Teflon að eilífu Indriði Ingi Stefánsson skrifar 17. október 2023 08:00 Áratugum saman nýtti Dupont fyrirtækið, efni í sínum vörum sem flokkast sem eilífðarefni [e. forever chemical]. Þessi efni virkuðu afar vel og gátu bæði tryggt að matur festist ekki við pönnur og að regnkápur væru afar vatnsþéttar. En þar sem að efnin brotna ekki niður í náttúrunni hefur því verið haldið fram að þessi efni séu að finna í hverjum einasta Bandaríkjamanni. Papparör með eilífðarefnum Þegar ég frétti af því að í viðleitni til að gera papparör betri væri nú að finna í þeim þessi svokölluðu eilífðarefni, tók ég þá ákvörðun að kanna hvort við séum ekki að passa þetta hér og sendi því fyrirspurn hvað þau varðaði til Umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, nafn ráðuneytisins er raunar merki um hversu langt núverandi ríkisstjórn er til í að seilast til að þess að tryggja að ákveðið fólk séu ráðherrar, Það þurfti jú að skera upp alls konar ráðuneyti og bæta við einu til að gera 12 ráðherra hóp sáttann. Rándýrar ráðherrahrókeringar Þessar hrókeringar kosta okkur 500 milljónir á ári, 500 milljónir sem væntanlega væru betur nýttar í önnur verkefni og fólkið sem stýrir þessum mikilvægustu stofnunum íslenskrar stjórnsýslu var valið af svo mikilli kostgæfni að fæst þeirra vissu hvaða ráðuneyti það fengi fyrr en daginn fyrir blaðamannafund og jú þetta er fólkið sem sakar útlendinga um að kosta of mikið. Klúður á klúður ofan En teflonið er að finna víða og einn ráðherra hefur í gegnum tíðina getað vikið sér undan hvers konar afleiðingum og jafnvel nánast gagnrýnislaust haldið áfram eftir hvert hneykslið á eftir öðru. Einhverjum þótti mögulega verið fara að sjá á tefloninu í síðustu viku þegar umræddur ráðherra sagði af sér embætti. En fólkið sem var farið að hafa áhyggjur af því hvað yrði nú um Bjarna þurfti ekki að hafa áhyggjur lengi. Þau mál leystust á laugardaginn þegar Bjarni varð utanríkisráðherra. Stólaskiptin voru gagngert gerð til þess að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái að halda áfram að sjá um einmitt þau verkefni sem Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi meðferð á og var ástæða uppsagnar Bjarna. Margur heldur mig sig Samflokksfólk Bjarna hefur síðan ekki meiri sómakennd en svo að það sakar okkur í stjórnarandstöðunni um aumingjaskap og að setja á svið leikrit um málið. Fólkinu sem finnst það vera að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherra sakar önnur um aumingjaskap. Fólkið sem sakar aðra um að setja á svið leikrit færir ráðherra milli stóla og kemur sér þannig undan því að taka nokkra afstöðu til þess sem í áliti Umboðsmanns Alþingis stendur. Já, margur heldur mig sig. Það er því alveg ljóst að ef kjósendur halda áfram að sætta sig við þessi leikrit og aumingjaskap allrar ríkisstjórnarinnar, því Vinstri Græn og Framsókn deila ábyrgðinni á endanum, þá munum við bara fá meira af því sama og eilífðarefnið Sjálfstæðisflokkinn verður að finna hvar sem litið er í íslenskri stjórnsýslu, því öfugt við upprunalega teflonið sem gætti þess að hlutir festust ekki saman tryggir þetta teflon að Sjálfstæðisflokkurinn festist við allt sem hann snertir, flokkur sem hefur löngu sýnt að hann getur ekki starfað af heilindum fyrir okkur kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Áratugum saman nýtti Dupont fyrirtækið, efni í sínum vörum sem flokkast sem eilífðarefni [e. forever chemical]. Þessi efni virkuðu afar vel og gátu bæði tryggt að matur festist ekki við pönnur og að regnkápur væru afar vatnsþéttar. En þar sem að efnin brotna ekki niður í náttúrunni hefur því verið haldið fram að þessi efni séu að finna í hverjum einasta Bandaríkjamanni. Papparör með eilífðarefnum Þegar ég frétti af því að í viðleitni til að gera papparör betri væri nú að finna í þeim þessi svokölluðu eilífðarefni, tók ég þá ákvörðun að kanna hvort við séum ekki að passa þetta hér og sendi því fyrirspurn hvað þau varðaði til Umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, nafn ráðuneytisins er raunar merki um hversu langt núverandi ríkisstjórn er til í að seilast til að þess að tryggja að ákveðið fólk séu ráðherrar, Það þurfti jú að skera upp alls konar ráðuneyti og bæta við einu til að gera 12 ráðherra hóp sáttann. Rándýrar ráðherrahrókeringar Þessar hrókeringar kosta okkur 500 milljónir á ári, 500 milljónir sem væntanlega væru betur nýttar í önnur verkefni og fólkið sem stýrir þessum mikilvægustu stofnunum íslenskrar stjórnsýslu var valið af svo mikilli kostgæfni að fæst þeirra vissu hvaða ráðuneyti það fengi fyrr en daginn fyrir blaðamannafund og jú þetta er fólkið sem sakar útlendinga um að kosta of mikið. Klúður á klúður ofan En teflonið er að finna víða og einn ráðherra hefur í gegnum tíðina getað vikið sér undan hvers konar afleiðingum og jafnvel nánast gagnrýnislaust haldið áfram eftir hvert hneykslið á eftir öðru. Einhverjum þótti mögulega verið fara að sjá á tefloninu í síðustu viku þegar umræddur ráðherra sagði af sér embætti. En fólkið sem var farið að hafa áhyggjur af því hvað yrði nú um Bjarna þurfti ekki að hafa áhyggjur lengi. Þau mál leystust á laugardaginn þegar Bjarni varð utanríkisráðherra. Stólaskiptin voru gagngert gerð til þess að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái að halda áfram að sjá um einmitt þau verkefni sem Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi meðferð á og var ástæða uppsagnar Bjarna. Margur heldur mig sig Samflokksfólk Bjarna hefur síðan ekki meiri sómakennd en svo að það sakar okkur í stjórnarandstöðunni um aumingjaskap og að setja á svið leikrit um málið. Fólkinu sem finnst það vera að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherra sakar önnur um aumingjaskap. Fólkið sem sakar aðra um að setja á svið leikrit færir ráðherra milli stóla og kemur sér þannig undan því að taka nokkra afstöðu til þess sem í áliti Umboðsmanns Alþingis stendur. Já, margur heldur mig sig. Það er því alveg ljóst að ef kjósendur halda áfram að sætta sig við þessi leikrit og aumingjaskap allrar ríkisstjórnarinnar, því Vinstri Græn og Framsókn deila ábyrgðinni á endanum, þá munum við bara fá meira af því sama og eilífðarefnið Sjálfstæðisflokkinn verður að finna hvar sem litið er í íslenskri stjórnsýslu, því öfugt við upprunalega teflonið sem gætti þess að hlutir festust ekki saman tryggir þetta teflon að Sjálfstæðisflokkurinn festist við allt sem hann snertir, flokkur sem hefur löngu sýnt að hann getur ekki starfað af heilindum fyrir okkur kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar