Enn eitt byggðarlagið lagt í rúst Vilhelm Jónsson skrifar 18. september 2023 10:30 Að þessu sinni sýpur Seyðisfjörður seiðið af fiskveiðastefnu stjórnavalda sem er vart annað en rányrkja til að valin útgerðarfélög geti hámarkað hagnað á kostnað sjávar byggða. Verklag Síldarvinnslunnar og hagræðingar kröfur á bolfiskvinnslu að beina aflaheimildum til Grindarvíkur er enn einn sóðaskapur sem þrífst hjá stórútgerðinni. Engu er látið skipta að afkoma Seyðisfjarðar er nánast lögð í rúst og til þess fallið verðfella fasteignir í bænum og binda fólk átthaga fjötrum. Það vantar ekki upp á hugulsemina hjá framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar sem lítur framkvæmdina grafalvarlegum augum. Hinsvegar er Síldarvinnslan hugsanlega tilbúinn af sinni einstakri fórnfýsi að leggja byggðarlaginu til krafta sína komi bæjarbúar auga á atvinnutækifæri til að draga fram lífið s.s. arðbært laxeldi eða ferðaþjónusta. Norðlenski sægreifinn mun þá af sinni einstöku nærgætni bak við tjöldin rýna í hvað sé til ráða. Það vantar ekki uppá fagurgalann og yfirlýsingar Síldarvinnslunnar þar sem harmað er að þurfa fara í þungbærar breytingar til að auka sveigjanleika og sest verði niður með hagsmuna aðilum og sveitastjórna fólki til að milda svínaríið. Kvótalaus byggðarlög vítt og breytt um landið bera vitnisburð um skelfilegar afleiðingar. Bæjarbúar ættu að íhuga ásamt fólki í öðrum sveitarfélögum sem sitja að aflaheimildum á kostnað byggðarlaga vítt og breytt um landið að ekkert sjávarþorp er hulið sömu örlögum og samþjöppun (þjóðarglæp) sem á sér stað fyrir tilverknað ábyrgðarlausra stjórnmálamanna. Grindvíkingar munu sem fyrr taka þessum feng fagnandi enda vanir að setja að góssinu víða að. Svo sem eftir að aflaheimildir frá fiskiðjuveri á Húsavík enduðu í Grindarvík þegar Vísir skellti í lás fyrir norðan. Útgerðafélögin geta lengi skýlt sér fyrir hagræðingar kröfum ef þau komast upp með að hunsa mannlega þáttinn og geta litið á aflakistu hafsins sem þeirra eign. Ljósið í myrkrinu er að áfram um sinn verður rekin fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði þar sem afkomutölur eru þokkalegar þó verksmiðjan sé gömul. Þökk sé stjórnvöldum að útgerðarfélög fá uppsjávarheimildir nánast gefins. Engu er látið skipta í þessari hagræðingar sýn öryggi starfsmanna verksmiðjunar er varla sinnt sem skyldi og jafnvel að engu haft ef náttúruöflin s.s.aurskriður eða snjóflóð rumska. Væntanlega þarf Samherjagreifinn að ýta enn frekar undir samþjöppun og hagræðingu eftir að íbúar og stjórnvöld Namibíu voru svo óforskömmuð og vanþakklát að hafa ekki skilning á þeirri fórnfýsi sem Samherji sýndi með atvinnurekstri sínum þar. Það er löngu tímabært að þjóðin átti sig á að sjávarauðlindin er eyrnamerkt stærstu útgerðarfélögunum fyrir tilstuðlan óábyrgra manna við Austurvöll sem hafa látið sig engu skipta misskiptingu og ákall um breytt verklag. Það er ekki nóg að ofur ríkir útgerðarmenn vaði uppi með ránshendi og skekki alla eðlilega samkeppnisstöðu í óskyldum atvinnugreinum og hunsi mannlegan þátt til að svala fégræðgi sinni og þröngsýni. Framsal aflaheimilda sem var innleidd á tíunda áratugnum fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins og annarra óvandaðra manna er ein ógeðfelldasta stjórnsýsla sem hefur átt sér stað. Tug ef ekki hundruð milljarða arðgreiðslur útgerðafyrirtækjanna sýna glöggt þá rányrkju sem er í boði lagasetningavaldsins við Austurvöll. Það er ekki nóg að þjóðin fái ekki þann arð sem henni ber af auðlindinni heldur þarf hún að auki að sætta sig við kaupa ránsfengin á svívirðilegu verði vilji hún neyta afurðanna. Fiskveiðar eru hvergi styrktar eins mikið í heiminum og á Íslandi sé litið til stærstu útgerðarfélaganna ásamt fleirum gullrössum sem greiða smánargjald fyrir afurðirnar. Það vantar ekkert uppá sérhagsmuna gæsluna hjá þeim sem verja framangreindan þjófnað með kjaft og klóm til að njóta afrakstursins með einum eða öðrum hætti. Fyrr eða síðar springur þessi rányrkja og fyrirkomulag hjá þeim sem eiga síst von á að eitthvað breytist. Ef að líkum lætur hafa Seyðfirðingar verið bærilega sáttir með fiskveiðastýringuna áður en skorið var á lífsbjörgina fyrir tilverknað Síldarvinnslunnar. Einu sinni iðuðu sjávarbyggðarlög af lífi og fólk gat unnið fyrir sér og treyst því að hafa atvinnu ásamt að búa við eðlilega þjónustu en nú er öldin önnur og flest á hor reiminni. Opinber þjónusta getur vart þrifist fyrir fjárskorti. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn geta ekki svarið af sér ránsherferð síðustu áratuga frekar en Vinstri-Grænir ásamt Samfylkingunni sem sviku öll sín loforð 2009-2013 þegar gullið tækifæri var að vinda ofan af kvótakerfinu með 10% fyrningu á ári. Forsætisráðherra ástundar enn sömu svikin og flótta frá gefnum loforðum enda lærlingur bóndans á Gunnarsstöðum sem vílaði ekki fyrir sér að fara frjálslega með eðlilegt réttlæti. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhelm Jónsson Múlaþing Sjávarútvegur Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að þessu sinni sýpur Seyðisfjörður seiðið af fiskveiðastefnu stjórnavalda sem er vart annað en rányrkja til að valin útgerðarfélög geti hámarkað hagnað á kostnað sjávar byggða. Verklag Síldarvinnslunnar og hagræðingar kröfur á bolfiskvinnslu að beina aflaheimildum til Grindarvíkur er enn einn sóðaskapur sem þrífst hjá stórútgerðinni. Engu er látið skipta að afkoma Seyðisfjarðar er nánast lögð í rúst og til þess fallið verðfella fasteignir í bænum og binda fólk átthaga fjötrum. Það vantar ekki upp á hugulsemina hjá framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar sem lítur framkvæmdina grafalvarlegum augum. Hinsvegar er Síldarvinnslan hugsanlega tilbúinn af sinni einstakri fórnfýsi að leggja byggðarlaginu til krafta sína komi bæjarbúar auga á atvinnutækifæri til að draga fram lífið s.s. arðbært laxeldi eða ferðaþjónusta. Norðlenski sægreifinn mun þá af sinni einstöku nærgætni bak við tjöldin rýna í hvað sé til ráða. Það vantar ekki uppá fagurgalann og yfirlýsingar Síldarvinnslunnar þar sem harmað er að þurfa fara í þungbærar breytingar til að auka sveigjanleika og sest verði niður með hagsmuna aðilum og sveitastjórna fólki til að milda svínaríið. Kvótalaus byggðarlög vítt og breytt um landið bera vitnisburð um skelfilegar afleiðingar. Bæjarbúar ættu að íhuga ásamt fólki í öðrum sveitarfélögum sem sitja að aflaheimildum á kostnað byggðarlaga vítt og breytt um landið að ekkert sjávarþorp er hulið sömu örlögum og samþjöppun (þjóðarglæp) sem á sér stað fyrir tilverknað ábyrgðarlausra stjórnmálamanna. Grindvíkingar munu sem fyrr taka þessum feng fagnandi enda vanir að setja að góssinu víða að. Svo sem eftir að aflaheimildir frá fiskiðjuveri á Húsavík enduðu í Grindarvík þegar Vísir skellti í lás fyrir norðan. Útgerðafélögin geta lengi skýlt sér fyrir hagræðingar kröfum ef þau komast upp með að hunsa mannlega þáttinn og geta litið á aflakistu hafsins sem þeirra eign. Ljósið í myrkrinu er að áfram um sinn verður rekin fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði þar sem afkomutölur eru þokkalegar þó verksmiðjan sé gömul. Þökk sé stjórnvöldum að útgerðarfélög fá uppsjávarheimildir nánast gefins. Engu er látið skipta í þessari hagræðingar sýn öryggi starfsmanna verksmiðjunar er varla sinnt sem skyldi og jafnvel að engu haft ef náttúruöflin s.s.aurskriður eða snjóflóð rumska. Væntanlega þarf Samherjagreifinn að ýta enn frekar undir samþjöppun og hagræðingu eftir að íbúar og stjórnvöld Namibíu voru svo óforskömmuð og vanþakklát að hafa ekki skilning á þeirri fórnfýsi sem Samherji sýndi með atvinnurekstri sínum þar. Það er löngu tímabært að þjóðin átti sig á að sjávarauðlindin er eyrnamerkt stærstu útgerðarfélögunum fyrir tilstuðlan óábyrgra manna við Austurvöll sem hafa látið sig engu skipta misskiptingu og ákall um breytt verklag. Það er ekki nóg að ofur ríkir útgerðarmenn vaði uppi með ránshendi og skekki alla eðlilega samkeppnisstöðu í óskyldum atvinnugreinum og hunsi mannlegan þátt til að svala fégræðgi sinni og þröngsýni. Framsal aflaheimilda sem var innleidd á tíunda áratugnum fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins og annarra óvandaðra manna er ein ógeðfelldasta stjórnsýsla sem hefur átt sér stað. Tug ef ekki hundruð milljarða arðgreiðslur útgerðafyrirtækjanna sýna glöggt þá rányrkju sem er í boði lagasetningavaldsins við Austurvöll. Það er ekki nóg að þjóðin fái ekki þann arð sem henni ber af auðlindinni heldur þarf hún að auki að sætta sig við kaupa ránsfengin á svívirðilegu verði vilji hún neyta afurðanna. Fiskveiðar eru hvergi styrktar eins mikið í heiminum og á Íslandi sé litið til stærstu útgerðarfélaganna ásamt fleirum gullrössum sem greiða smánargjald fyrir afurðirnar. Það vantar ekkert uppá sérhagsmuna gæsluna hjá þeim sem verja framangreindan þjófnað með kjaft og klóm til að njóta afrakstursins með einum eða öðrum hætti. Fyrr eða síðar springur þessi rányrkja og fyrirkomulag hjá þeim sem eiga síst von á að eitthvað breytist. Ef að líkum lætur hafa Seyðfirðingar verið bærilega sáttir með fiskveiðastýringuna áður en skorið var á lífsbjörgina fyrir tilverknað Síldarvinnslunnar. Einu sinni iðuðu sjávarbyggðarlög af lífi og fólk gat unnið fyrir sér og treyst því að hafa atvinnu ásamt að búa við eðlilega þjónustu en nú er öldin önnur og flest á hor reiminni. Opinber þjónusta getur vart þrifist fyrir fjárskorti. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn geta ekki svarið af sér ránsherferð síðustu áratuga frekar en Vinstri-Grænir ásamt Samfylkingunni sem sviku öll sín loforð 2009-2013 þegar gullið tækifæri var að vinda ofan af kvótakerfinu með 10% fyrningu á ári. Forsætisráðherra ástundar enn sömu svikin og flótta frá gefnum loforðum enda lærlingur bóndans á Gunnarsstöðum sem vílaði ekki fyrir sér að fara frjálslega með eðlilegt réttlæti. Höfundur er athafnamaður.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun