Öðlaðist aftur trú á mannkynið á Fiskideginum mikla Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 12:23 Fimm fræknir gestir Fiskidagsins mikla. Það mætti halda að þau væru á samningi hjá 66°N. Viktor Freyr Tugir þúsunda sóttu Fiskidaginn mikla á Dalvík um helgina og gengu hátíðarhöld vel að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hátíðin náði hápunkti í gærkvöldi með flugeldasýningu og einkenndi gleði mannskapinn. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir hátíðarhöld helgarinnar hafa gengið vel. Mikið hafi verið um að vera í bænum og þétt dagskrá á þremur sviðum. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sama þegar ég fór á lögreglufund í morgun þá gekk mjög vel og ég er voðalega glaður,“ segir Júlíus. Fjöldi gesta sé ekki kominn á hreint en líklegt sé að um þrjátíu þúsund manns hafi heimsótt bæinn. „Dagurinn í gær var frábær og tónleikarnir og flugeldasýningin,“ segir Júlíu glaður í bragði. Vinur hans hafi heyrt mann sem stóð fyrir aftan hann segja: „Vá, ég hef aldrei á ævi minni brosað jafn mikið á einum degi.“ „Það er voðalega gott fyrir okkur að heyra svona í lokin,“ segir Júlíus. Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Gestir hátíðarinnar í ár hafi verið ansi snyrtilegir. „Þegar ég horfði á mestan hluta bæjarins, langstærstan hluta bæjarins þá fékk ég aftur trú á mannkynið,“ segir Júlíus og bendir á að gestirnir hafi verið snyrtilegir og gengið vel um. „Frábærir gestir og fólk gekk vel um og var að virða hvort annað.“ Þrátt fyrir að Fiskideginum mikla sé formlega lokið sé mikil vinna fyrir höndum. Mikill frágangur sé eftir og skráning sem aðstoði við skipulagningu á Fiskideginum mikla að ári liðnu. Að neðan má sjá myndir sem Viktor Freyr tók af tónleikagestum í gærkvöldi. Þessir skemmtu sér ljómandi vel.Viktor Freyr Tvö í góðum gír.Viktor Freyr Þessir gestir komu sér fyrir nálægt sviðinu.Viktor Freyr Rétt upp hönd sem finnst gaman!Viktor Freyr Stuð og stemmning. Bros á hverju andliti.Viktor Freyr Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Tveir söngfuglar í góðum gír.Viktor Freyr Tveir í góðum gír.Viktor Freyr Lopapeysan kom sér vel hjá þessum.Viktor Freyr Stuð og stemmning hjá ungum sem öldnum.Viktor Freyr Gestir voru flestir með húfur eða ennisbönd enda óvenju kalt á Fiskidögum þetta árið.Viktor Freyr Þessi fékk að vaka fram yfir háttatímann enda ekki á hverjum degi sem eru stórtónleikar.Viktor Freyr Fólk lét kuldann ekkert á sig fá í gleðinni á Dalvík í gærkvöldi.Viktor Freyr Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir hátíðarhöld helgarinnar hafa gengið vel. Mikið hafi verið um að vera í bænum og þétt dagskrá á þremur sviðum. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sama þegar ég fór á lögreglufund í morgun þá gekk mjög vel og ég er voðalega glaður,“ segir Júlíus. Fjöldi gesta sé ekki kominn á hreint en líklegt sé að um þrjátíu þúsund manns hafi heimsótt bæinn. „Dagurinn í gær var frábær og tónleikarnir og flugeldasýningin,“ segir Júlíu glaður í bragði. Vinur hans hafi heyrt mann sem stóð fyrir aftan hann segja: „Vá, ég hef aldrei á ævi minni brosað jafn mikið á einum degi.“ „Það er voðalega gott fyrir okkur að heyra svona í lokin,“ segir Júlíus. Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Gestir hátíðarinnar í ár hafi verið ansi snyrtilegir. „Þegar ég horfði á mestan hluta bæjarins, langstærstan hluta bæjarins þá fékk ég aftur trú á mannkynið,“ segir Júlíus og bendir á að gestirnir hafi verið snyrtilegir og gengið vel um. „Frábærir gestir og fólk gekk vel um og var að virða hvort annað.“ Þrátt fyrir að Fiskideginum mikla sé formlega lokið sé mikil vinna fyrir höndum. Mikill frágangur sé eftir og skráning sem aðstoði við skipulagningu á Fiskideginum mikla að ári liðnu. Að neðan má sjá myndir sem Viktor Freyr tók af tónleikagestum í gærkvöldi. Þessir skemmtu sér ljómandi vel.Viktor Freyr Tvö í góðum gír.Viktor Freyr Þessir gestir komu sér fyrir nálægt sviðinu.Viktor Freyr Rétt upp hönd sem finnst gaman!Viktor Freyr Stuð og stemmning. Bros á hverju andliti.Viktor Freyr Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Tveir söngfuglar í góðum gír.Viktor Freyr Tveir í góðum gír.Viktor Freyr Lopapeysan kom sér vel hjá þessum.Viktor Freyr Stuð og stemmning hjá ungum sem öldnum.Viktor Freyr Gestir voru flestir með húfur eða ennisbönd enda óvenju kalt á Fiskidögum þetta árið.Viktor Freyr Þessi fékk að vaka fram yfir háttatímann enda ekki á hverjum degi sem eru stórtónleikar.Viktor Freyr Fólk lét kuldann ekkert á sig fá í gleðinni á Dalvík í gærkvöldi.Viktor Freyr
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira