10 milljarða króna ákvörðun stjórnvalda Agla Eir Vilhjálmsdóttir og Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifa 17. ágúst 2023 07:30 Það er bæði gömul saga og ný að regluverk á Íslandi er íþyngjandi og oftar en ekki meira íþyngjandi en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Þetta sést skýrt þegar Ísland er skoðað í alþjóðlegum samanburði og ætti að vera kappsmál stjórnvalda að bæta úr þessari stöðu. Óþarflega íþyngjandi regluverk getur enda dregið úr almennri hagsæld með takmörkuðum hvata til atvinnurekstrar sem leiðir til minni umsvifa og þ.a.l. minni skatttekna sem aftur gerir hið opinbera verr í stakk búið til að standa undir grunnþjónustu við almenning. Þannig þarf að forðast í lengstu lög að setja reglur sem leiða af sér meiri kostnað en ávinning fyrir samfélagið. Þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnvalda í þá veru er regluverk frá Evrópusambandinu enn innleitt með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er, án nokkurra skýringa. Við innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins hefur Ísland gjarnan svigrúm til að ákveða með hversu íþyngjandi hætti viðkomandi reglur eru innleiddar en í mörgum tilvikum eru farin sú leið að leggja ríkari skyldur á íslensk fyrirtæki en gert er í öðrum löndum Evrópu. Sú var til dæmis raunin við innleiðingu hluta af sjálfbærniregluverki Evrópusambandsins sem leiðir af sér meiri kostnaði fyrir íslensk fyrirtæki en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum. Tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga var til að mynda innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis sem varð til þess að tæplega átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki falla undir gildissviðið en ella. Áætlað er að þessi ákvörðun hafi kostað íslenskt atvinnulíf um 9,8 milljarða króna frá árinu 2016. Sama gildissvið var lagt til grundvallar við innleiðingu flokkunarreglugerðarinnar sem innleidd var á þessu ári en gildissviðið er þannig víðtækara hérlendis en annars staðar í Evrópu. Ekki hefur verið lagt mat á kostnaðinn við þá innleiðingu, en búast má við að hann verði umtalsverður. EES-regluverk miðar að því að samræma leikreglur milli landa á afmörkuðum sviðum og ná þannig ákveðnum markmiðum og um leið örva viðskipta- og efnahagstengsl milli ríkja. Að þessu sinni er markmiðið göfugt, að auka upplýsingagjöf sem tengist sjálfbærni og stýra flæði fjármagns í átt til sjálfbærra lausna. Ávinningur þessara aðgerða er án efa mikill en það er þó ekki með öllu ljóst hvort ábatinn sé þess virði þegar gengið er lengra en aðrar þjóðir líkt og raunin varð hér. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum að rökstyðja vel hvers vegna valið er að ganga lengra en þörf krefur við innleiðingu á hvers kyns regluverki. Í þessu tilfelli skorti annars vegar rök fyrir því hvers vegna gengið var lengra en tilskipunin gerir ráð fyrir og hins vegar greiningu á ábata og þeim kostnaði sem því fylgir. Eins og áður segir er þó ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum. Í úttekt ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur forsætisráðuneytisins frá 2016 kom fram að í þriðjungi tilfella ákváðu stjórnvöld að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en þörf var á til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Auk þess hafa fjölmargar innleiðingar síðustu ára sýnt fram á að ekki hefur verið horfið af þessari braut. Þá hlotnast Íslandi sá vafasami heiður að búa við mest íþyngjandi regluverk innan OECD í þeim 19 geirum er snúa að þjónustu við þegna landsins, svo sem fjármálaþjónustu og lögfræðiþjónustu. Það er því sannarlega verk að vinna þvert á greinar atvinnulífsins, ekki eingöngu hvað varðar sjálfbærniregluverk atvinnulífsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir er lögfræðingur Viðskiptaráðs og Elísa Arna Hilmarsdóttir er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Evrópusambandið Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Það er bæði gömul saga og ný að regluverk á Íslandi er íþyngjandi og oftar en ekki meira íþyngjandi en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Þetta sést skýrt þegar Ísland er skoðað í alþjóðlegum samanburði og ætti að vera kappsmál stjórnvalda að bæta úr þessari stöðu. Óþarflega íþyngjandi regluverk getur enda dregið úr almennri hagsæld með takmörkuðum hvata til atvinnurekstrar sem leiðir til minni umsvifa og þ.a.l. minni skatttekna sem aftur gerir hið opinbera verr í stakk búið til að standa undir grunnþjónustu við almenning. Þannig þarf að forðast í lengstu lög að setja reglur sem leiða af sér meiri kostnað en ávinning fyrir samfélagið. Þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnvalda í þá veru er regluverk frá Evrópusambandinu enn innleitt með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er, án nokkurra skýringa. Við innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins hefur Ísland gjarnan svigrúm til að ákveða með hversu íþyngjandi hætti viðkomandi reglur eru innleiddar en í mörgum tilvikum eru farin sú leið að leggja ríkari skyldur á íslensk fyrirtæki en gert er í öðrum löndum Evrópu. Sú var til dæmis raunin við innleiðingu hluta af sjálfbærniregluverki Evrópusambandsins sem leiðir af sér meiri kostnaði fyrir íslensk fyrirtæki en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum. Tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga var til að mynda innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis sem varð til þess að tæplega átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki falla undir gildissviðið en ella. Áætlað er að þessi ákvörðun hafi kostað íslenskt atvinnulíf um 9,8 milljarða króna frá árinu 2016. Sama gildissvið var lagt til grundvallar við innleiðingu flokkunarreglugerðarinnar sem innleidd var á þessu ári en gildissviðið er þannig víðtækara hérlendis en annars staðar í Evrópu. Ekki hefur verið lagt mat á kostnaðinn við þá innleiðingu, en búast má við að hann verði umtalsverður. EES-regluverk miðar að því að samræma leikreglur milli landa á afmörkuðum sviðum og ná þannig ákveðnum markmiðum og um leið örva viðskipta- og efnahagstengsl milli ríkja. Að þessu sinni er markmiðið göfugt, að auka upplýsingagjöf sem tengist sjálfbærni og stýra flæði fjármagns í átt til sjálfbærra lausna. Ávinningur þessara aðgerða er án efa mikill en það er þó ekki með öllu ljóst hvort ábatinn sé þess virði þegar gengið er lengra en aðrar þjóðir líkt og raunin varð hér. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum að rökstyðja vel hvers vegna valið er að ganga lengra en þörf krefur við innleiðingu á hvers kyns regluverki. Í þessu tilfelli skorti annars vegar rök fyrir því hvers vegna gengið var lengra en tilskipunin gerir ráð fyrir og hins vegar greiningu á ábata og þeim kostnaði sem því fylgir. Eins og áður segir er þó ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum. Í úttekt ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur forsætisráðuneytisins frá 2016 kom fram að í þriðjungi tilfella ákváðu stjórnvöld að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en þörf var á til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Auk þess hafa fjölmargar innleiðingar síðustu ára sýnt fram á að ekki hefur verið horfið af þessari braut. Þá hlotnast Íslandi sá vafasami heiður að búa við mest íþyngjandi regluverk innan OECD í þeim 19 geirum er snúa að þjónustu við þegna landsins, svo sem fjármálaþjónustu og lögfræðiþjónustu. Það er því sannarlega verk að vinna þvert á greinar atvinnulífsins, ekki eingöngu hvað varðar sjálfbærniregluverk atvinnulífsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir er lögfræðingur Viðskiptaráðs og Elísa Arna Hilmarsdóttir er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun