Lömbin þagna Tómas Ellert: Tómasson skrifar 3. ágúst 2023 08:00 Ýmsir þingmenn, ráðherrar og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar hafa undanfarið verið að tjá sig um núverandi ríkisstjórnarsamstarf á hinum ýmsu miðlum. Ráðherrarnir sem náðst hefur til eru vel sáttir með samstarfið og þau fríðindi sem stólarnir veita þeim. Hinir láta svo líta út fyrir að vera argir út í aðild sína og síns flokks að samstarfinu og hafa látið púðurskotin dynja á flokk sínum, samstarfsflokkum og jafnvel á sjálfum sér. Það virðist einnig sammerkt þeim sem tilheyra ríkisstjórnarflokkunum að þeir telji samstarfið mikilvægara fyrir þjóðina en þjóðin sjálf telur það vera. Það hafa skoðanakannanir sýnt að undanförnu. Um margt minnir orðræða og hegðun stjórnarliða á geitunginn sem var að fljúga yfir tún eitt að sumarlagi. Geitungurinn var þreyttur og til að hvíla sig settist hann á oddinn á einu horni nauts sem stóð þar og tuggði gras í mestu makindum. Eftir að geitungurinn hafði hvílt sig stutta stund á horninu bjóst hann til flugs. En áður en hann fór bað hann nautið afsökunar á því að hafa notað hornið hans sem hvíldarstað. „Þú hlýtur að vera mjög ánægður með að ég sé á förum,“ sagði hann. „Ekkert breyst hjá mér,“ svaraði nautið. „Ég vissi ekki einu sinni að þú værir þarna.“ Eða með öðrum orðum, ríkisstjórnin sér sjálfa sig stærri og mikilvægari fyrir þjóðina með sínum augum en þjóðin sér hana með sínum eigin augum. Og krafturinn í púðurskotunum fer einnig hratt dvínandi líkt og eldgosið við Litla hrút. Lömbunum hefur nefnilega verið skipað að þagna. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ýmsir þingmenn, ráðherrar og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar hafa undanfarið verið að tjá sig um núverandi ríkisstjórnarsamstarf á hinum ýmsu miðlum. Ráðherrarnir sem náðst hefur til eru vel sáttir með samstarfið og þau fríðindi sem stólarnir veita þeim. Hinir láta svo líta út fyrir að vera argir út í aðild sína og síns flokks að samstarfinu og hafa látið púðurskotin dynja á flokk sínum, samstarfsflokkum og jafnvel á sjálfum sér. Það virðist einnig sammerkt þeim sem tilheyra ríkisstjórnarflokkunum að þeir telji samstarfið mikilvægara fyrir þjóðina en þjóðin sjálf telur það vera. Það hafa skoðanakannanir sýnt að undanförnu. Um margt minnir orðræða og hegðun stjórnarliða á geitunginn sem var að fljúga yfir tún eitt að sumarlagi. Geitungurinn var þreyttur og til að hvíla sig settist hann á oddinn á einu horni nauts sem stóð þar og tuggði gras í mestu makindum. Eftir að geitungurinn hafði hvílt sig stutta stund á horninu bjóst hann til flugs. En áður en hann fór bað hann nautið afsökunar á því að hafa notað hornið hans sem hvíldarstað. „Þú hlýtur að vera mjög ánægður með að ég sé á förum,“ sagði hann. „Ekkert breyst hjá mér,“ svaraði nautið. „Ég vissi ekki einu sinni að þú værir þarna.“ Eða með öðrum orðum, ríkisstjórnin sér sjálfa sig stærri og mikilvægari fyrir þjóðina með sínum augum en þjóðin sér hana með sínum eigin augum. Og krafturinn í púðurskotunum fer einnig hratt dvínandi líkt og eldgosið við Litla hrút. Lömbunum hefur nefnilega verið skipað að þagna. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar