Vilja fella úr gildi ákvæði sem heimilar þjónustusviptingu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2023 14:05 Alþingi vantrauststillaga á Jón Gunnarsson lögð fram - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata Vísir/Vilhelm Píratar vilja fella úr lögum ákvæði sem heimilar niðurfellingu þjónustu hjá flóttafólki sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hafa hafið undirbúning þess. Þing kemur saman eftir tæpan mánuð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir flokkinn nú vinna að lagabreytingartillögu sem miðar að því að fella úr gildi ákvæði 33. greinar laga um útlendinga þar sem kveðið er á um niðurfellingu réttinda við endanlega synjun um alþjóðlega vernd á landinu. 53 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu á Íslandi og eru um 30 þeirra að öllum líkindum heimilis- og réttindalaus á Íslandi. „Þetta er það sem við vorum að reyna að benda þinginu á, dag eftir dag og nótt eftir nótt, að myndi gerast. Það var ekki að ástæðulausu að við eyddum svona mikilli orku í að reyna að stöðva þetta mál. Því við vissum að þetta myndi raungerast svona.“ Þórhildur segir að með þessu sé verið að búa til nýja neyð á Íslandi og að Píratar óski þess að þeir hefðu fengið betri stuðning á þinginu þegar þau mótmæltu þessum lagabreytingum síðasta vor. Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sögðu bæði í gær að þau myndu ekki taka við fólkinu án samtals. Þórhildur segir að Píratar hafi varað við þessu. „Ríkisstjórnin verður að taka ábyrgð á sínum eigin mistökum og draga þetta ógeðslega ákvæði til baka. Breyta lögunum og veita þjónustu aftur,“ segir Þórhildur og að það gangi ekki að það sé verið að búa til nýjan hóp fólks hér á landi sem ekki má vinna, á ekki rétt á búsetu og hefur aðeins á götuna að leita. Þing kemur þó ekki saman fyrr en eftir tæplega mánuð en Þórhildur telur rétt að þangað til þá verði beitingu ákvæðisins hætt. „Það á að fella svona ómannúðleg lög úr gildi. Þau stangast á við mannréttindasamninga sem við erum aðilar að. Það er ekki ásættanlegt að við séum með fólk á götunni hérna,“ segir Þórhildur Sunna og að það sýni ákveðna veruleikafirringu í stjórnarsamstarfinu að telja að sveitarfélögin muni taka við þessu fólki án þess að þó ræða það við sveitarfélögin. „Það er mjög sorglegt fyrir mannréttindi á Íslandi og okkar samfélagsgerð að þetta sé staðan núna en við tökum því sem er og förum að berjast fyrir því að fella þetta hræðilega ákvæði úr gildi,“ segir Þórhildur og að flokkurinn sé byrjaður að vinna að því. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Píratar Tengdar fréttir Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. 15. ágúst 2023 12:40 Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11 Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn í Breiðholti „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir flokkinn nú vinna að lagabreytingartillögu sem miðar að því að fella úr gildi ákvæði 33. greinar laga um útlendinga þar sem kveðið er á um niðurfellingu réttinda við endanlega synjun um alþjóðlega vernd á landinu. 53 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu á Íslandi og eru um 30 þeirra að öllum líkindum heimilis- og réttindalaus á Íslandi. „Þetta er það sem við vorum að reyna að benda þinginu á, dag eftir dag og nótt eftir nótt, að myndi gerast. Það var ekki að ástæðulausu að við eyddum svona mikilli orku í að reyna að stöðva þetta mál. Því við vissum að þetta myndi raungerast svona.“ Þórhildur segir að með þessu sé verið að búa til nýja neyð á Íslandi og að Píratar óski þess að þeir hefðu fengið betri stuðning á þinginu þegar þau mótmæltu þessum lagabreytingum síðasta vor. Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sögðu bæði í gær að þau myndu ekki taka við fólkinu án samtals. Þórhildur segir að Píratar hafi varað við þessu. „Ríkisstjórnin verður að taka ábyrgð á sínum eigin mistökum og draga þetta ógeðslega ákvæði til baka. Breyta lögunum og veita þjónustu aftur,“ segir Þórhildur og að það gangi ekki að það sé verið að búa til nýjan hóp fólks hér á landi sem ekki má vinna, á ekki rétt á búsetu og hefur aðeins á götuna að leita. Þing kemur þó ekki saman fyrr en eftir tæplega mánuð en Þórhildur telur rétt að þangað til þá verði beitingu ákvæðisins hætt. „Það á að fella svona ómannúðleg lög úr gildi. Þau stangast á við mannréttindasamninga sem við erum aðilar að. Það er ekki ásættanlegt að við séum með fólk á götunni hérna,“ segir Þórhildur Sunna og að það sýni ákveðna veruleikafirringu í stjórnarsamstarfinu að telja að sveitarfélögin muni taka við þessu fólki án þess að þó ræða það við sveitarfélögin. „Það er mjög sorglegt fyrir mannréttindi á Íslandi og okkar samfélagsgerð að þetta sé staðan núna en við tökum því sem er og förum að berjast fyrir því að fella þetta hræðilega ákvæði úr gildi,“ segir Þórhildur og að flokkurinn sé byrjaður að vinna að því.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Píratar Tengdar fréttir Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. 15. ágúst 2023 12:40 Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11 Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn í Breiðholti „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. 15. ágúst 2023 12:40
Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00
Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11
Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11