Dagur B og blaðafulltrúarnir Helgi Áss Grétarsson skrifar 21. ágúst 2023 07:00 Smjörklípa er vel þekkt aðferð í stjórnmálum. Í henni felst að í stað þess að ræða um lausnir á óþægilegu máli á opinberum vettvangi þyrlar valdhafi upp moldviðri um önnur mál í fjölmiðlum í því skyni að draga athygli almennings frá því máli sem valdhafanum er þungt í skauti. Nýlegt dæmi um smjörklípu er leikþátturinn sem settur var á svið í Ráðhúsi Reykjavíkur í kjölfar borgarráðsfundar sl. fimmtudag. Leikstjórinn, sem fyrr, er borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson. Honum til aðstoðar eru blaðafulltrúar sem starfa fyrir borgina, sumir hverjir fyrrverandi fréttamenn. Þessi hópur setur upp reglubundnar leiksýningar til að reyna stýra opinberri umræðu um málefni Reykjavíkurborgar. Reykvískir skattgreiðendur borga svo brúsann af sýningarhaldinu. Hvert var leikritið í þetta skiptið? Fjármál A-hluta Reykjavíkurborgar eru hægt og sígandi að verða rústir einar. Þótt núna sé langt liðið á ágúst er eingöngu vitað hvernig rekstur borgarinnar gekk fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það uppgjör var ekki fagurt. Verði reksturinn í álíka horfi út árið má reikna með að rekstrarhallinn í ár verði um 16 milljarðar króna. Nýlega var einnig upplýst að borgarsjóður hafi fullnýtt lánalínu sína (yfirdráttarheimild) hjá Íslandsbanka. Í því skyni að styrkja lausafjárstöðu sína hélt Reykjavíkurborg skuldabréfaútboð í síðustu viku. Fá tilboð bárust og voru þau metin það óhagstæð fyrir borgarsjóð að þeim var öllum hafnað. Sú ákvörðun var staðfest af borgarstjórnarmeirihlutanum á áðurnefndum borgarráðsfundi. Með öðrum orðum, Reykjavíkurborg á erfitt með að fá lán á almennum markaði. Í stað þess að athygli fjölmiðla beindist að ósjálfbærum fjárhag borgarsjóðs í kjölfar borgarráðsfundarins var sjónum beint að öðrum málum, m.a. mögulegum trjáfellingum í Öskjuhlíð. Smjörklípubeitan um fellingar trjáa í Öskjuhlíð virðist hafa virkað þar eð það tókst að fylla athyglistanka almennings að öðru en því sem væri afar óheppilegt fyrir stjórnendur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um trjáfellingarmálið í Öskjuhlíð Í október 2013 gerði Reykjavíkurborg samning við íslenska ríkið sem Icelandair Group átti einnig aðild að. Þar kom fram í viðauka að „nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð [yrði] felldur í þágu flugstarfseminnar“. Það hefur því lengi verið vitað að stærð trjáa í Öskjuhlíð er til þess fallin að skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Í lok nóvember 2019 var gert samkomulag milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem m.a. gekk út á að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar yrði tryggt þar til að annað flugvallarstæði fyndist. Bréf Isavia ohf. til Reykjavíkurborgar sl. júlí um trjáfellingar í Öskjuhlíð fól því lítið annað í sér en kröfu um að staðið yrði við gerða samninga og farið yrði eftir reglum sem tryggi eiga öryggi flugsamgangna. Efni bréfsins hefði því ekki átt að koma stjórnendum Reykjavíkurborgar á óvart. Lúðrablásturinn og smjörklípan Ekkert í lúðrablæstri Dags B og hans blaðafulltrúa síðustu daga getur réttlætt að gera forráðamenn Isavia ohf. að grýlum gagnvart hagsmunum borgarbúa. Nema þá til að viðhalda óbeit borgarstjórans á tilvist Reykjavíkurflugvallar og henda inn í þjóðmálaumræðuna enn einni smjörklípunni svo að almenningur fengi ekki það á tilfinninguna í aðdraganda Menningarnætur að borgin væri á hausnum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Smjörklípa er vel þekkt aðferð í stjórnmálum. Í henni felst að í stað þess að ræða um lausnir á óþægilegu máli á opinberum vettvangi þyrlar valdhafi upp moldviðri um önnur mál í fjölmiðlum í því skyni að draga athygli almennings frá því máli sem valdhafanum er þungt í skauti. Nýlegt dæmi um smjörklípu er leikþátturinn sem settur var á svið í Ráðhúsi Reykjavíkur í kjölfar borgarráðsfundar sl. fimmtudag. Leikstjórinn, sem fyrr, er borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson. Honum til aðstoðar eru blaðafulltrúar sem starfa fyrir borgina, sumir hverjir fyrrverandi fréttamenn. Þessi hópur setur upp reglubundnar leiksýningar til að reyna stýra opinberri umræðu um málefni Reykjavíkurborgar. Reykvískir skattgreiðendur borga svo brúsann af sýningarhaldinu. Hvert var leikritið í þetta skiptið? Fjármál A-hluta Reykjavíkurborgar eru hægt og sígandi að verða rústir einar. Þótt núna sé langt liðið á ágúst er eingöngu vitað hvernig rekstur borgarinnar gekk fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það uppgjör var ekki fagurt. Verði reksturinn í álíka horfi út árið má reikna með að rekstrarhallinn í ár verði um 16 milljarðar króna. Nýlega var einnig upplýst að borgarsjóður hafi fullnýtt lánalínu sína (yfirdráttarheimild) hjá Íslandsbanka. Í því skyni að styrkja lausafjárstöðu sína hélt Reykjavíkurborg skuldabréfaútboð í síðustu viku. Fá tilboð bárust og voru þau metin það óhagstæð fyrir borgarsjóð að þeim var öllum hafnað. Sú ákvörðun var staðfest af borgarstjórnarmeirihlutanum á áðurnefndum borgarráðsfundi. Með öðrum orðum, Reykjavíkurborg á erfitt með að fá lán á almennum markaði. Í stað þess að athygli fjölmiðla beindist að ósjálfbærum fjárhag borgarsjóðs í kjölfar borgarráðsfundarins var sjónum beint að öðrum málum, m.a. mögulegum trjáfellingum í Öskjuhlíð. Smjörklípubeitan um fellingar trjáa í Öskjuhlíð virðist hafa virkað þar eð það tókst að fylla athyglistanka almennings að öðru en því sem væri afar óheppilegt fyrir stjórnendur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um trjáfellingarmálið í Öskjuhlíð Í október 2013 gerði Reykjavíkurborg samning við íslenska ríkið sem Icelandair Group átti einnig aðild að. Þar kom fram í viðauka að „nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð [yrði] felldur í þágu flugstarfseminnar“. Það hefur því lengi verið vitað að stærð trjáa í Öskjuhlíð er til þess fallin að skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Í lok nóvember 2019 var gert samkomulag milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem m.a. gekk út á að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar yrði tryggt þar til að annað flugvallarstæði fyndist. Bréf Isavia ohf. til Reykjavíkurborgar sl. júlí um trjáfellingar í Öskjuhlíð fól því lítið annað í sér en kröfu um að staðið yrði við gerða samninga og farið yrði eftir reglum sem tryggi eiga öryggi flugsamgangna. Efni bréfsins hefði því ekki átt að koma stjórnendum Reykjavíkurborgar á óvart. Lúðrablásturinn og smjörklípan Ekkert í lúðrablæstri Dags B og hans blaðafulltrúa síðustu daga getur réttlætt að gera forráðamenn Isavia ohf. að grýlum gagnvart hagsmunum borgarbúa. Nema þá til að viðhalda óbeit borgarstjórans á tilvist Reykjavíkurflugvallar og henda inn í þjóðmálaumræðuna enn einni smjörklípunni svo að almenningur fengi ekki það á tilfinninguna í aðdraganda Menningarnætur að borgin væri á hausnum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun