Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2023 10:56 Frá þjálfun sérsveita Leyniþjónustu Úkraínu (SBU). Tvær nýjar deildir voru stofnaðar innan leyniþjónustunna og meðlimir hennar meðal annars þjálfaðir af CIA í Bandaríkjunum. Getty/Maxym Marusenko Hópar úkraínskra njósnara sem hafa náin tengsl við Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og hafa jafnvel verið þjálfaðir í Bandaríkjunum eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússlandi í skuggunum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa myrt Daríu Dugina í sprengjuárás, samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. Meðlimir hópsins hafa einnig tvisvar sinnum reynt að sprengja upp brúnna yfir Kerch-sund, sprengt dróna á þaki Kremlin og sprengt göt á síður rússneskra herskipa. Frá því Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega og átökin hófust í austurhluta Úkraínu hafa starfsmenn CIA hjálpað Úkraínumönnum við að mynda, þjálfa og aðstoða þessi teymi njósnara. Samkvæmt ítarlegri grein Washington Post, sem byggir á viðtölum við fjölda embættismanna í Bandaríkjunum, Bretlandi og Úkraínu, hefur CIA varið tugum milljóna dala frá árinu 2015 í að endurbyggja leyniþjónustustofnanir í Úkraínu. Þessi aðstoð hefur að miklu leyti verið bundin við GUR, leyniþjónustu úkraínska hersins, þar sem SBU, hefðbundna leyniþjónusta Úkraínu, þykir enn of nátengt FSB í Rússlandi, en sú stofnun kallaðist á árum áður KGB. SBU þótti of stór stofnun til að hægt væri að gera breytingar á henni og margir af yfirmönnum hennar höfðu áður unnið fyrir Rússa og þótti ekki hægt að treysta þeim. Því voru tvær nýjar deildir stofnaðar innan SBU, samkvæmt heimildum WP. Tvær slíkar deildir hafa verið stofnaðar. Þjálfuðu njósnara í upplýsingaöflun Meiri áhersla var lögð á GUR, sem er mun minni stofnun og þar að auki eru starfsmenn hennar yngri. „GUR var litla barnið okkar,“ sagði einn fyrrverandi starfsmaður CIA sem vann með Úkraínumönnum. Hann sagði starfsmenn GUR hafa fengið besta búnaðinn og bestu þjálfunina. Einn heimildarmaður WP, sem starfaði hjá CIA, segir að aðkoma stofnunarinnar hafi að mestu snúist um að útvega úkraínskum njósnurum samskiptabúnað og þjálfun í því að afla leynilegra upplýsinga í Rússlandi. Hann sagði þjálfunina ekki hafa snúist um hvernig ætti að sprengja fólk í loft upp. CIA útvegaði Úkraínumönnum búnað til að hlera samskipti Rússa og jafnvel búninga aðskilnaðarsinna svo njósnararnir gætu farið auðveldar um austurhluta Úkraínu. Fyrstu verkefni njósnaranna gengu flest út á að snúa rússneskum hermönnum og safna upplýsingum. Þetta virkaði gífurlega vel og eru Úkraínumenn sagðir hafa hlerað gífurlega mikið af samskiptum innan Rússneska hersins og FSB. Þeir söfnuðu svo miklum upplýsingum að þeir réðu ekki við að greina þær en CIA aðstoðaði þá. Allar upplýsingarnar flæddu í gegnum vefþjóna CIA. Þurftu að aðlagast Síðar byrjuðu njósnararnir úkraínsku að handsama leiðtoga aðskilnaðarinna, rússneska aðskilnaðarsinna og úkraínska samverkamenn Rússa. Úkraínskir embættismenn segja að þær aðgerðir hafi fljótt leitt til þess að njósnarar GUR og SBU fóru að ráða aðskilnaðarsinna og samverkamenn Rússa af dögum. Þessi breyting er sögð eiga rætur í reiði vegna árása og ódæða Rússa og sveita þeirra í austurhluta Úkraínu. Heimildarmenn WP vísuðu einnig í banatilræði Rússa í Kænugarði. Valentyn Nalyvaichenko, úkraínskur þingmaður sem starfaði sem yfirmaður SBU þegar einn nýr hópur studdur af CIA var stofnaður þar, sagði Úkraínumenn hafa staðið frammi fyrir nýjum raunveruleika og þeir hafi þurft að aðlagast og þjálfa fólk sitt á nýjan hátt. Launmorð í Rússlandi Samkvæmt heimildum WP hafa njósnarar GUR ráðið fólk af dögum í Rússlandi. Þar á meðal var Stanislav Rzhitsky, kafbátaskipstjóri, sem skotinn var fjórum sinnum þegar hann var á skokki í Krasnodar í júlí. GUR sendi þá út yfirlýsingu um dauða hans og það að engin vitni hefðu orðið að morðinu, vegna mikillar rigningar. Njósnarar SBU eru einnig sagðir hafa komið að því þegar Daría Dugina dó, þegar bíll hennar sprakk í loft upp næri Moskvu. Rússar bentu fljótt fingrum sínum að Nataliu Vovk, sem sökuð var um að hafa komið sprengjunni fyrir, en hún var í Rússlandi með tólf ára dóttur sinni. Markmiðið var að bana föður Daríu, sem heitir Alexander Dugin en þau voru saman á tónlistarhátíð skammt frá Moskvu. Hann fór þó upp í annan bíl og ferðaðist ekki með dóttur sinni. Úkraínumenn þvertóku fyrir að hafa komið að sprengingunni en heimildarmenn WP segja þó að SBU hafi skipulagt árásina. Einn maður sem rætt var við sagði að þó faðir hennar hefði verið skotmarki, hefði Daría ekki verið saklaus. Alexander Dugin er mjög umdeildur rússneskur heimspekingur sem hefur um árabil kallað eftir því að Rússar endurbyggi veldi sitt og hernemi ríki eins og Úkraínu og Eystrasaltsríkin. Skrif hans og ráðgjöf eru sögð hafa haft mikil áhrif á orðræðu Pútíns og rökstuðning fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Til að mynda ummæli Pútíns um að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð, sem hann lét falla þegar hann undirritaði tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Dugina var reglulega gestur í umræðuþáttum Rússlands þar sem hún boðaði orð föður síns. Efuðust um að innrás væri væntanleg Þegar kemur að upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022, hefur lengi verið talað um dræman undirbúning Úkraínumanna. Ráðamenn í Úkraínu efuðust verulega um að Rússar hyggðu á allsherjar innrás, jafnvel þótt Bandaríkjamenn hafi staðhæft að innrás væri væntanleg. Þetta hefur verið rakið til þess að upplýsingar Úkraínumanna komu að mestu leyti frá deildum rússneska hersins og FSB, þar sem menn höfðu í raun ekki hugmynd um að innrás væri á döfinni. Heimildarmenn Bandaríkjanna voru ofar í fæðukeðjunni, ef svo má að orði komast. Það hvað rússneskir hermenn voru illa undirbúnir fyrir innrás í Úkraínu er af mörgum talin stór ástæða þess hve illa innrásin gekk í upphafi. Það hafi komið niður á framkvæmd innrásarinnar hve fáir komu að skipulagningu hennar og það að af þeim sem komu að undirbúningi hennar hafi flestir ekki vitað hver markmiðin væru. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43 Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55 Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32 Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir Úkraínumenn segjast hafa grandað minnst níu herþyrlum Rússa, loftvarnarkerfi, skotfærum og öðrum hergögnum í árásum á tvo flugvelli í nótt. Rússneskir herbloggarar segja árásirnar meðal þeirra alvarlegustu sem Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu. 17. október 2023 11:32 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Meðlimir hópsins hafa einnig tvisvar sinnum reynt að sprengja upp brúnna yfir Kerch-sund, sprengt dróna á þaki Kremlin og sprengt göt á síður rússneskra herskipa. Frá því Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega og átökin hófust í austurhluta Úkraínu hafa starfsmenn CIA hjálpað Úkraínumönnum við að mynda, þjálfa og aðstoða þessi teymi njósnara. Samkvæmt ítarlegri grein Washington Post, sem byggir á viðtölum við fjölda embættismanna í Bandaríkjunum, Bretlandi og Úkraínu, hefur CIA varið tugum milljóna dala frá árinu 2015 í að endurbyggja leyniþjónustustofnanir í Úkraínu. Þessi aðstoð hefur að miklu leyti verið bundin við GUR, leyniþjónustu úkraínska hersins, þar sem SBU, hefðbundna leyniþjónusta Úkraínu, þykir enn of nátengt FSB í Rússlandi, en sú stofnun kallaðist á árum áður KGB. SBU þótti of stór stofnun til að hægt væri að gera breytingar á henni og margir af yfirmönnum hennar höfðu áður unnið fyrir Rússa og þótti ekki hægt að treysta þeim. Því voru tvær nýjar deildir stofnaðar innan SBU, samkvæmt heimildum WP. Tvær slíkar deildir hafa verið stofnaðar. Þjálfuðu njósnara í upplýsingaöflun Meiri áhersla var lögð á GUR, sem er mun minni stofnun og þar að auki eru starfsmenn hennar yngri. „GUR var litla barnið okkar,“ sagði einn fyrrverandi starfsmaður CIA sem vann með Úkraínumönnum. Hann sagði starfsmenn GUR hafa fengið besta búnaðinn og bestu þjálfunina. Einn heimildarmaður WP, sem starfaði hjá CIA, segir að aðkoma stofnunarinnar hafi að mestu snúist um að útvega úkraínskum njósnurum samskiptabúnað og þjálfun í því að afla leynilegra upplýsinga í Rússlandi. Hann sagði þjálfunina ekki hafa snúist um hvernig ætti að sprengja fólk í loft upp. CIA útvegaði Úkraínumönnum búnað til að hlera samskipti Rússa og jafnvel búninga aðskilnaðarsinna svo njósnararnir gætu farið auðveldar um austurhluta Úkraínu. Fyrstu verkefni njósnaranna gengu flest út á að snúa rússneskum hermönnum og safna upplýsingum. Þetta virkaði gífurlega vel og eru Úkraínumenn sagðir hafa hlerað gífurlega mikið af samskiptum innan Rússneska hersins og FSB. Þeir söfnuðu svo miklum upplýsingum að þeir réðu ekki við að greina þær en CIA aðstoðaði þá. Allar upplýsingarnar flæddu í gegnum vefþjóna CIA. Þurftu að aðlagast Síðar byrjuðu njósnararnir úkraínsku að handsama leiðtoga aðskilnaðarinna, rússneska aðskilnaðarsinna og úkraínska samverkamenn Rússa. Úkraínskir embættismenn segja að þær aðgerðir hafi fljótt leitt til þess að njósnarar GUR og SBU fóru að ráða aðskilnaðarsinna og samverkamenn Rússa af dögum. Þessi breyting er sögð eiga rætur í reiði vegna árása og ódæða Rússa og sveita þeirra í austurhluta Úkraínu. Heimildarmenn WP vísuðu einnig í banatilræði Rússa í Kænugarði. Valentyn Nalyvaichenko, úkraínskur þingmaður sem starfaði sem yfirmaður SBU þegar einn nýr hópur studdur af CIA var stofnaður þar, sagði Úkraínumenn hafa staðið frammi fyrir nýjum raunveruleika og þeir hafi þurft að aðlagast og þjálfa fólk sitt á nýjan hátt. Launmorð í Rússlandi Samkvæmt heimildum WP hafa njósnarar GUR ráðið fólk af dögum í Rússlandi. Þar á meðal var Stanislav Rzhitsky, kafbátaskipstjóri, sem skotinn var fjórum sinnum þegar hann var á skokki í Krasnodar í júlí. GUR sendi þá út yfirlýsingu um dauða hans og það að engin vitni hefðu orðið að morðinu, vegna mikillar rigningar. Njósnarar SBU eru einnig sagðir hafa komið að því þegar Daría Dugina dó, þegar bíll hennar sprakk í loft upp næri Moskvu. Rússar bentu fljótt fingrum sínum að Nataliu Vovk, sem sökuð var um að hafa komið sprengjunni fyrir, en hún var í Rússlandi með tólf ára dóttur sinni. Markmiðið var að bana föður Daríu, sem heitir Alexander Dugin en þau voru saman á tónlistarhátíð skammt frá Moskvu. Hann fór þó upp í annan bíl og ferðaðist ekki með dóttur sinni. Úkraínumenn þvertóku fyrir að hafa komið að sprengingunni en heimildarmenn WP segja þó að SBU hafi skipulagt árásina. Einn maður sem rætt var við sagði að þó faðir hennar hefði verið skotmarki, hefði Daría ekki verið saklaus. Alexander Dugin er mjög umdeildur rússneskur heimspekingur sem hefur um árabil kallað eftir því að Rússar endurbyggi veldi sitt og hernemi ríki eins og Úkraínu og Eystrasaltsríkin. Skrif hans og ráðgjöf eru sögð hafa haft mikil áhrif á orðræðu Pútíns og rökstuðning fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Til að mynda ummæli Pútíns um að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð, sem hann lét falla þegar hann undirritaði tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Dugina var reglulega gestur í umræðuþáttum Rússlands þar sem hún boðaði orð föður síns. Efuðust um að innrás væri væntanleg Þegar kemur að upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022, hefur lengi verið talað um dræman undirbúning Úkraínumanna. Ráðamenn í Úkraínu efuðust verulega um að Rússar hyggðu á allsherjar innrás, jafnvel þótt Bandaríkjamenn hafi staðhæft að innrás væri væntanleg. Þetta hefur verið rakið til þess að upplýsingar Úkraínumanna komu að mestu leyti frá deildum rússneska hersins og FSB, þar sem menn höfðu í raun ekki hugmynd um að innrás væri á döfinni. Heimildarmenn Bandaríkjanna voru ofar í fæðukeðjunni, ef svo má að orði komast. Það hvað rússneskir hermenn voru illa undirbúnir fyrir innrás í Úkraínu er af mörgum talin stór ástæða þess hve illa innrásin gekk í upphafi. Það hafi komið niður á framkvæmd innrásarinnar hve fáir komu að skipulagningu hennar og það að af þeim sem komu að undirbúningi hennar hafi flestir ekki vitað hver markmiðin væru.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43 Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55 Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32 Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir Úkraínumenn segjast hafa grandað minnst níu herþyrlum Rússa, loftvarnarkerfi, skotfærum og öðrum hergögnum í árásum á tvo flugvelli í nótt. Rússneskir herbloggarar segja árásirnar meðal þeirra alvarlegustu sem Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu. 17. október 2023 11:32 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43
Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55
Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32
Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir Úkraínumenn segjast hafa grandað minnst níu herþyrlum Rússa, loftvarnarkerfi, skotfærum og öðrum hergögnum í árásum á tvo flugvelli í nótt. Rússneskir herbloggarar segja árásirnar meðal þeirra alvarlegustu sem Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu. 17. október 2023 11:32