Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Bjarki Sigurðsson skrifar 3. september 2023 18:56 Samuel Rostøl er á fjórða degi hungurverkfalls síns. Vísir/Steingrímur Dúi Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og 9 áttu að leggja af stað úr höfn rétt fyrir hádegi í dag. Þau eru þó enn hér í Reykjavíkurhöfn og verða það eitthvað áfram. Ekki eru allir sáttir við það að skipin muni brátt leggja af stað í veiðar og hafa einhverjir slett málningu á annað skipanna. Um mánaðamótin rann út reglugerð sem bannaði hvalveiðar tímabundið. Á sama tíma var sett ný reglugerð sem heimilaði veiðarnar með bættri umgjörð. Er það því leyfilegt að veiða langreyðar sem stendur. Veðrið bjargað nokkrum hvölum Veðrið um helgina hefur valdið því að hvalskipin tvö hafa ekki komist úr höfn. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þarna hafi veðrið bjargað lífi nokkurra hvala. Hann segir Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf, verða að vanda sig. „Það verða eftirlitsmenn um borð, það verða teknar myndir. Þannig væntanlega mun Kristján vanda sig betur en í fyrra sumar,“ segir Árni. „Ég veit ekki en hann verður, þetta sem gerðist í fyrra var alveg skelfilegt. Hann veit að ef það gerist aftur er þetta bara búið.“ Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann telur að Hvalur hf fái veiðileyfi sitt ekki endurnýjað. „Fimm ára leyfið rennur út núna í lok árs þannig ég sé ekki að Svandís geti gert neitt annað en að segja nei. Þetta er bara skrípaleikur. Við erum fiskveiðiþjóð og við þurfum að vernda hafið. Það eru mjög fáar þjóðir úti í heimi núna sem skija til hvers að veiða hvali. Bara tilgangslaust og á sinn hátt ógeðslegt,“ segir Árni. Norðmaður í hungurverkfalli Samuel Rostøl, norskur náttúruverndarsinni, er einn þeirra sem eru á móti hvalveiðum Íslendinga. Hann er staddur hér á landi og hefur verið í hungurverkfalli síðan matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína á fimmtudag. „Mér varð ljóst að grípa yrði til beinna aðgerða hér og sýna að við sættum okkur ekki við þetta. Að hvalveiðar voru leyfðar á ný eftir að heildarskýrslan sýndi fram á þau skaðlegu áhrif sem þetta hefði á hvalina getum við ekki bara staðið álengdar og látið þetta gerast. Þetta er ein leið fyrir mig að sýna með hungurverkfalli allri ríkisstjórninni að ekki eigi að heimila hvalveiðar. Við erum manneskjur sem sýna með afgerandi hætti og notum líkama okkar sem vopn til að koma skilaboðum okkar á framfæri,“ segir Samuel. Enn heill heilsu Hann segist vera ansi svangur og með hausverk en annars sé hann heill heilsu. Vonast hann til þess að verkfall sitt skili einhverjum árangri. „Ef hungurverkfall mitt er það eina sem ég geri eru þetta a.m.k. sterk skilaboð og beitum þannig líkama okkar og fórnum heilsu okkar til að hindra það sem er að gerast hér,“ segir Samuel. Hvalir Hvalveiðar Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og 9 áttu að leggja af stað úr höfn rétt fyrir hádegi í dag. Þau eru þó enn hér í Reykjavíkurhöfn og verða það eitthvað áfram. Ekki eru allir sáttir við það að skipin muni brátt leggja af stað í veiðar og hafa einhverjir slett málningu á annað skipanna. Um mánaðamótin rann út reglugerð sem bannaði hvalveiðar tímabundið. Á sama tíma var sett ný reglugerð sem heimilaði veiðarnar með bættri umgjörð. Er það því leyfilegt að veiða langreyðar sem stendur. Veðrið bjargað nokkrum hvölum Veðrið um helgina hefur valdið því að hvalskipin tvö hafa ekki komist úr höfn. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þarna hafi veðrið bjargað lífi nokkurra hvala. Hann segir Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf, verða að vanda sig. „Það verða eftirlitsmenn um borð, það verða teknar myndir. Þannig væntanlega mun Kristján vanda sig betur en í fyrra sumar,“ segir Árni. „Ég veit ekki en hann verður, þetta sem gerðist í fyrra var alveg skelfilegt. Hann veit að ef það gerist aftur er þetta bara búið.“ Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann telur að Hvalur hf fái veiðileyfi sitt ekki endurnýjað. „Fimm ára leyfið rennur út núna í lok árs þannig ég sé ekki að Svandís geti gert neitt annað en að segja nei. Þetta er bara skrípaleikur. Við erum fiskveiðiþjóð og við þurfum að vernda hafið. Það eru mjög fáar þjóðir úti í heimi núna sem skija til hvers að veiða hvali. Bara tilgangslaust og á sinn hátt ógeðslegt,“ segir Árni. Norðmaður í hungurverkfalli Samuel Rostøl, norskur náttúruverndarsinni, er einn þeirra sem eru á móti hvalveiðum Íslendinga. Hann er staddur hér á landi og hefur verið í hungurverkfalli síðan matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína á fimmtudag. „Mér varð ljóst að grípa yrði til beinna aðgerða hér og sýna að við sættum okkur ekki við þetta. Að hvalveiðar voru leyfðar á ný eftir að heildarskýrslan sýndi fram á þau skaðlegu áhrif sem þetta hefði á hvalina getum við ekki bara staðið álengdar og látið þetta gerast. Þetta er ein leið fyrir mig að sýna með hungurverkfalli allri ríkisstjórninni að ekki eigi að heimila hvalveiðar. Við erum manneskjur sem sýna með afgerandi hætti og notum líkama okkar sem vopn til að koma skilaboðum okkar á framfæri,“ segir Samuel. Enn heill heilsu Hann segist vera ansi svangur og með hausverk en annars sé hann heill heilsu. Vonast hann til þess að verkfall sitt skili einhverjum árangri. „Ef hungurverkfall mitt er það eina sem ég geri eru þetta a.m.k. sterk skilaboð og beitum þannig líkama okkar og fórnum heilsu okkar til að hindra það sem er að gerast hér,“ segir Samuel.
Hvalir Hvalveiðar Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira