Umfangsmiklar loftárásir standa yfir og enn líkur á innrás Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 06:44 Palestínskur maður með særða stúlku við sjúkrahús í Gasaborg. AP/Fatima Shbair Umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Gasasvæðið standa nú yfir en talsmenn hersins greindu frá þessu í morgun. Tugir eru taldir hafa fallið í árásum Ísraela í nótt og fleiri særst. Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir fjölda látinna á Gasa nú yfir 1.200, sem er sami fjöldi og lést í árásum Hamas á þorp og bæi í Ísrael á laugardag. Yfir 338 þúsund manns eru sagðir hafa flúið heimili sín á Gasa. Talsmenn Ísraelshers segja að hernaðaraðgerðir á jörðu niðri myndu hefjast þegar tíminn væri réttur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, á morgun. Abbas mun funda með Abdullah, konungi Jórdaníu, í Amman í dag. Fulltrúar Rauða krossins segjast eiga í samskiptum við Hamas og Ísrael vegna gíslana sem Hamas-liðar rændu á laugardag. Unnið er að því að fá þá lausa en einnig að reyna að koma á samskiptum milli gíslanna og ástvina þeirra. Reyk leggur frá Gasa eftir loftárásir Ísraelshers.AP/Fatima Shbair Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum í gær og sagði árásir Hamas á laugardag hafa verið hrein og klár „grimmdarverk“. Sagði hann um að ræða mesta hroðaverkið sem framið hefur verið gegn gyðingum frá helförinni. Forsetinn sendi einnig viðvörun til Íran um að „stíga varlega til jarðar“. Þá sagði hann að Bandaríkin ynnu að því að reyna að fá gíslana lausa en að hann myndi að sjálfsögðu ekki tjá sig frekar um þær aðgerðir. Zhai Jun, sendifulltrúi Kína í málefnum Mið-Austurlanda, sagðist hafa átt samtal við Egypta í gær um mögulega aðkomu Kínverja að því að miðla málum og koma á vopnahléi. Þá ítrekaði hann afstöðu Kína að svokölluð „tveggja ríkja lausn“ væri eina fýsilega leiðin til að koma á varanlegum friði á svæðinu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir fjölda látinna á Gasa nú yfir 1.200, sem er sami fjöldi og lést í árásum Hamas á þorp og bæi í Ísrael á laugardag. Yfir 338 þúsund manns eru sagðir hafa flúið heimili sín á Gasa. Talsmenn Ísraelshers segja að hernaðaraðgerðir á jörðu niðri myndu hefjast þegar tíminn væri réttur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, á morgun. Abbas mun funda með Abdullah, konungi Jórdaníu, í Amman í dag. Fulltrúar Rauða krossins segjast eiga í samskiptum við Hamas og Ísrael vegna gíslana sem Hamas-liðar rændu á laugardag. Unnið er að því að fá þá lausa en einnig að reyna að koma á samskiptum milli gíslanna og ástvina þeirra. Reyk leggur frá Gasa eftir loftárásir Ísraelshers.AP/Fatima Shbair Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum í gær og sagði árásir Hamas á laugardag hafa verið hrein og klár „grimmdarverk“. Sagði hann um að ræða mesta hroðaverkið sem framið hefur verið gegn gyðingum frá helförinni. Forsetinn sendi einnig viðvörun til Íran um að „stíga varlega til jarðar“. Þá sagði hann að Bandaríkin ynnu að því að reyna að fá gíslana lausa en að hann myndi að sjálfsögðu ekki tjá sig frekar um þær aðgerðir. Zhai Jun, sendifulltrúi Kína í málefnum Mið-Austurlanda, sagðist hafa átt samtal við Egypta í gær um mögulega aðkomu Kínverja að því að miðla málum og koma á vopnahléi. Þá ítrekaði hann afstöðu Kína að svokölluð „tveggja ríkja lausn“ væri eina fýsilega leiðin til að koma á varanlegum friði á svæðinu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“