Ný og nauðsynleg nálgun í þjónustu við eldra fólk Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2023 16:01 Heilbrigðisþjónustan og -málin eru okkar stærsti og mikilvægasti málaflokkur. Ein stærsta áskorun samfélagsins á sviði heilbrigðismála er öldrun þjóðarinnar og ég held við séum öll sammála um að hlúa vel að eldra fólkinu okkar sem lagði grunninn að því góða samfélagi sem við lifum í. Aldurssamsetning breytist hratt. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þetta þekkjum við og þessi staðreynd er auðvitað ekkert nema frábær. En þjónusta við aldrað fólk hefur ekki náð að halda í við þennan hraða þó ekki sé hægt að segja annað en að margt hafi þróast í rétta átt á síðustu árum. Margt gott þegar verið gert Á síðasta kjörtímabili steig Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, mörg stór skref til að bæta þjónustu við eldra fólk. Til dæmis var gerð gangskör í uppbyggingu heilsueflandi móttöku á heilsugæslustöðum og þær viðbætur til þess fallnar að bæta þjónustu við aldraða. Svandís lagði mikla áherslu á að samþætta þjónustu sveitarfélaga og heilbrigðiskerfis við eldra fólk svo það geti búið heima eins lengi og kostur er og draga þannig úr þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma – sem er dýrasta úrræðið. Það er því virkilega ánægjulegt að sjá núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og félagsmálaráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson taka höndum saman í verkefninu Gott að eldast og halda með því áfram á þessari vegferð. Það á að vera gott að eldast á Íslandi Megin markmið Gott að eldast er að gera heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Meginþungi aðgerðanna liggur í þróunarverkefnum sem ganga út á að finna góðar lausnir sem samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta saman þá þætti sem ríkið sér um og þá sem sveitarfélögin sjá um. Ráðist verður í aðgerðir sem snúast um heilbrigða öldrun með alhliða heilsueflingu, sveigjanlega þjónustu og stórbættan aðgang að ráðgjöf og upplýsingum um þjónustu fyrir eldra fólk. Markmiðið er að tryggja virkara og heilsuhraustara eldra fólki þjónustu sem ýtir undir að sem flest séu þátttakendur í samfélaginu sem lengst. Alþingi samþykkti aðgerðaáætlun þessa verkefnis í vor og í fjárlögum er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna í innleiðingu og framkvæmd hennar. Takist vel til, verður sannarlega gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Eldri borgarar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónustan og -málin eru okkar stærsti og mikilvægasti málaflokkur. Ein stærsta áskorun samfélagsins á sviði heilbrigðismála er öldrun þjóðarinnar og ég held við séum öll sammála um að hlúa vel að eldra fólkinu okkar sem lagði grunninn að því góða samfélagi sem við lifum í. Aldurssamsetning breytist hratt. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þetta þekkjum við og þessi staðreynd er auðvitað ekkert nema frábær. En þjónusta við aldrað fólk hefur ekki náð að halda í við þennan hraða þó ekki sé hægt að segja annað en að margt hafi þróast í rétta átt á síðustu árum. Margt gott þegar verið gert Á síðasta kjörtímabili steig Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, mörg stór skref til að bæta þjónustu við eldra fólk. Til dæmis var gerð gangskör í uppbyggingu heilsueflandi móttöku á heilsugæslustöðum og þær viðbætur til þess fallnar að bæta þjónustu við aldraða. Svandís lagði mikla áherslu á að samþætta þjónustu sveitarfélaga og heilbrigðiskerfis við eldra fólk svo það geti búið heima eins lengi og kostur er og draga þannig úr þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma – sem er dýrasta úrræðið. Það er því virkilega ánægjulegt að sjá núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og félagsmálaráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson taka höndum saman í verkefninu Gott að eldast og halda með því áfram á þessari vegferð. Það á að vera gott að eldast á Íslandi Megin markmið Gott að eldast er að gera heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Meginþungi aðgerðanna liggur í þróunarverkefnum sem ganga út á að finna góðar lausnir sem samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta saman þá þætti sem ríkið sér um og þá sem sveitarfélögin sjá um. Ráðist verður í aðgerðir sem snúast um heilbrigða öldrun með alhliða heilsueflingu, sveigjanlega þjónustu og stórbættan aðgang að ráðgjöf og upplýsingum um þjónustu fyrir eldra fólk. Markmiðið er að tryggja virkara og heilsuhraustara eldra fólki þjónustu sem ýtir undir að sem flest séu þátttakendur í samfélaginu sem lengst. Alþingi samþykkti aðgerðaáætlun þessa verkefnis í vor og í fjárlögum er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna í innleiðingu og framkvæmd hennar. Takist vel til, verður sannarlega gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun