Hvernig dó hann? Arna Pálsdóttir skrifar 7. september 2023 12:30 Í dag er gulur dagur sem er hluti af samvinnuverkefninu gulur september. Gulur september er forvarnarverkefni stofnana og samtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þegar við hugsum um forvarnir sjáum við oft fyrir okkur skilti á strætóskýlum, auglýsingar, safnanir (og oftar en ekki Þorgrím Þráinsson). Allt þetta eru vissulega forvarnir sem unnar eru með markvissum hætti m.a. með það fyrir augum að ná til tiltekinna áhættuhópa. En forvarnir eru svo miklu meira en það og okkar ábyrgð í forvörnum er gríðarlega mikil. Ég var 16 ára þegar ég missti pabba minn í sjálfsvígi. Í langan tíma eftir að pabbi dó var erfitt að segja að hann væri dáinn en verst af öllu var að segja hvernig hann dó. Það var ekkert sem ég hræddist meira en spurningin: Hvernig dó hann? Þögnin og óþægilega andrúmsloftið sem tók yfir þegar dánarorsök hans lá fyrir varð til þess að maður vildi helst af öllu vera ósýnilegur. Það var löngu seinna sem ég áttaði mig á tilfinningunni sem bjó þarna að baki. Tilfinningin var skömm. Ég skammaðist mín fyrir það að pabbi minn hefði framið sjálfsvíg. Ég skammaðist mín ekki fyrir pabba minn heldur sjálfsvígið. Ég hræddist fordóma og ég upplifði fordóma. Orðið fordómar er gagnsætt orð. Við dæmum, myndum okkur skoðun og tjáum okkur án þekkingar. Þannig er eina leiðin til að uppræta fordóma þekking og opin umræða. Þarna höfum við öll mikinn mátt og þarna kemur okkar ábyrgð í forvörnum inn. Það að tala opinskátt um sjálfsvíg og deila reynslu sinni getur reynst öðrum ómetanlegt. Opin umræða breytir menningu og úreltum gildum. Verum meðvituð um getu okkar og hæfni til að ræða tiltekin mál áður en við tjáum skoðanir okkar. Skoðanir sem geta verið særandi og meiðandi fyrir aðra. Það reynist mörgum erfitt að skilja sjálfsvíg og það er eðlilegt og allt í lagi. Sjálfsvíg eru flókin og að baki hverju sjálfsvígi er sjálfstæður aðdragandi. Ekkert sjálfsvíg er eins og við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg til þess að sýna mildi og umburðarlyndi. Það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru heilbrigðismál, skilið áhættuþætti og gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu og við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgengi að heilbrigðiskerfi. Hann þarf að finna fyrir samstöðu og stuðning í menningu okkar. Að baki hverju sjálfsvígi er ekki sjálfhverfa eða heigulskapur heldur þjáning, vonleysi og örvænting. Það eru til líkamleg veikindi og geðræn veikindi. Bæði geta dregið fólk til dauða. Geðræn veikindi og sjálfvíg gera ekki greinarmun á stöðu fólks eða lífsgæðum. Þau eru alls staðar, alveg eins og önnur veikindi. Umræðan um sjálfsvíg má því ekki vera tabú eða óþægileg. Gefum geðrækt og sjálfsvígum meira vægi, í heilbrigðiskerfinu og í umræðu okkar á milli. Dæmum ekki það sem við ekki þekkjum og verum góð hvort við annað. Bara þannig upprætum við fordóma og skömm. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er gulur dagur sem er hluti af samvinnuverkefninu gulur september. Gulur september er forvarnarverkefni stofnana og samtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þegar við hugsum um forvarnir sjáum við oft fyrir okkur skilti á strætóskýlum, auglýsingar, safnanir (og oftar en ekki Þorgrím Þráinsson). Allt þetta eru vissulega forvarnir sem unnar eru með markvissum hætti m.a. með það fyrir augum að ná til tiltekinna áhættuhópa. En forvarnir eru svo miklu meira en það og okkar ábyrgð í forvörnum er gríðarlega mikil. Ég var 16 ára þegar ég missti pabba minn í sjálfsvígi. Í langan tíma eftir að pabbi dó var erfitt að segja að hann væri dáinn en verst af öllu var að segja hvernig hann dó. Það var ekkert sem ég hræddist meira en spurningin: Hvernig dó hann? Þögnin og óþægilega andrúmsloftið sem tók yfir þegar dánarorsök hans lá fyrir varð til þess að maður vildi helst af öllu vera ósýnilegur. Það var löngu seinna sem ég áttaði mig á tilfinningunni sem bjó þarna að baki. Tilfinningin var skömm. Ég skammaðist mín fyrir það að pabbi minn hefði framið sjálfsvíg. Ég skammaðist mín ekki fyrir pabba minn heldur sjálfsvígið. Ég hræddist fordóma og ég upplifði fordóma. Orðið fordómar er gagnsætt orð. Við dæmum, myndum okkur skoðun og tjáum okkur án þekkingar. Þannig er eina leiðin til að uppræta fordóma þekking og opin umræða. Þarna höfum við öll mikinn mátt og þarna kemur okkar ábyrgð í forvörnum inn. Það að tala opinskátt um sjálfsvíg og deila reynslu sinni getur reynst öðrum ómetanlegt. Opin umræða breytir menningu og úreltum gildum. Verum meðvituð um getu okkar og hæfni til að ræða tiltekin mál áður en við tjáum skoðanir okkar. Skoðanir sem geta verið særandi og meiðandi fyrir aðra. Það reynist mörgum erfitt að skilja sjálfsvíg og það er eðlilegt og allt í lagi. Sjálfsvíg eru flókin og að baki hverju sjálfsvígi er sjálfstæður aðdragandi. Ekkert sjálfsvíg er eins og við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg til þess að sýna mildi og umburðarlyndi. Það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru heilbrigðismál, skilið áhættuþætti og gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu og við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgengi að heilbrigðiskerfi. Hann þarf að finna fyrir samstöðu og stuðning í menningu okkar. Að baki hverju sjálfsvígi er ekki sjálfhverfa eða heigulskapur heldur þjáning, vonleysi og örvænting. Það eru til líkamleg veikindi og geðræn veikindi. Bæði geta dregið fólk til dauða. Geðræn veikindi og sjálfvíg gera ekki greinarmun á stöðu fólks eða lífsgæðum. Þau eru alls staðar, alveg eins og önnur veikindi. Umræðan um sjálfsvíg má því ekki vera tabú eða óþægileg. Gefum geðrækt og sjálfsvígum meira vægi, í heilbrigðiskerfinu og í umræðu okkar á milli. Dæmum ekki það sem við ekki þekkjum og verum góð hvort við annað. Bara þannig upprætum við fordóma og skömm. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun