Falsfréttir um áhrif hvalveiða Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 17:00 „Mogginn er genginn í björg“ skrifaði spök kona í vikunni á þræði á fésbók sem fjallaði um grein í Mbl um hve loftslagsvænar hvalveiðar væru. Einnig var því haldið fram að bann hvalveiða ynni gegn loftslagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi hef ég verið að velta því fyrir mér hugtakinu „fake news“ sem Trump hrópaði sí og æ í sinni forsetatíð - and-staðreyndir gegn staðreyndum; sá málflutningur er að verða honum að falli nú. Að varpa fölskum staðreyndum fram aftur og aftur þannig að borgarar sem heyra og lesa verða ráðvilltir er taktík Kristjáns Loftssonar og hans fylgifiska sem tengjast Hval hf. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala er grunnstoð í vistkerfum sjávar og hafa hvalir því verið kallaðir næringarpumpa hafanna, undirstaða flíffjölbreytileika sjávar. Hvalir sækja sína fæðu sem er að mestu svifkrabbadýr niður á mikið dýpi og koma síðan upp á yfirborðið til að anda og losa sig við líkamsúrgang. Hægðir og þvag hvala innihelda næringarefni líkt og nitur og járn sem eru takmarkandi fyrir vöxt svifs, botn fæðuvefs hafanna. Svif eru ljóstillífandi lífverur, frum framleiðendur, sem binda koltvísýring úr andrúmsloftinu. Því fleirri hvalir, því meira svif og því ríkari líffjölbreytileiki í hafinu og þar með fleirri fiskar, já og því minna kolefni í andrúmsloftinu. Þegar hvalir deyja eru hræin grunnnæring fyrir botndýr og því einnig mikilvæg fyrir líffjölbreytileika hafsbotnsins. Það eru falsfréttir að hvalveiðar séu mikilvægar til að vinna gegn loftslagsvánni. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala veldur því að svif vex við ljóstillífun og bindur koltvísýring. Hvalahræ binda einnig kolefni á hafsbotni. Hvalveiðar valda því hnignun vistkerfa sjávar og eyðilegging vistkerfa hefur verið skilgreind sem vistmorð. Vistmorð mun innan tíðar verða glæpur sem dæmdur verður hjá Alþjóða sakamáladómsstólnum og þá verður líklegt að litlir ljótir karlar sem drepa hvali lendi í fangelsi líkt og ljótir karlar sem fremja þjóðarmorð. Höfundur er prófessor í sjálfbærnivísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Fjölmiðlar Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
„Mogginn er genginn í björg“ skrifaði spök kona í vikunni á þræði á fésbók sem fjallaði um grein í Mbl um hve loftslagsvænar hvalveiðar væru. Einnig var því haldið fram að bann hvalveiða ynni gegn loftslagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi hef ég verið að velta því fyrir mér hugtakinu „fake news“ sem Trump hrópaði sí og æ í sinni forsetatíð - and-staðreyndir gegn staðreyndum; sá málflutningur er að verða honum að falli nú. Að varpa fölskum staðreyndum fram aftur og aftur þannig að borgarar sem heyra og lesa verða ráðvilltir er taktík Kristjáns Loftssonar og hans fylgifiska sem tengjast Hval hf. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala er grunnstoð í vistkerfum sjávar og hafa hvalir því verið kallaðir næringarpumpa hafanna, undirstaða flíffjölbreytileika sjávar. Hvalir sækja sína fæðu sem er að mestu svifkrabbadýr niður á mikið dýpi og koma síðan upp á yfirborðið til að anda og losa sig við líkamsúrgang. Hægðir og þvag hvala innihelda næringarefni líkt og nitur og járn sem eru takmarkandi fyrir vöxt svifs, botn fæðuvefs hafanna. Svif eru ljóstillífandi lífverur, frum framleiðendur, sem binda koltvísýring úr andrúmsloftinu. Því fleirri hvalir, því meira svif og því ríkari líffjölbreytileiki í hafinu og þar með fleirri fiskar, já og því minna kolefni í andrúmsloftinu. Þegar hvalir deyja eru hræin grunnnæring fyrir botndýr og því einnig mikilvæg fyrir líffjölbreytileika hafsbotnsins. Það eru falsfréttir að hvalveiðar séu mikilvægar til að vinna gegn loftslagsvánni. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala veldur því að svif vex við ljóstillífun og bindur koltvísýring. Hvalahræ binda einnig kolefni á hafsbotni. Hvalveiðar valda því hnignun vistkerfa sjávar og eyðilegging vistkerfa hefur verið skilgreind sem vistmorð. Vistmorð mun innan tíðar verða glæpur sem dæmdur verður hjá Alþjóða sakamáladómsstólnum og þá verður líklegt að litlir ljótir karlar sem drepa hvali lendi í fangelsi líkt og ljótir karlar sem fremja þjóðarmorð. Höfundur er prófessor í sjálfbærnivísindum.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar