Hjáróma heróp ríkisstjórnarandstæðinga Tómas Ellert Tómasson skrifar 27. júlí 2023 07:12 Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll. Hvað gengur þessum mönnum til? Þessum mönnum gengur það eitt til að viðhalda sínum störfum og sinna félaga sem atvinnupólitíkusar með í kringum 1.500 þkr. á mánuði. Þeir kitla því reglulega sína stuðningsmenn og kjósendur Sjálfstæðisflokksins með slíkum „uppþotum“ eins og kennt er í stjórnmálaskólanum í Valhöll. Láta stuðningsmennina halda að það sé allt í kei, Sjálfstæðisflokkurinn sé á góðu rönni vegna þess að þeir halda uppi gagnrýninni umræðu á ríkistjórnarsamstarfið og haldi forystu flokksins við efnið. Það er allskostar rangt kæri lesandi. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar ekkert á þessa menn. Og þau hlusta ekkert á þig ef þú ert borgaralega þenkjandi. Það eina sem þetta ríkisstjórnarsamstarf snýst um eru ráðherrastólar og þægindin sem því fylgja, s.s. einkabílstjórar og matarboð. Annað er það ekki. Nema jú, kannski smá bitlingar hér og þar til vina og nákominna. Húsbóndahollusta er heimska Húsbóndahollusta er heimska, kjóstu með hagsmunum þínum sagði amma eitt sinn við mig er ég var ungur drengur. Hún vissi sínu viti. Uppalin á Norðfirði. Litlu Moskvu. Hún lét aldrei uppi hvað hún kaus í alþingiskosningum en ég er viss um að í hvert sinn kaus hún með hagsmunum sínum. Og ég veit að hún hélt ekki með Arsenal í enska boltanum. Það eru um sex ár síðan að ég sagði bless við Sjálfstæðisflokkinn og gerðist stofnfélagi í Miðflokknum. Af hverju gerði ég það? Ég gerði það vegna þess að ég var á sama stað og þessir tveir fyrstnefndu mætu menn. Sjálfstæðisflokkurinn á þeim tíma var orðinn og er enn flokkur ódýrra orða og án gjörða á borði. Þannig hafði flokkurinn starfað í nokkur undanfarin ár áður en ég yfirgaf hann. Borgaralega þenkjandi gangi til liðs við Miðflokkinn Miðflokkurinn var stofnaður til að fylla upp í sístækkandi gap í íslenskum stjórnmálum sem aðrir flokkar höfðu ekki sinnt og gera reyndar ekki enn, nema þá helst í hátíðarræðum og í fagurgölum stundarfjórðungi fyrir kosningar. Miðflokkurinn var aftur á móti stofnaður til að vinna að og veita íslenskri þjóð stöðugleika og einnig að standa vörð um hefðbundin grunngildi s.s. að verja fullveldið og innlenda framleiðslu fyrir ágangi erlendra þjóða og íslenskra gróðapunga, en um leið vera flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Stefnan var nefnd skynsemishyggja, sem skyldi gilda fyrir Ísland allt. Áhersla yrði lögð á byggða- og landbúnaðarmál í anda stefnu skandinavískra miðflokka. Miðflokkurinn var sem sagt stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Hættið þessum hjáróma herópum mínir fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum sem eruð komnir með gubbuna upp í háls af þessu ríkisstjórnarsamstarfi og forystu flokksins, látið verkin tala og gangið til liðs við okkur í Miðflokknum. „Let's call it a day“ Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll. Hvað gengur þessum mönnum til? Þessum mönnum gengur það eitt til að viðhalda sínum störfum og sinna félaga sem atvinnupólitíkusar með í kringum 1.500 þkr. á mánuði. Þeir kitla því reglulega sína stuðningsmenn og kjósendur Sjálfstæðisflokksins með slíkum „uppþotum“ eins og kennt er í stjórnmálaskólanum í Valhöll. Láta stuðningsmennina halda að það sé allt í kei, Sjálfstæðisflokkurinn sé á góðu rönni vegna þess að þeir halda uppi gagnrýninni umræðu á ríkistjórnarsamstarfið og haldi forystu flokksins við efnið. Það er allskostar rangt kæri lesandi. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar ekkert á þessa menn. Og þau hlusta ekkert á þig ef þú ert borgaralega þenkjandi. Það eina sem þetta ríkisstjórnarsamstarf snýst um eru ráðherrastólar og þægindin sem því fylgja, s.s. einkabílstjórar og matarboð. Annað er það ekki. Nema jú, kannski smá bitlingar hér og þar til vina og nákominna. Húsbóndahollusta er heimska Húsbóndahollusta er heimska, kjóstu með hagsmunum þínum sagði amma eitt sinn við mig er ég var ungur drengur. Hún vissi sínu viti. Uppalin á Norðfirði. Litlu Moskvu. Hún lét aldrei uppi hvað hún kaus í alþingiskosningum en ég er viss um að í hvert sinn kaus hún með hagsmunum sínum. Og ég veit að hún hélt ekki með Arsenal í enska boltanum. Það eru um sex ár síðan að ég sagði bless við Sjálfstæðisflokkinn og gerðist stofnfélagi í Miðflokknum. Af hverju gerði ég það? Ég gerði það vegna þess að ég var á sama stað og þessir tveir fyrstnefndu mætu menn. Sjálfstæðisflokkurinn á þeim tíma var orðinn og er enn flokkur ódýrra orða og án gjörða á borði. Þannig hafði flokkurinn starfað í nokkur undanfarin ár áður en ég yfirgaf hann. Borgaralega þenkjandi gangi til liðs við Miðflokkinn Miðflokkurinn var stofnaður til að fylla upp í sístækkandi gap í íslenskum stjórnmálum sem aðrir flokkar höfðu ekki sinnt og gera reyndar ekki enn, nema þá helst í hátíðarræðum og í fagurgölum stundarfjórðungi fyrir kosningar. Miðflokkurinn var aftur á móti stofnaður til að vinna að og veita íslenskri þjóð stöðugleika og einnig að standa vörð um hefðbundin grunngildi s.s. að verja fullveldið og innlenda framleiðslu fyrir ágangi erlendra þjóða og íslenskra gróðapunga, en um leið vera flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Stefnan var nefnd skynsemishyggja, sem skyldi gilda fyrir Ísland allt. Áhersla yrði lögð á byggða- og landbúnaðarmál í anda stefnu skandinavískra miðflokka. Miðflokkurinn var sem sagt stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Hættið þessum hjáróma herópum mínir fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum sem eruð komnir með gubbuna upp í háls af þessu ríkisstjórnarsamstarfi og forystu flokksins, látið verkin tala og gangið til liðs við okkur í Miðflokknum. „Let's call it a day“ Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun