A little trip to Vigur Island Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 6. október 2023 16:00 Veðrið var með ágætum þá vikuna. Allavega samkvæmt flestum skilgreiningum, skilgreiningum þeirra sem manninn ala á landi ísa og elda og teljast flestu vanir þegar kemur að veðurfari sem fær mann til að skjálfa á beinunum og það jafnvel í sólmánuði. Veður jaðraði við að vera svo gott að gumi hafi getað talið sér trú um að vera staddur erlendis. Veðrið og andrúmsloftið með sínar túrhestahjarðir út um allar koppagrundir juku enn á þá tilfinningu framandleikans. Það er og segin saga að eitthvað verður að brjóta upp hversdagsleikann. Þegar þetta er ritað er lítið eftir af þeirri veðursæld sem þá ríkti og landið því eins og kona, kvár og Anthony Hopkins þekkja það hvað best. Veðrið er hryssingslegt og fer tröllslegum höndum um mannkindina. Já, Ísland ber oftlega nafn með rentu og ekki er alltaf á vísan að róa í veðurefnum sem kann að vera ástæða þess hve títt mörlandinn notar viðtengingarhátt. En það er önnur saga og verður ekki sögð hér. Var því einkar ánægjulegt að undirritaður gat, þann daginn, gert sér veðursældina að góðu og farið í bátsferð út í eyna Vigur. Lagt var af stað frá Ísafjarðarbæ og þótt flest það sem fyrir augu bar hafi verið kunnuglegt framkallaði stemmningin annarsleika í höfðinu. Allt var svo voða útlendis. Lyngt var í sjóinn, seiðandi rödd „gædsins“ ómaði ókennilega yfir öldum hafsins sem skelltu frönskum kossi á kinnunginn sem sungu o sole mío (nema hvað) og Sound of Silence (svona allt að því). Þegar út í Vigur var komið tók við leiðsögn um eyna og hennar áhugaverðu náttúru og menningu. Yfir öllu þessu var þessi framandleikablær. Allt kunnunglegt en samt á einhvern hátt framandi eins og skynjun manns kann að upplifa hluti sem ekki eru hvunndagslegir. Og það sem enn jók á þá tilfinningu var að móðurmál undirritaðs, íslenska, heyrðist vart þegar á land var komið. Leiðsögn um eyna var ekki í boði á íslensku og öll upplýsingaskilti voru einvörðungu á ensku. Svona á þetta að vera. Svona fær maður miklu meira fyrir aurinn. Þetta var bara alveg eins og að vera staddur erlendis. Þetta er eitthvað sem miklu fleiri aðilar mættu taka sér til fyrirmyndar. Alger óþarfi að hafa íslensku. Og það þótt flest fari fyrir ofan garð og neðan á engilsaxneskunni. Það gildir einu. Ókunnugleikinn var það mikill að maður hefði allt eins getað verið í Disneylandi. Og Disneyland þekkir maður auðvitað og það jafnval án þess að hafa nokkurn tímann stígið þar fæti. Undirritaður mælist eindregið til þess að íslenska verði alfarið bönnuð í öllu sem viðkemur ferðamennsku, svona til að maður hafi fremur á tilfinningunni að maður sé ekki þar sem maður er og þá sérstaklega þegar sól skín í heiði. Maður vill ekki láta eitthvað afdala hrognamál, hrútspunga og skreið skemma fyrir manni framandleikann. Við getum bara talað, heyrt og lesið íslensku þegar veður er vont. You go Vigur Island! Undirritaður hefir nokkuð oft leitast við að hafa samband til að þakka Vigur Island fyrir að haga málum svona en ekki fengið nein viðbrögð. Því miður. Það stafar líklega af því að hann skrifaði á íslensku. Hann er bara svo lélegur í ensku. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Veðrið var með ágætum þá vikuna. Allavega samkvæmt flestum skilgreiningum, skilgreiningum þeirra sem manninn ala á landi ísa og elda og teljast flestu vanir þegar kemur að veðurfari sem fær mann til að skjálfa á beinunum og það jafnvel í sólmánuði. Veður jaðraði við að vera svo gott að gumi hafi getað talið sér trú um að vera staddur erlendis. Veðrið og andrúmsloftið með sínar túrhestahjarðir út um allar koppagrundir juku enn á þá tilfinningu framandleikans. Það er og segin saga að eitthvað verður að brjóta upp hversdagsleikann. Þegar þetta er ritað er lítið eftir af þeirri veðursæld sem þá ríkti og landið því eins og kona, kvár og Anthony Hopkins þekkja það hvað best. Veðrið er hryssingslegt og fer tröllslegum höndum um mannkindina. Já, Ísland ber oftlega nafn með rentu og ekki er alltaf á vísan að róa í veðurefnum sem kann að vera ástæða þess hve títt mörlandinn notar viðtengingarhátt. En það er önnur saga og verður ekki sögð hér. Var því einkar ánægjulegt að undirritaður gat, þann daginn, gert sér veðursældina að góðu og farið í bátsferð út í eyna Vigur. Lagt var af stað frá Ísafjarðarbæ og þótt flest það sem fyrir augu bar hafi verið kunnuglegt framkallaði stemmningin annarsleika í höfðinu. Allt var svo voða útlendis. Lyngt var í sjóinn, seiðandi rödd „gædsins“ ómaði ókennilega yfir öldum hafsins sem skelltu frönskum kossi á kinnunginn sem sungu o sole mío (nema hvað) og Sound of Silence (svona allt að því). Þegar út í Vigur var komið tók við leiðsögn um eyna og hennar áhugaverðu náttúru og menningu. Yfir öllu þessu var þessi framandleikablær. Allt kunnunglegt en samt á einhvern hátt framandi eins og skynjun manns kann að upplifa hluti sem ekki eru hvunndagslegir. Og það sem enn jók á þá tilfinningu var að móðurmál undirritaðs, íslenska, heyrðist vart þegar á land var komið. Leiðsögn um eyna var ekki í boði á íslensku og öll upplýsingaskilti voru einvörðungu á ensku. Svona á þetta að vera. Svona fær maður miklu meira fyrir aurinn. Þetta var bara alveg eins og að vera staddur erlendis. Þetta er eitthvað sem miklu fleiri aðilar mættu taka sér til fyrirmyndar. Alger óþarfi að hafa íslensku. Og það þótt flest fari fyrir ofan garð og neðan á engilsaxneskunni. Það gildir einu. Ókunnugleikinn var það mikill að maður hefði allt eins getað verið í Disneylandi. Og Disneyland þekkir maður auðvitað og það jafnval án þess að hafa nokkurn tímann stígið þar fæti. Undirritaður mælist eindregið til þess að íslenska verði alfarið bönnuð í öllu sem viðkemur ferðamennsku, svona til að maður hafi fremur á tilfinningunni að maður sé ekki þar sem maður er og þá sérstaklega þegar sól skín í heiði. Maður vill ekki láta eitthvað afdala hrognamál, hrútspunga og skreið skemma fyrir manni framandleikann. Við getum bara talað, heyrt og lesið íslensku þegar veður er vont. You go Vigur Island! Undirritaður hefir nokkuð oft leitast við að hafa samband til að þakka Vigur Island fyrir að haga málum svona en ekki fengið nein viðbrögð. Því miður. Það stafar líklega af því að hann skrifaði á íslensku. Hann er bara svo lélegur í ensku. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar