Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 12:00 Á síðasta ári varð mikil aukning flóttafólks á Íslandi. 3500 einstaklingar fengu alþjóðlega vernd, 70% komu frá Úkraínu, 20% komu frá Venesúela og 10% komu frá öðrum löndum. Árið 2021 fengu 500 einstaklingar alþjóðlega vernd, svo þetta er augljós aukning, en hún er aðallega tengd átökunum í Úkraínu. Stjórnvöld gerðu flóttafólki frá Úkraínu auðvelt að fá alþjóðlega vernd hér á landi og þegar átökin hófust sýndu margir Íslendingar flóttafólki frá Úkraínu stuðning í orði og verki. Fólksflutningar hafa alltaf fylgt mannkyninu og þeir taka aldrei enda. Fólksflutningar vegna neyðar hafa aukist gífurlega og í dag eru yfir 108 milljónir einstaklinga á flótta um allan heim. 70% þeirra sem eru á flótta búa í nágrannaríkjunum heimalanda sinna, en lítill hluti af stóra menginu kemur hingað til Íslands og til Evrópu almennt. Fjölmenning fer hvergi Flóttafólk, eins og annað fólk í nútíma samfélögum, er allskonar. Það hefur mismunandi bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, gildi og venjur – alveg eins og annað fólk í íslensku samfélagi. Umræðan um flóttafólk er þó oft heldur einsleit og neikvæð. Auðvitað er mjög mikilvægt að ræða málin, en oft og tíðum er ekki verið að ræða staðreyndir, heldur mýtur og sögusagnir. Fordómar geta valdið því að fólk sem verður fyrir þeim einangrast og þegar fólk upplifir sig ekki sem hluta af samfélaginu getur það skapað gremju og sú gremja getur stundum skapað samfélagsleg vandamál. Við þurfum að horfast í augu við að í flestum löndum heims er fjölmenning orðin staðreynd og að sama þróun hefur átt sér stað hérlendis. Íslenskt samfélag mun aldrei aftur verða eins einsleitt og það var áður fyrr, ekki frekar en flest önnur samfélög heimsins. Í ljósi þess er skynsamlegast að bjóða flóttafólk velkomið í íslenskt samfélag og vinna að því að það verði virkir þátttakendur í íslensku samfélagi, rödd þess heyrist og að það upplifi sig ekki á jaðrinum. Gagnkvæm aðlögun skilar góðu samfélagi Rauði krossinn á Íslandi sinnir ýmsum verkefnum þegar kemur að flóttafólki, en meginstefið er að aðstoða flóttafólk við gagnkvæma aðlögun og inngildingu í íslenskt samfélag. Gagnkvæm aðlögun er lykillinn að góðu samfélagi og við á Íslandi höfum tækifæri til sinna henni vel. Gagnkvæm aðlögun þýðir að Íslendingar kynna sín gildi og félagslegu venjur fyrir þeim sem eru nýir í samfélaginu ásamt því að upplýsa fólk um samfélagið og kerfið í heild sinni. Á sama tíma fær fólk sem er nýtt í landinu að tjá sig um sinn bakgrunn og gildi, svo fólk skilji hvort annað betur. Leiðsöguvina- og tungumálavinaverkefni Rauða krossins skapa kjörið tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun og Rauði krossinn er alltaf í leit að góðu fólk til að gerast sjálfboðaliðar fyrir verkefnin. Í verkefnunum eru Íslendingar tengdir við flóttafólk og svo hittast þau reglulega í sex mánuði. Sjálfboðaliðar fá einnig þjálfun í sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk og grunnþjálfun í starfi Rauða krossins. Við hvetjum öll til að taka þátt í að kynna íslenskt samfélag fyrir nýjum íbúum landsins og fá um leið að kynnast nýju fólki sem hefur upp á svo margt að bjóða. Fólk sem er flóttafólk er um leið bara fólk. Hægt er að kynna sér verkefnin og skrá sig sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is og núna 17. ágúst fer einmitt fram námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja veita flóttafólki stuðning, svo þetta er frábær tími til að slást í lið með okkur. -- Án stuðnings Mannvina gæti Rauði krossinn á Íslandi ekki sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur. Höfundur er teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá höfuðborgardeild Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Fjölmenning Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári varð mikil aukning flóttafólks á Íslandi. 3500 einstaklingar fengu alþjóðlega vernd, 70% komu frá Úkraínu, 20% komu frá Venesúela og 10% komu frá öðrum löndum. Árið 2021 fengu 500 einstaklingar alþjóðlega vernd, svo þetta er augljós aukning, en hún er aðallega tengd átökunum í Úkraínu. Stjórnvöld gerðu flóttafólki frá Úkraínu auðvelt að fá alþjóðlega vernd hér á landi og þegar átökin hófust sýndu margir Íslendingar flóttafólki frá Úkraínu stuðning í orði og verki. Fólksflutningar hafa alltaf fylgt mannkyninu og þeir taka aldrei enda. Fólksflutningar vegna neyðar hafa aukist gífurlega og í dag eru yfir 108 milljónir einstaklinga á flótta um allan heim. 70% þeirra sem eru á flótta búa í nágrannaríkjunum heimalanda sinna, en lítill hluti af stóra menginu kemur hingað til Íslands og til Evrópu almennt. Fjölmenning fer hvergi Flóttafólk, eins og annað fólk í nútíma samfélögum, er allskonar. Það hefur mismunandi bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, gildi og venjur – alveg eins og annað fólk í íslensku samfélagi. Umræðan um flóttafólk er þó oft heldur einsleit og neikvæð. Auðvitað er mjög mikilvægt að ræða málin, en oft og tíðum er ekki verið að ræða staðreyndir, heldur mýtur og sögusagnir. Fordómar geta valdið því að fólk sem verður fyrir þeim einangrast og þegar fólk upplifir sig ekki sem hluta af samfélaginu getur það skapað gremju og sú gremja getur stundum skapað samfélagsleg vandamál. Við þurfum að horfast í augu við að í flestum löndum heims er fjölmenning orðin staðreynd og að sama þróun hefur átt sér stað hérlendis. Íslenskt samfélag mun aldrei aftur verða eins einsleitt og það var áður fyrr, ekki frekar en flest önnur samfélög heimsins. Í ljósi þess er skynsamlegast að bjóða flóttafólk velkomið í íslenskt samfélag og vinna að því að það verði virkir þátttakendur í íslensku samfélagi, rödd þess heyrist og að það upplifi sig ekki á jaðrinum. Gagnkvæm aðlögun skilar góðu samfélagi Rauði krossinn á Íslandi sinnir ýmsum verkefnum þegar kemur að flóttafólki, en meginstefið er að aðstoða flóttafólk við gagnkvæma aðlögun og inngildingu í íslenskt samfélag. Gagnkvæm aðlögun er lykillinn að góðu samfélagi og við á Íslandi höfum tækifæri til sinna henni vel. Gagnkvæm aðlögun þýðir að Íslendingar kynna sín gildi og félagslegu venjur fyrir þeim sem eru nýir í samfélaginu ásamt því að upplýsa fólk um samfélagið og kerfið í heild sinni. Á sama tíma fær fólk sem er nýtt í landinu að tjá sig um sinn bakgrunn og gildi, svo fólk skilji hvort annað betur. Leiðsöguvina- og tungumálavinaverkefni Rauða krossins skapa kjörið tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun og Rauði krossinn er alltaf í leit að góðu fólk til að gerast sjálfboðaliðar fyrir verkefnin. Í verkefnunum eru Íslendingar tengdir við flóttafólk og svo hittast þau reglulega í sex mánuði. Sjálfboðaliðar fá einnig þjálfun í sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk og grunnþjálfun í starfi Rauða krossins. Við hvetjum öll til að taka þátt í að kynna íslenskt samfélag fyrir nýjum íbúum landsins og fá um leið að kynnast nýju fólki sem hefur upp á svo margt að bjóða. Fólk sem er flóttafólk er um leið bara fólk. Hægt er að kynna sér verkefnin og skrá sig sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is og núna 17. ágúst fer einmitt fram námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja veita flóttafólki stuðning, svo þetta er frábær tími til að slást í lið með okkur. -- Án stuðnings Mannvina gæti Rauði krossinn á Íslandi ekki sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur. Höfundur er teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá höfuðborgardeild Rauða krossins á Íslandi.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun