Grænir kjarasamningar Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 17. október 2023 07:31 Það er sameiginlegt verkefni þjóða heimsins að vinda ofan af loftslagsbreytingum og þeim skaðlegu áhrifum sem þær munu hafa á hag framtíðarkynslóða. Áhrifin birtast okkur nú þegar í stórfelldum fólksflutningum frá þeim svæðum sem þegar eru að kljást við afleiðingar ofsahlýnunar, í súrnun sjávar og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Á Norðurlöndunum og í ýmsum aðildarríkjum ESB er nú uppi ákall um árangursríkari ráðstafanir til að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnustarfsemi á loftslag og náttúru, sem skilað geti jákvæðum breytingum fyrir mannkyn og móður Jörð. Eitt af tækjunum sem bent er á til að sinna þessu ákalli eru grænir kjarasamningar. Hér má Ísland ekki láta sitt eftir liggja. Kjarasamningar eru öflug tæki Samningar aðila vinnumarkaðar munu skipta höfuðmáli í viðleitni okkar til að hafa jákvæð áhrif í baráttunni við loftslagsvána. Kjarasamningar hafa grundvallandi áhrif á velferð samfélaga. Þeir eru samningar milli tveggja jafnrétthárra aðila, launagreiðenda og launafólks, og spila lykilhlutverk í framþróun samfélagsins. Með því að beita þeim í þágu umhverfisverndar er líklegt að áhrifanna gæti hraðar en með öðrum seinvirkari aðferðum. Öflugustu tækin í kjarasamningum sem við höfum til að mæta þessum áskorunum eru samgöngustyrkir, aukin fræðsla, þjálfun og endurmenntun allra sem í hlut eiga og eru þátttakendur í þeirri starfsemi sem um ræðir. Fræðslan þarf að fjalla um breytta aðferðafræði í starfsemi fyrirtækja og stofnana, auk þess sem endurskilgreina þarf þá þætti sem hafa áhrif á hagvöxt; draga úr vægi fjárhagslegra þátta og auka vægi samfélagslegra þátta, allt í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eins og henni í lýst í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og áformum stjórnvalda um sjálfbært Ísland. Auka þarf fræðslu um vinnumarkaðinn almennt, en ekki síst þær atvinnugreinar sem hafa mikil áhrif á loftslag og umhverfi. Þar koma til álita atvinnugreinar sem byggja á auðlindanýtingu hvers konar, hvort sem um er að ræða land, loft, ferskvatn, jarðvarma eða sjávarauðlindina. Stjórnvöld tryggi réttlát græn umskipti Stjórnvöld leggja áherslu á að umskiptin í átt að grænni framtíð verði réttlát og þurfi að eiga sér stað í flestu tilliti er varðar umgengni okkar við náttúru og lífríki. Stjórnvöld hafa sent skilaboð út í samfélagið um að hér sé um sameiginlegt átak að ræða, sem við þurfum öll að taka þátt í. Þættir sem komið hafa til tals í tengslum við réttlát græn umskipti eru breytingar á störfum á vinnumarkaði, sum störf hverfa og ný störf verða til. Í því sambandi ber að hafa í huga mismunandi áhrif á ólíka hópa, fólk sem er jaðarsett að einhverju leyti, t.d. vegna aldurs eða fötlunar. Efnahagslegra áhrifa gætir í raun nú þegar í umhverfisskattlagningu á allan almenning. Yfirlýst stefna verður að fela í sér að umskiptin m.a. þegar kemur að skattlagningu og hvötum séu innleidd með sem sanngjörnustum hætti. Skorum á aðila vinnumarkaðar Innan BHM er þegar hafin umræða um þá möguleika sem kunna að felast í nálgun af þessum toga og skorar bandalagið á aðra aðila vinnumarkaðarins að sýna frumkvæði og áræðni í þessa veru. Kjarasamningar eru framundan og við öxlum ábyrgð með því að beita kjarasamningum í þágu umhverfisverndar. Þannig stefnum við sameiginlega í átt að grænum umskiptum í þágu loftslags, lífríkis og samfélags. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sameiginlegt verkefni þjóða heimsins að vinda ofan af loftslagsbreytingum og þeim skaðlegu áhrifum sem þær munu hafa á hag framtíðarkynslóða. Áhrifin birtast okkur nú þegar í stórfelldum fólksflutningum frá þeim svæðum sem þegar eru að kljást við afleiðingar ofsahlýnunar, í súrnun sjávar og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Á Norðurlöndunum og í ýmsum aðildarríkjum ESB er nú uppi ákall um árangursríkari ráðstafanir til að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnustarfsemi á loftslag og náttúru, sem skilað geti jákvæðum breytingum fyrir mannkyn og móður Jörð. Eitt af tækjunum sem bent er á til að sinna þessu ákalli eru grænir kjarasamningar. Hér má Ísland ekki láta sitt eftir liggja. Kjarasamningar eru öflug tæki Samningar aðila vinnumarkaðar munu skipta höfuðmáli í viðleitni okkar til að hafa jákvæð áhrif í baráttunni við loftslagsvána. Kjarasamningar hafa grundvallandi áhrif á velferð samfélaga. Þeir eru samningar milli tveggja jafnrétthárra aðila, launagreiðenda og launafólks, og spila lykilhlutverk í framþróun samfélagsins. Með því að beita þeim í þágu umhverfisverndar er líklegt að áhrifanna gæti hraðar en með öðrum seinvirkari aðferðum. Öflugustu tækin í kjarasamningum sem við höfum til að mæta þessum áskorunum eru samgöngustyrkir, aukin fræðsla, þjálfun og endurmenntun allra sem í hlut eiga og eru þátttakendur í þeirri starfsemi sem um ræðir. Fræðslan þarf að fjalla um breytta aðferðafræði í starfsemi fyrirtækja og stofnana, auk þess sem endurskilgreina þarf þá þætti sem hafa áhrif á hagvöxt; draga úr vægi fjárhagslegra þátta og auka vægi samfélagslegra þátta, allt í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eins og henni í lýst í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og áformum stjórnvalda um sjálfbært Ísland. Auka þarf fræðslu um vinnumarkaðinn almennt, en ekki síst þær atvinnugreinar sem hafa mikil áhrif á loftslag og umhverfi. Þar koma til álita atvinnugreinar sem byggja á auðlindanýtingu hvers konar, hvort sem um er að ræða land, loft, ferskvatn, jarðvarma eða sjávarauðlindina. Stjórnvöld tryggi réttlát græn umskipti Stjórnvöld leggja áherslu á að umskiptin í átt að grænni framtíð verði réttlát og þurfi að eiga sér stað í flestu tilliti er varðar umgengni okkar við náttúru og lífríki. Stjórnvöld hafa sent skilaboð út í samfélagið um að hér sé um sameiginlegt átak að ræða, sem við þurfum öll að taka þátt í. Þættir sem komið hafa til tals í tengslum við réttlát græn umskipti eru breytingar á störfum á vinnumarkaði, sum störf hverfa og ný störf verða til. Í því sambandi ber að hafa í huga mismunandi áhrif á ólíka hópa, fólk sem er jaðarsett að einhverju leyti, t.d. vegna aldurs eða fötlunar. Efnahagslegra áhrifa gætir í raun nú þegar í umhverfisskattlagningu á allan almenning. Yfirlýst stefna verður að fela í sér að umskiptin m.a. þegar kemur að skattlagningu og hvötum séu innleidd með sem sanngjörnustum hætti. Skorum á aðila vinnumarkaðar Innan BHM er þegar hafin umræða um þá möguleika sem kunna að felast í nálgun af þessum toga og skorar bandalagið á aðra aðila vinnumarkaðarins að sýna frumkvæði og áræðni í þessa veru. Kjarasamningar eru framundan og við öxlum ábyrgð með því að beita kjarasamningum í þágu umhverfisverndar. Þannig stefnum við sameiginlega í átt að grænum umskiptum í þágu loftslags, lífríkis og samfélags. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar