Sérðu eftir því að hafa kært? Stefanía Hrund Guðmundsdóttir skrifar 5. október 2023 07:31 Samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra eru 42% brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir 18 ára aldri. Ég er hluti af þessari tölfræði. Október er genginn í garð, fullur af tilfinningum og minningum eins og seinustu tíu ár hjá mér. Fyrir tíu árum síðan var ég 15 ára menntaskólastelpa að njóta lífsins á nýjum stað þegar það var brotið á mér af samnemanda mínum og við tók þriggja ára kæruferli. Í dag er ég 26 ára, með BA gráðu í fjölmiðlafræði og sest á skólabekk aftur í þetta sinn að læra lögfræði, eitthvað sem mig grunaði ekki fyrir 10 árum að ég myndi geta. Fyrir tíu árum síðan var frelsið mitt tekið af mér um stund, manneskjan sem ég var á þeim tíma hvarf og á einu augnabliki varð ég einhver allt önnur. Fyrir 10 árum síðan hélt ég einfaldlega að líf mitt væri búið, ég hélt ég myndi aldrei fá röddina mína aftur og ég hélt að mér myndi aldrei líða eðlilega aftur. Eitt sinn var ég spurð af yngri stúlku sem ég hitti „sérðu eftir því að hafa kært?“ og svarið við því er nei. Á meðan ferlið var í gangi hugsaði ég stundum að ég hefði kannski átt betri unglingsár ef ég hefði sleppt því að kæra, öll mín menntaskólaár fóru í þetta ferli og það var erfiðara heldur en ég get lýst í orðum. Í dag er ég þakklát litlu mér fyrir að hafa sagt frá, það er alltaf rétta skrefið. Ég er þakklát fyrir þá auknu umræðu sem hefur átt sér stað þegar kemur að brotum og að þolendur beri ekki ábyrgðina, þetta er ekki okkur að kenna. Kynferðisbrot er hræðilegur glæpur, þetta er eitthvað sem að eltir einstaklinginn alla ævi þó svo að flestir læri að lifa með sársaukanum. Eftir aukna umræðu hefur samfélagið lært heilan helling í þessum málaflokki en betur má ef duga skal. Draumurinn fyrir þolendur er að búa í samfélagi sem tekur kynferðisbrotum alvarlega, þar sem að þolandi fær að vera aðili að málinu en ekki bara vitni eins og staðan er í dag. Okkur langar að lifa í samfélagi þar við getum sagt frá okkar reynslu án þess að eiga þá hættu á að fá dóm á okkur fyrir ærumeiðingar eins og við höfum ítrekað séð undanfarin ár. Okkur langar að búa í samfélagi þar sem rödd þolanda skiptir máli. Elsku þolandi! Ef þú ert að lesa þetta og ert í vafa hvort þú eigir að segja frá eða ekki, þá hvet ég þig til þess að segja frá. Þú þarft ekki að kæra ef þú treystir þér ekki til þess, en segðu frá, finndu einstakling sem þú treystir og deildu þessu með viðkomandi – röddin þín skiptir máli og þú ert ekki eitt að berjast í gegnum þetta. Skömmin er ekki þín að bera! Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra eru 42% brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir 18 ára aldri. Ég er hluti af þessari tölfræði. Október er genginn í garð, fullur af tilfinningum og minningum eins og seinustu tíu ár hjá mér. Fyrir tíu árum síðan var ég 15 ára menntaskólastelpa að njóta lífsins á nýjum stað þegar það var brotið á mér af samnemanda mínum og við tók þriggja ára kæruferli. Í dag er ég 26 ára, með BA gráðu í fjölmiðlafræði og sest á skólabekk aftur í þetta sinn að læra lögfræði, eitthvað sem mig grunaði ekki fyrir 10 árum að ég myndi geta. Fyrir tíu árum síðan var frelsið mitt tekið af mér um stund, manneskjan sem ég var á þeim tíma hvarf og á einu augnabliki varð ég einhver allt önnur. Fyrir 10 árum síðan hélt ég einfaldlega að líf mitt væri búið, ég hélt ég myndi aldrei fá röddina mína aftur og ég hélt að mér myndi aldrei líða eðlilega aftur. Eitt sinn var ég spurð af yngri stúlku sem ég hitti „sérðu eftir því að hafa kært?“ og svarið við því er nei. Á meðan ferlið var í gangi hugsaði ég stundum að ég hefði kannski átt betri unglingsár ef ég hefði sleppt því að kæra, öll mín menntaskólaár fóru í þetta ferli og það var erfiðara heldur en ég get lýst í orðum. Í dag er ég þakklát litlu mér fyrir að hafa sagt frá, það er alltaf rétta skrefið. Ég er þakklát fyrir þá auknu umræðu sem hefur átt sér stað þegar kemur að brotum og að þolendur beri ekki ábyrgðina, þetta er ekki okkur að kenna. Kynferðisbrot er hræðilegur glæpur, þetta er eitthvað sem að eltir einstaklinginn alla ævi þó svo að flestir læri að lifa með sársaukanum. Eftir aukna umræðu hefur samfélagið lært heilan helling í þessum málaflokki en betur má ef duga skal. Draumurinn fyrir þolendur er að búa í samfélagi sem tekur kynferðisbrotum alvarlega, þar sem að þolandi fær að vera aðili að málinu en ekki bara vitni eins og staðan er í dag. Okkur langar að lifa í samfélagi þar við getum sagt frá okkar reynslu án þess að eiga þá hættu á að fá dóm á okkur fyrir ærumeiðingar eins og við höfum ítrekað séð undanfarin ár. Okkur langar að búa í samfélagi þar sem rödd þolanda skiptir máli. Elsku þolandi! Ef þú ert að lesa þetta og ert í vafa hvort þú eigir að segja frá eða ekki, þá hvet ég þig til þess að segja frá. Þú þarft ekki að kæra ef þú treystir þér ekki til þess, en segðu frá, finndu einstakling sem þú treystir og deildu þessu með viðkomandi – röddin þín skiptir máli og þú ert ekki eitt að berjast í gegnum þetta. Skömmin er ekki þín að bera! Höfundur er háskólanemi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun