Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2023 18:35 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður nýs frumvarps um bann á hvalveiðum. Frumvarpið hefur verið lagt fram á þingi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en á því má einnig finna þingmenn úr öðrum stjórnarandstöðuflokkum. Það er Samfylkingunni, Flokki fólksins og Viðreisn. Hvalveiðar hófust að nýju í síðustu viku eftir að matvælaráðherra frestaði þeim í sumar. MAST stöðvaði í dag tímabundið hvalveiðar í öðru hvalveiðiskipi Hvals hf., Hval 8, vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Matvælaráðherra setti veiðunum strangari skilyrði í reglugerð sem hún setti áður en veiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. Frá því að veiðarnar hófust hafa verið veiddar fjórtán langreyðar. Andrés Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé „ótækt að stefnulaus ríkisstjórn geti ekki tekið skýra ákvörðun um hvalveiðar.“ „Vandræðagangur síðustu mánuða hefur sýnt með skýrum hætti að Alþingi þarf að stíga inn og taka afstöðu með umhverfinu, loftslaginu og dýravelferð. Hvalirnir skulu njóta vafans - bönnum hvalveiðar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir að í frumvarpinu sé það lagt til að hvalveiðar verði alfarið bannaðar og að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga, eins og önnur villt dýr í náttúru Íslands. Alþingi Hvalir Hvalveiðar Píratar Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20 Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51 Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en á því má einnig finna þingmenn úr öðrum stjórnarandstöðuflokkum. Það er Samfylkingunni, Flokki fólksins og Viðreisn. Hvalveiðar hófust að nýju í síðustu viku eftir að matvælaráðherra frestaði þeim í sumar. MAST stöðvaði í dag tímabundið hvalveiðar í öðru hvalveiðiskipi Hvals hf., Hval 8, vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Matvælaráðherra setti veiðunum strangari skilyrði í reglugerð sem hún setti áður en veiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. Frá því að veiðarnar hófust hafa verið veiddar fjórtán langreyðar. Andrés Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé „ótækt að stefnulaus ríkisstjórn geti ekki tekið skýra ákvörðun um hvalveiðar.“ „Vandræðagangur síðustu mánuða hefur sýnt með skýrum hætti að Alþingi þarf að stíga inn og taka afstöðu með umhverfinu, loftslaginu og dýravelferð. Hvalirnir skulu njóta vafans - bönnum hvalveiðar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir að í frumvarpinu sé það lagt til að hvalveiðar verði alfarið bannaðar og að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga, eins og önnur villt dýr í náttúru Íslands.
Alþingi Hvalir Hvalveiðar Píratar Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20 Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51 Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47
Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20
Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51
Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34