Framleiðsla á dilkakjöti á Íslandi að hverfa Anton Guðmundsson skrifar 26. október 2023 15:01 Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári 2023 og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn. Árið 2017 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 9.206 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðsla dregist saman um nær 1.986 tonn, eða 22%. Yfir sama tímabil hefur sauðfé fækkað um 108.000 vetrar fóðraðir ær, eða 23%. Meðalaldur íslenskra bænda er um 60 ár og nýliðun í bændastéttinni lítil. Erfitt rekstar umhverfi og aukinn innflutningur á kjöti erlendis frá gerir bændum erfitt fyrir.Bændasamtök Íslands hafa bent á að 12 milljarðar króna vanti inn í íslenskan landbúnað vegna kostnaðarhækkana síðustu ára, meðal annars heimsfaraldursins og stríðsins í Úkraínu sem hafa leitt af sér mikla verðbólgu og afurðaverðshækkanir á aðföngum. Leggja þarf aukið fé til búvörusamninga til að stuðla að tilvist bænda í íslenskum landbúnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í rammasamninginn og vinna markvisst að því að hvetja ungt og kraftmikið fólk til starfa í landbúnaði og innleiða hlutdeildarlánin út fyrir þéttbýlið. Núverandi búvörusamningar tóku gildi 1. janúar 2017. Þeir eru gerðir milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands en þar er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlaga til landbúnaðarins af hálfu ríkisins. Framlög á fjárlögum vegna búvörusamninganna í ár hljóða upp á 17,2 milljarða króna, nautgriparækt fær um 8,4 milljarða, sauðfjárrækt 6,2 milljarða, garðyrkja rúman milljarð og svo erum við með rammasamninginn sem hljóðar upp á 1,5 milljarða króna. Rammasamningur á að taka utan um jarðræktarstyrki og nýliðun svo fátt eitt sé nefnt. Matvælaráðherra þarf að beita sér með mun sterkari hætti og gera sér grein fyrir hversu mikilvæg atvinnugrein landbúnaðurinn er í þessu landi. Þetta snýst í raun um fæðuöryggi þjóðar og fullveldi landsins. Ef fram heldur sem horfir og að landbúnaði verður ekki viðhaldið í landinu þýðir það verulegt tap á gjaldeyri vegna þess að þá þarf að flytja allan mat inn í landið og því fylgir óöryggi sem er afleiðing á að vera ekki sjálfbær í eigin matvælaframleiðslu. Ef ekkert verður aðhafst í málinu núna á næstu misserum, þá er líka verið að kippa stoðunum undan landsbyggðinni og dreifbýli á Íslandi. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Anton Guðmundsson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári 2023 og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn. Árið 2017 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 9.206 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðsla dregist saman um nær 1.986 tonn, eða 22%. Yfir sama tímabil hefur sauðfé fækkað um 108.000 vetrar fóðraðir ær, eða 23%. Meðalaldur íslenskra bænda er um 60 ár og nýliðun í bændastéttinni lítil. Erfitt rekstar umhverfi og aukinn innflutningur á kjöti erlendis frá gerir bændum erfitt fyrir.Bændasamtök Íslands hafa bent á að 12 milljarðar króna vanti inn í íslenskan landbúnað vegna kostnaðarhækkana síðustu ára, meðal annars heimsfaraldursins og stríðsins í Úkraínu sem hafa leitt af sér mikla verðbólgu og afurðaverðshækkanir á aðföngum. Leggja þarf aukið fé til búvörusamninga til að stuðla að tilvist bænda í íslenskum landbúnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í rammasamninginn og vinna markvisst að því að hvetja ungt og kraftmikið fólk til starfa í landbúnaði og innleiða hlutdeildarlánin út fyrir þéttbýlið. Núverandi búvörusamningar tóku gildi 1. janúar 2017. Þeir eru gerðir milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands en þar er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlaga til landbúnaðarins af hálfu ríkisins. Framlög á fjárlögum vegna búvörusamninganna í ár hljóða upp á 17,2 milljarða króna, nautgriparækt fær um 8,4 milljarða, sauðfjárrækt 6,2 milljarða, garðyrkja rúman milljarð og svo erum við með rammasamninginn sem hljóðar upp á 1,5 milljarða króna. Rammasamningur á að taka utan um jarðræktarstyrki og nýliðun svo fátt eitt sé nefnt. Matvælaráðherra þarf að beita sér með mun sterkari hætti og gera sér grein fyrir hversu mikilvæg atvinnugrein landbúnaðurinn er í þessu landi. Þetta snýst í raun um fæðuöryggi þjóðar og fullveldi landsins. Ef fram heldur sem horfir og að landbúnaði verður ekki viðhaldið í landinu þýðir það verulegt tap á gjaldeyri vegna þess að þá þarf að flytja allan mat inn í landið og því fylgir óöryggi sem er afleiðing á að vera ekki sjálfbær í eigin matvælaframleiðslu. Ef ekkert verður aðhafst í málinu núna á næstu misserum, þá er líka verið að kippa stoðunum undan landsbyggðinni og dreifbýli á Íslandi. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar