Manstu ekki eftir mér? Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 19. september 2023 11:01 „Manstu ekki eftir mér?Mikið lítur vel út beibí frábært hár.Manstu ekki eftir mér?Hvar ertu er búin að vera öll þessi ár?“ Við erum mörg sem þekkjum þessar laglínur og raulum þær meira að segja stundum, ekki satt! En af hverju er ég að velta þessu upp, jú vegna þess að 21. september n.k. er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Enn hefur ekki fundist lækning við Alzheimer eða öðrum heilabilunar sjúkdómum þrátt fyrir víðtækar rannsóknir víða um heim en ýmsar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að hægt er að gera líf þeirra sem greinast með Alzheimer/heilabilun bærilegra á ýmsan hátt. Sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna er alls kyns hreyfing af hinu góða, félagsleg tengsl hvers konar eru afar mikilvæg og að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og munum að þetta þrennt getur hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar. Höfum það hugfast og gerum okkar til að efla lífsgæði þeirra sem gleyma. En mig langar hér og nú að nefna sérstaklega tengsl tónlistar og Alzheimer/heilabilunar því sýnt hefur verið fram á að tónlist hefur jákvæð áhrif á fólk með heilabilun, eflir sjálfsmynd, eykur lífsgæði og bætir samskipti. Þess vegna skiptir svo miklu máli í allri vinnu og umönnun einstaklinga með Alzheimer /heilabilun að tengja tónlistina inn í ferlið með einum eða öðrum hætti. Það er þekkt þegar tónlist er spiluð eða sungin að sumir einstaklingar með Alzheimer sem vart geta tjáð sig, byrja að syngja með, kunna textann og jafnvel vakna minningarbrot í tengslum við lag og texta og sá sem lært hefur á píanó en getur vart matast sjálfur, hann spilar eins og engill þegar hann sest við píanóið. Þetta gerist ekki á einni nóttu, ekki frekar en margt annað en skiptir ótrúlega miklu máli, eykur vellíðan og dregur úr óróleika. En ýmsir hafa lagt hönd á plóg og ég vona að ég móðgi engan þegar hér nefni hér Elligleði sem þau Sesselja Margrét Magnúsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson byrjuðu með árið 2009 og er hlutverk verkefnisins að bjóða öldruðu fólki með minnissjúkdóma upp á söngskemmtanir. Takk elsku þið og við hin skulum muna að getum við bæði spilað og sungið með þeim sem gleyma, það er fyrirhafnarlítið en gleður. En við skulum jafnframt hafa í huga að spila tónlist og syngja með einstaklingum með Alzheimer/heilabilun er ekki tónlistarmeðferð því hún felst í því að menntaður einstaklingur á sviði tónlistar sinni einstaklingum í skemmri eða lengri tíma og vil ég þar nefna og þakka Magneu Tómasdóttur fyrir hennar frábæru störf í þessa veru. Ég bendi jafnframt á afar spennandi námskeið sem Mímir-símenntun býður uppá og heitir Tónlist í umönnunarstörfum og þar er farið yfir hvernig hægt er að nota tónlist í samskiptum og umönnun fólks með heilabilunarsjúkdóm og Magnea Tómasdóttir kennir. Það væri til fyrirmyndar að við sem leiðum þjónustu við einstaklinga með Alzheimer / heilabilun huggleiddum hvort ekki væri skynsamlegt að ráða almennt slíka einstaklinga í hæfingateymi þeirra sem sinna einstaklingum með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar. En að lokum vek ég athygli á ráðstefnu Alzheimersamtakanna sem haldin verður í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 21. september frá kl.13:00 – 16:00 í tilefni af Alþjóðlegum degi Alzheimer. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymii á vefsíðu Alzheimersamtakanna ( alzheimer.is) Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
„Manstu ekki eftir mér?Mikið lítur vel út beibí frábært hár.Manstu ekki eftir mér?Hvar ertu er búin að vera öll þessi ár?“ Við erum mörg sem þekkjum þessar laglínur og raulum þær meira að segja stundum, ekki satt! En af hverju er ég að velta þessu upp, jú vegna þess að 21. september n.k. er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Enn hefur ekki fundist lækning við Alzheimer eða öðrum heilabilunar sjúkdómum þrátt fyrir víðtækar rannsóknir víða um heim en ýmsar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að hægt er að gera líf þeirra sem greinast með Alzheimer/heilabilun bærilegra á ýmsan hátt. Sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna er alls kyns hreyfing af hinu góða, félagsleg tengsl hvers konar eru afar mikilvæg og að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og munum að þetta þrennt getur hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar. Höfum það hugfast og gerum okkar til að efla lífsgæði þeirra sem gleyma. En mig langar hér og nú að nefna sérstaklega tengsl tónlistar og Alzheimer/heilabilunar því sýnt hefur verið fram á að tónlist hefur jákvæð áhrif á fólk með heilabilun, eflir sjálfsmynd, eykur lífsgæði og bætir samskipti. Þess vegna skiptir svo miklu máli í allri vinnu og umönnun einstaklinga með Alzheimer /heilabilun að tengja tónlistina inn í ferlið með einum eða öðrum hætti. Það er þekkt þegar tónlist er spiluð eða sungin að sumir einstaklingar með Alzheimer sem vart geta tjáð sig, byrja að syngja með, kunna textann og jafnvel vakna minningarbrot í tengslum við lag og texta og sá sem lært hefur á píanó en getur vart matast sjálfur, hann spilar eins og engill þegar hann sest við píanóið. Þetta gerist ekki á einni nóttu, ekki frekar en margt annað en skiptir ótrúlega miklu máli, eykur vellíðan og dregur úr óróleika. En ýmsir hafa lagt hönd á plóg og ég vona að ég móðgi engan þegar hér nefni hér Elligleði sem þau Sesselja Margrét Magnúsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson byrjuðu með árið 2009 og er hlutverk verkefnisins að bjóða öldruðu fólki með minnissjúkdóma upp á söngskemmtanir. Takk elsku þið og við hin skulum muna að getum við bæði spilað og sungið með þeim sem gleyma, það er fyrirhafnarlítið en gleður. En við skulum jafnframt hafa í huga að spila tónlist og syngja með einstaklingum með Alzheimer/heilabilun er ekki tónlistarmeðferð því hún felst í því að menntaður einstaklingur á sviði tónlistar sinni einstaklingum í skemmri eða lengri tíma og vil ég þar nefna og þakka Magneu Tómasdóttur fyrir hennar frábæru störf í þessa veru. Ég bendi jafnframt á afar spennandi námskeið sem Mímir-símenntun býður uppá og heitir Tónlist í umönnunarstörfum og þar er farið yfir hvernig hægt er að nota tónlist í samskiptum og umönnun fólks með heilabilunarsjúkdóm og Magnea Tómasdóttir kennir. Það væri til fyrirmyndar að við sem leiðum þjónustu við einstaklinga með Alzheimer / heilabilun huggleiddum hvort ekki væri skynsamlegt að ráða almennt slíka einstaklinga í hæfingateymi þeirra sem sinna einstaklingum með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar. En að lokum vek ég athygli á ráðstefnu Alzheimersamtakanna sem haldin verður í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 21. september frá kl.13:00 – 16:00 í tilefni af Alþjóðlegum degi Alzheimer. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymii á vefsíðu Alzheimersamtakanna ( alzheimer.is) Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna á Íslandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun