Segja 338 þúsund á vergangi og ástandið mjög alvarlegt Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2023 17:56 Særður maður fluttur á sjúkrahús eftir loftárás á Gasaströndinni í dag. AP/Hatem Ali Sameinuðu þjóðirnar segja fjölda þeirra sem eru á vergangi á Gasaströndinni hafa aukist um þriðjung á einum sólarhring. 338 þúsund manns hafa misst heimili sín í árásum Ísraelsmanna frá því á laugardaginn en ísraelski herinn hefur varpað rúmlega sex þúsund sprengjum á Gasaströndina á síðustu sex dögum. Um 2,3 milljónir manna búa á Gasasvæðinu, sem er talið eitt þéttbýlasta svæði heims. Ísraelar ætla ekki að veita íbúum Gasastrandarinnar aftur aðgang að vatni og rafmagni, né leyfa birgðaflutninga inn á svæðið, fyrr en Hamas-liðar hafa sleppt fólkinu sem þeir tóku í gíslingu í árásum þeirra á laugardaginn. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök vara við því að ástandið sé mjög alvarlegt á Gasa. Einn talsmanna ísraelska hersins sagði í dag að verið væri að undirbúa innrás á Gasaströndina, verði slík skipun gefin. Líklegt er að innrás verði gerð en ráðamenn í Ísrael hafa sett sér það markmið að gera útaf við Hamas-samtökin og bana hverjum einasta Hamas-liða. Talsmaður Hamas-samtakanna sagði í dag að ef Ísraelski herinn gerði innrás, yrði honum eytt. Heilbrigðisráðuneyti Gasa sagði í dag að 1.417 manns hefðu fallið í árásum Ísraelsmanna og að rúmlega sex þúsund hefðu særst. Ráðuneytið, sem er stýrt af Hamas, tilgreinir ekki hve margir þeirra sem hafa dáið voru Hamas-liðar en Ísraelar segjast hafa fellt um 1.500 þeirra. Sjá einnig: Óttast að spítalinn breytist í líkhús Árásir Hamas-liða á laugardaginn og sunnudaginn kostuðu rúmlega 1.200 manns lífið í Ísrael og þar af eru tæplega tvö hundruð hermenn. Ísraelski herinn birti í dag myndband frá því á laugardaginn þegar sérsveitarmenn endurtóku landamærastöð við Gasaströndina, sem hafði fallið í hendur Hamas-liða um morguninn. IDF publishes footage showing troops of the Navy's elite Shayetet 13 commando unit retaking the Sufa military post on the Gaza border from Palestinian terrorists on Saturday. pic.twitter.com/hthv0sWPXY— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 12, 2023 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53 Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. 12. október 2023 10:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Um 2,3 milljónir manna búa á Gasasvæðinu, sem er talið eitt þéttbýlasta svæði heims. Ísraelar ætla ekki að veita íbúum Gasastrandarinnar aftur aðgang að vatni og rafmagni, né leyfa birgðaflutninga inn á svæðið, fyrr en Hamas-liðar hafa sleppt fólkinu sem þeir tóku í gíslingu í árásum þeirra á laugardaginn. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök vara við því að ástandið sé mjög alvarlegt á Gasa. Einn talsmanna ísraelska hersins sagði í dag að verið væri að undirbúa innrás á Gasaströndina, verði slík skipun gefin. Líklegt er að innrás verði gerð en ráðamenn í Ísrael hafa sett sér það markmið að gera útaf við Hamas-samtökin og bana hverjum einasta Hamas-liða. Talsmaður Hamas-samtakanna sagði í dag að ef Ísraelski herinn gerði innrás, yrði honum eytt. Heilbrigðisráðuneyti Gasa sagði í dag að 1.417 manns hefðu fallið í árásum Ísraelsmanna og að rúmlega sex þúsund hefðu særst. Ráðuneytið, sem er stýrt af Hamas, tilgreinir ekki hve margir þeirra sem hafa dáið voru Hamas-liðar en Ísraelar segjast hafa fellt um 1.500 þeirra. Sjá einnig: Óttast að spítalinn breytist í líkhús Árásir Hamas-liða á laugardaginn og sunnudaginn kostuðu rúmlega 1.200 manns lífið í Ísrael og þar af eru tæplega tvö hundruð hermenn. Ísraelski herinn birti í dag myndband frá því á laugardaginn þegar sérsveitarmenn endurtóku landamærastöð við Gasaströndina, sem hafði fallið í hendur Hamas-liða um morguninn. IDF publishes footage showing troops of the Navy's elite Shayetet 13 commando unit retaking the Sufa military post on the Gaza border from Palestinian terrorists on Saturday. pic.twitter.com/hthv0sWPXY— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 12, 2023
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53 Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. 12. október 2023 10:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29
Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53
Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. 12. október 2023 10:21