Leikþáttur í boði stjórnvalda Eyþór Kristjánsson skrifar 8. ágúst 2023 08:01 Nú er verslunarmannahelgin yfirstaðin og hefur fólk víða um land skemmt sér konunglega og fagnað helginni með pompi og prakt. Ýmsar vangaveltur brenna á höfundi þessa dagana sem tengjast auglýsingum vímuefna. Höfundur hefur ekki lagt það í vana sinn að skipta sér af því hvað fólk gerir á meðan það særir ekki aðra. Einnig hefur höfundur notað vörurnar sem fjallað verður um hér að neðan og hefur ekkert á móti sölu þeirra. Á Íslandi er þó ólöglegt að auglýsa áfengi og tóbaksvörur, þá væntanlega til að standa undir lýðheilsumarkmiði sem við höfum ákveðið að setja okkur. Hins vegar finnst höfundi eðlilegt að leggja fram eina einfalda spurningu sem varðar auglýsingar á áfengi og eða nikótínvörum því höfundi telur þetta vera leikþátt af hálfu stjórnvalda og auglýsendur og almenningur leikarar. Hvort viljum við að það sé löglegt eða ólöglegt að auglýsa áfengi eða tóbaks/nikótínvörur? Á bak við þessa spurningu eru ýmis konar sjónarhorn eins og þau sem varða lýðheilsustefnu, frelsi einstaklinga og atvinnurekanda til að vera samkeppnishæf við erlenda aðila og þar fram á eftir götunum. Einnig eru hagsmunaaðilar háðir auglýsingatekjum frá framleiðendum og auglýsendum sem vilja auka sölu á sínum vörum. Þá umræðu leggur höfundur ekkert sérstakt mat á en furðar sig á þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir í dag. Eðlilegt er að lagaramminn í kringum þessar vörur sé skýr og ekki sé verið að auglýsa vímuefni undir rós. Almenningur áttar sig vel á því hvað er verið að selja. Í tugi ára hafa innlendir bjórframleiðendur auglýst sínar vörur undir formerkjum þess að þau séu að auglýsa vatn með bjórbragði sem þeir kalla „léttöl“. Alls ekki bjór! Þetta er orðið svo rótgróið í íslenskri menningu að allir þekkja þessa undankomuleið markaðsmanna. Nýverið var Thule að birta auglýsingar sínar sem hljóða þannig: ,,Á ekkert að fá sér?” með brosandi leikara sem horfir á sig í spegli, en glöggir áhorfendur sjá þó að neðarlega í hægra horninu í leturstærð 6 er um léttöl að ræða, en ekki áfengan drykk. Markaðsherferðir eins og þessar hafa því hlutverki að gegna að styrkja vörumerkið í hug neytenda og á endanum leiða til aukinnar sölu á vörunni er um ræðir. Önnur auglýsing hjá vörumerki sem hefur verið í veldisvexti er frá Svens. Þar er fígúra sem er glaðlegur nýtískulegur ljóshærður millistéttarhipster frá Svíðþjóð sem selur fólki nikótínpúða og er “alltaf brä”. Ef marka má ársreikning félagsins sem nálgast má hjá vefsvæði skattsins þá voru rekstrartekjur þess 870 milljónir króna árið 2021. Virðist mjög mikið fyrir einungis einn af nikótínpúðasmásölum landsins. Stefán Pálmason, sérfræðingur í lyflækningum munnhols, sagði í nýlegu viðtali að sú vara væri mögulega verri en íslenska neftóbakið. Af hverju er í lagi að auglýsa nikótínpúða en ekki íslenskar neftóbaksdollur? Eru þær vörur eitthvað síðri? Hver er raunverulegi munurinn? Víðfeðmni nikótínrisanna er að gerjast inn í íslenskt menningarlíf í formi Sven. Höfundur vill því endurtaka spurninguna, ætti það að vera löglegt eða ólöglegt? Hvert er markmið fyrirtækis annað en að hámarka arðsemi af þeirra vinnu og peninga sem þau hafa sett í reksturinn? Finnst okkur eðlilegt að fyrirtækið auglýsir sitt vörumerki með unglinga og/eða ungmenni sem sinn helsta markhóp? Eða eigum við kannski að láta eins og Sven, ungi og töff maðurinn á brimþotu (e. jetski) í markaðsefni þeirra, sé sko einungis ætlað að vera töff fyrir 18 ára og eldri og ekkert óeðlilegt sé við slíkar auglýsingar. Hvort ættu slíkar auglýsingar að vera löglegar eða ekki? Hvað finnst markaðsmönnum? Hvað finnst alþingismönnum? Hvað finnst lýðheilsuvísindafólki? Hvað finnst almenningi? Höfundur er Viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Nú er verslunarmannahelgin yfirstaðin og hefur fólk víða um land skemmt sér konunglega og fagnað helginni með pompi og prakt. Ýmsar vangaveltur brenna á höfundi þessa dagana sem tengjast auglýsingum vímuefna. Höfundur hefur ekki lagt það í vana sinn að skipta sér af því hvað fólk gerir á meðan það særir ekki aðra. Einnig hefur höfundur notað vörurnar sem fjallað verður um hér að neðan og hefur ekkert á móti sölu þeirra. Á Íslandi er þó ólöglegt að auglýsa áfengi og tóbaksvörur, þá væntanlega til að standa undir lýðheilsumarkmiði sem við höfum ákveðið að setja okkur. Hins vegar finnst höfundi eðlilegt að leggja fram eina einfalda spurningu sem varðar auglýsingar á áfengi og eða nikótínvörum því höfundi telur þetta vera leikþátt af hálfu stjórnvalda og auglýsendur og almenningur leikarar. Hvort viljum við að það sé löglegt eða ólöglegt að auglýsa áfengi eða tóbaks/nikótínvörur? Á bak við þessa spurningu eru ýmis konar sjónarhorn eins og þau sem varða lýðheilsustefnu, frelsi einstaklinga og atvinnurekanda til að vera samkeppnishæf við erlenda aðila og þar fram á eftir götunum. Einnig eru hagsmunaaðilar háðir auglýsingatekjum frá framleiðendum og auglýsendum sem vilja auka sölu á sínum vörum. Þá umræðu leggur höfundur ekkert sérstakt mat á en furðar sig á þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir í dag. Eðlilegt er að lagaramminn í kringum þessar vörur sé skýr og ekki sé verið að auglýsa vímuefni undir rós. Almenningur áttar sig vel á því hvað er verið að selja. Í tugi ára hafa innlendir bjórframleiðendur auglýst sínar vörur undir formerkjum þess að þau séu að auglýsa vatn með bjórbragði sem þeir kalla „léttöl“. Alls ekki bjór! Þetta er orðið svo rótgróið í íslenskri menningu að allir þekkja þessa undankomuleið markaðsmanna. Nýverið var Thule að birta auglýsingar sínar sem hljóða þannig: ,,Á ekkert að fá sér?” með brosandi leikara sem horfir á sig í spegli, en glöggir áhorfendur sjá þó að neðarlega í hægra horninu í leturstærð 6 er um léttöl að ræða, en ekki áfengan drykk. Markaðsherferðir eins og þessar hafa því hlutverki að gegna að styrkja vörumerkið í hug neytenda og á endanum leiða til aukinnar sölu á vörunni er um ræðir. Önnur auglýsing hjá vörumerki sem hefur verið í veldisvexti er frá Svens. Þar er fígúra sem er glaðlegur nýtískulegur ljóshærður millistéttarhipster frá Svíðþjóð sem selur fólki nikótínpúða og er “alltaf brä”. Ef marka má ársreikning félagsins sem nálgast má hjá vefsvæði skattsins þá voru rekstrartekjur þess 870 milljónir króna árið 2021. Virðist mjög mikið fyrir einungis einn af nikótínpúðasmásölum landsins. Stefán Pálmason, sérfræðingur í lyflækningum munnhols, sagði í nýlegu viðtali að sú vara væri mögulega verri en íslenska neftóbakið. Af hverju er í lagi að auglýsa nikótínpúða en ekki íslenskar neftóbaksdollur? Eru þær vörur eitthvað síðri? Hver er raunverulegi munurinn? Víðfeðmni nikótínrisanna er að gerjast inn í íslenskt menningarlíf í formi Sven. Höfundur vill því endurtaka spurninguna, ætti það að vera löglegt eða ólöglegt? Hvert er markmið fyrirtækis annað en að hámarka arðsemi af þeirra vinnu og peninga sem þau hafa sett í reksturinn? Finnst okkur eðlilegt að fyrirtækið auglýsir sitt vörumerki með unglinga og/eða ungmenni sem sinn helsta markhóp? Eða eigum við kannski að láta eins og Sven, ungi og töff maðurinn á brimþotu (e. jetski) í markaðsefni þeirra, sé sko einungis ætlað að vera töff fyrir 18 ára og eldri og ekkert óeðlilegt sé við slíkar auglýsingar. Hvort ættu slíkar auglýsingar að vera löglegar eða ekki? Hvað finnst markaðsmönnum? Hvað finnst alþingismönnum? Hvað finnst lýðheilsuvísindafólki? Hvað finnst almenningi? Höfundur er Viðskiptafræðingur.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar