Vissir þú að það má ekki meiða börn? Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar 4. september 2023 07:31 Því miður búa alltof mörg börn í heiminum í dag við slæmar aðstæður. Eitt af hverjum sex börnum býr á átakasvæðum og er útsett fyrir ýmsum tegundum af ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi sem gjarnan er notað sem vopn í átökum. Í Síerra Leone upplifa 90% barna líkamlegt ofbeldi í skólum þar sem þau eru til að mynda slegin með belti eða látin labba á hnjánum í brennandi heitum sandinum ef þau „óhlýðnast“. Um 200 milljón stúlkna og kvenna eru limlestar á kynfærum og ein af hverjum fimm stúlkum í heiminum er gift fyrir 18 ára aldur. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna sleitulaust að því, með samfélögum um allan heim, að bæta líf þessara barna með að því að fræða og upplýsa fólk um að það má ekki meiða börn. Barnaheill styðja við barnvæn svæði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þar sem börn sem hafa verið neydd til að ganga til liðs við vígahópa fá stuðning. Samtökin aðstoða einnig börn í Síerra Leóne og víðar sem orðið hafa fyrir ofbeldi að leita réttar síns og fá viðeigandi aðstoð. Barnaheill vinna einnig með þorpshöfðingjum og mæðrahópum að því að fræða um afleiðingar á limlestingum á kynfærum stúlkna. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með kaupum á fallegu armbandi sem er til sölu víða um land frá 31. ágúst til 10. september. Ágóði af sölu armbandanna rennur til verkefna Barnaheilla sem stuðla að því að koma í veg fyrir og bregðast við ofbeldi gegn börnum. Höfundur er leiðtogi erlendra verkefna og aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Því miður búa alltof mörg börn í heiminum í dag við slæmar aðstæður. Eitt af hverjum sex börnum býr á átakasvæðum og er útsett fyrir ýmsum tegundum af ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi sem gjarnan er notað sem vopn í átökum. Í Síerra Leone upplifa 90% barna líkamlegt ofbeldi í skólum þar sem þau eru til að mynda slegin með belti eða látin labba á hnjánum í brennandi heitum sandinum ef þau „óhlýðnast“. Um 200 milljón stúlkna og kvenna eru limlestar á kynfærum og ein af hverjum fimm stúlkum í heiminum er gift fyrir 18 ára aldur. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna sleitulaust að því, með samfélögum um allan heim, að bæta líf þessara barna með að því að fræða og upplýsa fólk um að það má ekki meiða börn. Barnaheill styðja við barnvæn svæði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þar sem börn sem hafa verið neydd til að ganga til liðs við vígahópa fá stuðning. Samtökin aðstoða einnig börn í Síerra Leóne og víðar sem orðið hafa fyrir ofbeldi að leita réttar síns og fá viðeigandi aðstoð. Barnaheill vinna einnig með þorpshöfðingjum og mæðrahópum að því að fræða um afleiðingar á limlestingum á kynfærum stúlkna. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með kaupum á fallegu armbandi sem er til sölu víða um land frá 31. ágúst til 10. september. Ágóði af sölu armbandanna rennur til verkefna Barnaheilla sem stuðla að því að koma í veg fyrir og bregðast við ofbeldi gegn börnum. Höfundur er leiðtogi erlendra verkefna og aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar