Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2023 07:42 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann krefur hana svara við ýmsum spurningum er lúta að hvalveiðibanni hennar. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. Reglugerðin umdeilda var birt og tók gildi sama dag og fundur ríkisstjórnar var haldinn þar sem Svandís greindi frá ákvörðun sinni. Morgunblaðið fjallar um málið í dag og hefur bréfið undir höndum. Blaðið segir að í bréfi sínu bendi umboðsmaður á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem sé í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla og þannig komist hjá því að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem lög mæla fyrir um. Spurningaflóð umboðsmanns Þá krefur umboðsmaður ráðherrann svara við ýmsum spurningum er lúti að málinu. Hann spyr hvort reglugerðin sé byggð á sjónarmiðum um velferð dýra en um hana gildi sérstök lög. Samkvæmt þeim sé ráðherra falið að setja í reglugerð nánari ákvæði um veiðiaðferðir í samráði við þann ráðherra sem fer með stjórn veiða á villtum fuglum og spendýrum, sem er umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra. Þá telur umboðsmaður nauðsynlegt að setja reglugerð um veiðiaðferðir til að tryggja að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi sem minnstum sársauka. Því óskar hann skýringa á því hvort heimilt hafi verið að byggja reglugerðina um veiðibann á ákvæðum laga um hvalveiðar en ekki á lögum um velferð dýra. Einnig spyr umboðsmaður hvernig álit fagráðs um velferð dýra hafi orðið til þess að ráðherra gaf út reglugerð á grundvelli laga um hvalveiðar en horfði ekki til úrræða Matvælastofnunar í málinu. Ekki verði séð að hlutverk fagráðsins sé að vera matvælaráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laga á sviði sjávarútvegsmála. Þá spyr hann af hverju umsögn fagráðs um málið hafi ekki verið borin undir Matvælastofnun áður en ákvörðun um reglugerðarsetninguna var tekin og hvernig það geti samrýmst reglum stjórnsýsluréttar og sjónarmiðum um vandaða stjórnsýsluhætti. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinstri græn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. 23. júní 2023 16:31 Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. 20. júní 2023 13:26 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Reglugerðin umdeilda var birt og tók gildi sama dag og fundur ríkisstjórnar var haldinn þar sem Svandís greindi frá ákvörðun sinni. Morgunblaðið fjallar um málið í dag og hefur bréfið undir höndum. Blaðið segir að í bréfi sínu bendi umboðsmaður á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem sé í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla og þannig komist hjá því að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem lög mæla fyrir um. Spurningaflóð umboðsmanns Þá krefur umboðsmaður ráðherrann svara við ýmsum spurningum er lúti að málinu. Hann spyr hvort reglugerðin sé byggð á sjónarmiðum um velferð dýra en um hana gildi sérstök lög. Samkvæmt þeim sé ráðherra falið að setja í reglugerð nánari ákvæði um veiðiaðferðir í samráði við þann ráðherra sem fer með stjórn veiða á villtum fuglum og spendýrum, sem er umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra. Þá telur umboðsmaður nauðsynlegt að setja reglugerð um veiðiaðferðir til að tryggja að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi sem minnstum sársauka. Því óskar hann skýringa á því hvort heimilt hafi verið að byggja reglugerðina um veiðibann á ákvæðum laga um hvalveiðar en ekki á lögum um velferð dýra. Einnig spyr umboðsmaður hvernig álit fagráðs um velferð dýra hafi orðið til þess að ráðherra gaf út reglugerð á grundvelli laga um hvalveiðar en horfði ekki til úrræða Matvælastofnunar í málinu. Ekki verði séð að hlutverk fagráðsins sé að vera matvælaráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laga á sviði sjávarútvegsmála. Þá spyr hann af hverju umsögn fagráðs um málið hafi ekki verið borin undir Matvælastofnun áður en ákvörðun um reglugerðarsetninguna var tekin og hvernig það geti samrýmst reglum stjórnsýsluréttar og sjónarmiðum um vandaða stjórnsýsluhætti.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinstri græn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. 23. júní 2023 16:31 Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. 20. júní 2023 13:26 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. 23. júní 2023 16:31
Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. 20. júní 2023 13:26
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53