mjög fljótt sem er mannúðlegast. Miklu minni hvati er til brottkasts á fiski við strandveiðar og þær eru ekki heldur ógn við fiskistofna en fiskistofnum er einfaldlega ekki hægt að eyða með krókaveiðum. Mjög gott eftirlit er með þessum veiðum og slys þekkjast varla. Stjórnmál og efnahagsmál: strandveiðin skilar betri og gegnsærri skilum til samfélagsins, færri leiðum til svindls eða bókhaldsbrellna, meira velsæmi og minni mögulegri spillingu inn í stjórnmál. Þetta þýðir minna gap á milli fólks á Íslandi vegna óeðlilegrar auðsöfnunar fárra og sterkara samfélag. Eru þetta ekki nægar ástæður? Hver styður þetta ekki? Að lokum: það er engin ógn í því ef það ólíklega gerðist að fjölgun verði á þeim sem kaupi sér bát - sem einhverjir virðast óttast mjög - og fari á strandveiðar. Líkurnar á því eru hins vegar ekki miklar. Strandveiðar eru ekki fyrir alla, þetta er erfið vinna. En það á fortakslaust á að virða atvinnufrelsi þeirra okkar sem vilja stunda strandveiðar. Og það á strax, að lágmarki, að standa við það 48 daga viðmið sem var gert samkomulag um á grundvelli mannréttinda og voru sett í lög hér. Það á ekki að drepa því viðmiði á dreif með tæknilegum lagabrellum og undirróðri eða með tilraunum til að spilla á milli fólks eftir því hvar það býr. Horfum saman til heilbrigðara og réttlátara samfélags. Höfundur er strandveiðikona sem vinnur annars sem starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Við nánari umhugsun tel ég að ákvörðun ráðherra um að auka ekki í ár heimildir við okkur strandveiðifólkið reynist gott mál. 1. Ákvörðun ráðherra fær viðbrögð og víðtæka umræðu. Almenningur er bæði orðinn betur meðvitaður um okkur strandveiðifólkið og um ónýta tilhögun við stjórn fiskveiða. Takk fyrir það Svandís. 2. Réttlætisvitund okkar strandveiðifólks er klárlega að fá sameiningarkraft við þessa ákvörðun ráðherra. Svo aftur, takk Svandís fyrir þitt sameinandi framlag. Ég tel að framtíð strandveiða eigi að leiða utan kvótakerfisins, enda ógna þær ekki fiskistofnum. Strandveiðin er þannig einn þáttur sem bæði getur og á að tálga jafnóðum ofan af núverandi fiskveiðikerfi og inn í réttlátari kerfi með tímanum. Með strandveiði sem veiðiaðferð liggja svo margar góðar ástæður. Stóra samhengið er almenn mannréttindi og atvinnufrelsi. Byggðamál, bæði með efnahagslegri grósku inn í sveita- og bæjarsamfélög landsins og út frá almennum möguleikum fólks til að lifa þar sem það kýs og hafa þar vinnu. Sterkari og heilbrigðari fjölskyldur þar með betra mannlíf um allt land. Strandveiðar skapa mýmörg önnur störf við umsjón, flutning, sölu, markaðsmál, vinnslu, o.fl., sem koma öllum til góða. Minni ég hér á fréttir af fregnum af lokunum fiskbúða eftir stöðvun strandveiða í ár. Að ekki fæst nægilegur fiskur – hér á Íslandi – til að hafa þær opnar? Hvað finnst ykkur um það? Nei, strandveiðin tryggir stöðugra aðgengi kaupenda að ferskum fiski, raunar bæði hér á landi og víða erlendis. Umhverfismál: veiðiaðferðin veldur ekki skemmdum á sjávarbotni og þar með skaða á lífríki. Auðvitað er óþarfi að drepa tonnin af lífverum til að veiða nokkur tonn af öðrum eins og dæmi eru um við aðrar veiðiaðferðir. Strandveiðin tekur aðeins til sín þá fiska sem hún miðar að. Strandveiðin er einnig hagstæðari loftslagsmálum enda fara færri lítrar af olíu á hver hundrað veidd kíló við þær veiðar en við aðrar veiðar á sama fisk. Önnur mengun, nefni stórdrasl sem verður eftir óvart eða viljandi úti í hafinu, ónýt net og annað álíka, þetta fylgir ekki strandveiðum. Meðferð á fiski við veiðar, hann er skorinn mjög fljótt sem er mannúðlegast. Miklu minni hvati er til brottkasts á fiski við strandveiðar og þær eru ekki heldur ógn við fiskistofna en fiskistofnum er einfaldlega ekki hægt að eyða með krókaveiðum. Mjög gott eftirlit er með þessum veiðum og slys þekkjast varla. Stjórnmál og efnahagsmál: strandveiðin skilar betri og gegnsærri skilum til samfélagsins, færri leiðum til svindls eða bókhaldsbrellna, meira velsæmi og minni mögulegri spillingu inn í stjórnmál. Þetta þýðir minna gap á milli fólks á Íslandi vegna óeðlilegrar auðsöfnunar fárra og sterkara samfélag. Eru þetta ekki nægar ástæður? Hver styður þetta ekki? Að lokum: það er engin ógn í því ef það ólíklega gerðist að fjölgun verði á þeim sem kaupi sér bát - sem einhverjir virðast óttast mjög - og fari á strandveiðar. Líkurnar á því eru hins vegar ekki miklar. Strandveiðar eru ekki fyrir alla, þetta er erfið vinna. En það á fortakslaust á að virða atvinnufrelsi þeirra okkar sem vilja stunda strandveiðar. Og það á strax, að lágmarki, að standa við það 48 daga viðmið sem var gert samkomulag um á grundvelli mannréttinda og voru sett í lög hér. Það á ekki að drepa því viðmiði á dreif með tæknilegum lagabrellum og undirróðri eða með tilraunum til að spilla á milli fólks eftir því hvar það býr. Horfum saman til heilbrigðara og réttlátara samfélags. Höfundur er strandveiðikona sem vinnur annars sem starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun