Taktu skrefið María Rún Bjarnadóttir skrifar 30. ágúst 2023 12:30 Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar. Kynferðislegt efni af börnum er barnaníðsefni. Það er níðingsháttur gegn barni að sýna það eða skoða á kynferðislegan hátt og það gildir hvort sem áhorfandinn þekkir barnið eða ekki, og hvort sem níðingsskapurinn á sér stað stafrænt eða ekki. Þessi hegðun er bæði ólögleg og refsiverð á Íslandi og í fjölmörgum öðrum ríkjum heims. Landamæraleysi og nafnleysi sem internetið býður uppá hefur stuðlað frekar að útbreiðslu barnaníðsefnis og annars konar kynferðisbrotum gegn börnum. Þó að þessi hörmung hafi fylgt internetinu lengi, er það hins vegar ekkert náttúrulögmál að barnaníð og kynferðislega samskipti við börn eigi sér þar stað. Það er hægt að breyta þessari þróun, en til þess þarf að breyta háttsemi og hegðun þeirra sem nýta netið með þessum skaðlega hætti. Barnaníðsefni er aðgengilegt á almennum og opnum svæðum á netinu og gengur líka kaupum og sölum á lokuðum svæðum og á djúpvefnum. Fullorðið fólk á samskipti við börn á samfélagsmiðlum og í gegnum tölvuleiki í kynferðislegum tilgangi. Allt þetta er að eiga sér stað á meðal okkar í daglegu lífi án þess að sum okkar viti af. Önnur eru með aðeins hraðari hjartslátt vegna þess að þau vita ekki bara af þessum veruleika heldur taka jafnvel þátt í honum sjálf. Einhver þessara einstaklinga eru fullmeðvituð um alvarleika háttsemi sinnar á meðan önnur telja sér trú um að efnið sem þau eru að skoða í kynferðislegum tilgangi sé bara klám, en ekki barnaníð. Öll þurfa þau að átta sig á vandanum og breyta háttsemi sinni. Á 112.is eru aðgengilegar upplýsingar og sjálfspróf fyrir þau sem hafa áhyggjur af eigin hegðun. Þar er að finna ráð um næstu skref og á taktuskrefid.is er hægt að fá aðstoð sérfræðinga við að breyta hegðunarmynsti sínu. Rannsóknir sýna að fullorðið fólk sem er í kynferðislegum samskiptum við börn eða skoðar kynferðislegt efni af börnum á netinu er almennt það sem kallað er „venjulegt fólk“. Það býr við hliðina á okkur, við förum með þeim í hádegismat og spilum við þau fótbolta. Þau eru ekki sjálfkrafa vont eða hræðilegt fólk, en það sem þau eru að gera er skaðlegt börnum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau sjálf og þeirra nánustu. Með nýrri vitundarvakningarherferð undir merkjum 112.is og Taktu Skrefið er athygli fólks vakin á að þau geti leitað sér aðstoðar til þess að breyta hegðun sinni þannig að þau skaði ekki börn og brjóti ekki af sér með tilheyrandi afleiðingum. Til þess að svo verði þarf þó að taka skrefið og leita sér aðstoðar. Höfundur er verkefnisstjóri netöryggis hjá ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar. Kynferðislegt efni af börnum er barnaníðsefni. Það er níðingsháttur gegn barni að sýna það eða skoða á kynferðislegan hátt og það gildir hvort sem áhorfandinn þekkir barnið eða ekki, og hvort sem níðingsskapurinn á sér stað stafrænt eða ekki. Þessi hegðun er bæði ólögleg og refsiverð á Íslandi og í fjölmörgum öðrum ríkjum heims. Landamæraleysi og nafnleysi sem internetið býður uppá hefur stuðlað frekar að útbreiðslu barnaníðsefnis og annars konar kynferðisbrotum gegn börnum. Þó að þessi hörmung hafi fylgt internetinu lengi, er það hins vegar ekkert náttúrulögmál að barnaníð og kynferðislega samskipti við börn eigi sér þar stað. Það er hægt að breyta þessari þróun, en til þess þarf að breyta háttsemi og hegðun þeirra sem nýta netið með þessum skaðlega hætti. Barnaníðsefni er aðgengilegt á almennum og opnum svæðum á netinu og gengur líka kaupum og sölum á lokuðum svæðum og á djúpvefnum. Fullorðið fólk á samskipti við börn á samfélagsmiðlum og í gegnum tölvuleiki í kynferðislegum tilgangi. Allt þetta er að eiga sér stað á meðal okkar í daglegu lífi án þess að sum okkar viti af. Önnur eru með aðeins hraðari hjartslátt vegna þess að þau vita ekki bara af þessum veruleika heldur taka jafnvel þátt í honum sjálf. Einhver þessara einstaklinga eru fullmeðvituð um alvarleika háttsemi sinnar á meðan önnur telja sér trú um að efnið sem þau eru að skoða í kynferðislegum tilgangi sé bara klám, en ekki barnaníð. Öll þurfa þau að átta sig á vandanum og breyta háttsemi sinni. Á 112.is eru aðgengilegar upplýsingar og sjálfspróf fyrir þau sem hafa áhyggjur af eigin hegðun. Þar er að finna ráð um næstu skref og á taktuskrefid.is er hægt að fá aðstoð sérfræðinga við að breyta hegðunarmynsti sínu. Rannsóknir sýna að fullorðið fólk sem er í kynferðislegum samskiptum við börn eða skoðar kynferðislegt efni af börnum á netinu er almennt það sem kallað er „venjulegt fólk“. Það býr við hliðina á okkur, við förum með þeim í hádegismat og spilum við þau fótbolta. Þau eru ekki sjálfkrafa vont eða hræðilegt fólk, en það sem þau eru að gera er skaðlegt börnum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau sjálf og þeirra nánustu. Með nýrri vitundarvakningarherferð undir merkjum 112.is og Taktu Skrefið er athygli fólks vakin á að þau geti leitað sér aðstoðar til þess að breyta hegðun sinni þannig að þau skaði ekki börn og brjóti ekki af sér með tilheyrandi afleiðingum. Til þess að svo verði þarf þó að taka skrefið og leita sér aðstoðar. Höfundur er verkefnisstjóri netöryggis hjá ríkislögreglustjóra.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun