Skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt Rakel Anna Boulter skrifar 27. október 2023 16:30 Stúdentaráð Háskóla Íslands hélt blaðamannafund fyrr í dag í tilefni úrskurðar áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema, sem birtist 5. október síðastliðnum. Leiddi sá úrskurður í ljós að skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt. Málið hófst árið 2020, þegar fyrrum nemandi og starfsmaður skrifstofu Stúdentaráðs, Jessý Jónsdóttir, kærði gjaldið til Háskólaráðs vegna grunsemda um ólögmæti. Málið hefur legið í stjórnsýslunni síðan en úrskurður nefndarinnar leiðir í ljós að grunur stúdentaráðs var á rökum reistur. Fyrir skrásetningagjöldunum er skýr lagaheimild. Samkvæmt henni eru tvö skilyrði. Gjaldið má ekki skila hærri tekjum en sem nemur samanlögðum útgjöldum vegna nemendaskráningar og tiltekinnar þjónustu. Hins vegar má ekki rukka fyrir þjónustu sem telst til kennslu eða rannsóknarstarfsemi. Háskólinn þarf lögum samkvæmt að reiða fram útreikninga eða traustar áætlanir þar sem sýnt er fram á með skýrum hætti, í hvað skrásetningargjaldið fer, með öðrum orðum hvort gjaldið sé að fara í þá þjónustu sem það má fara lögum samkvæmt. Þetta hefur háskólinn ekki gert.Þess vegna er ekki nokkur leið til að ganga úr skugga um að gjaldið sé ekki hærra en sem nemur útgjöldum. Niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar var nánar tiltekið að tilteknir liðir skrásetningargjalsins “eigi ekki fullnægjandi lagastoð og uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til álagningar þjónustugjalda”. Stúdentaráð hélt aukafund í gær, vegna þessa máls, þar sem ráðið samþykkti kröfu sem þegar hefur verið send á háskólann sem og á ráðuneyti háskólamála og fjármála. Þar er m.a. rakin saga þess að Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur um árabil bent háskólanum á grun ráðsins að gjaldið standist ekki lög. Stúdentaráð hefur krafið HÍ um skýringar og útreikning sem liggja til grundvallar ákvörðun um upphæð skrásetningagjaldsins. Frá árinu 2020 hefur HÍ og hinir opinberu háskólarnir ítrekað farið þess á leit við háskólamálaráðuneytið að hækka skrásetningargjaldið. Þessi úrskurður leiðir í ljós að forsendur gjaldsins og útreikningar þess standast ekki lög. Það er því óboðlegt að ætla að ganga lengra í slíku ástandi og hækka fjárhæðina og hefur Stúdentaráð því mótmælt þeim hækkunum harðlega í hvert sinn. Þessar beiðnir háskólanna um hækkun varpa líka skýru ljósi á raunverulegt hlutverk gjaldanna. Greinilegt er að Háskólinn reiðir sig á skrásetningargjaldið til að brúa bilið og greiða fyrir þá opinberu menntun sem stjórnvöld fela honum að veita, en eru ekki tilbúin að fjármagna. Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að fjármögnun opinberrar háskólamenntunnar, þetta sést m.a. á fjármagni sem fylgir hverjum ársnema, sem lægst er á íslandi. Meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi eru það aðeins 2,9 milljónir. Þess má einnig geta að ekkert annað norðurland innheimtir skrásetningargjöld í opinberum háskólum. Oft heyrist sú rödd, þegar upphæð skrásetningagjaldsins ber á góma, að 75.000 kr. sé ekkert svo há upphæð. Fólk getur haft misjafnar skoðanir á fjárhæðinni, en gjaldið er hátt miðað við önnur þjónustugjöld og það verður í öllu falli að innheimta þau með lögmætum hætti. Þó er ekki hægt að líta framhjá þeirri þá grafalvarlegu fjárhagsstöðu sem margir stúdentar búa við. Um 45% stúdenta eiga erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um þriðjungur stúdenta á íslandi eru foreldrar. Því geta 75.000 kr árlega skipt sköpum. Aðgangur að góðri opinberi menntun er mikið jafnréttismál. Háskólastigið er einn hornsteinn samfélagsins og ef Ísland ætlar að standa jafnfætis norðurlöndunum, sem við viljum bera okkur saman við, verður að leysa úr þeim ólestri sem fjármögnun opinberu háskólanna okkar hefur verið í. Til að bregðast við núverandi ástandi hefur Háskólinn þurft að reiða sig á neyðarleg úrræði til fjármögnunar, eins og happdrætti og nú er ljóst að önnur fjármögnunarleið skólans, skrásetningargjöldin, hefur ekki verið lögum samkvæmt. Því fer Stúdentaráð fram á að háskólinn, sem hefur haft úrskurðinn á sínu borði í þrjár vikur, hefji endurgreiðslur eins og honum er skylt samkvæmt lögum um innheimtu opinberra gjalda. Stúdentaráð vill með þessu setja Háskólanum fyrir dyrnar. Stúdentar geta ekki haldið uppi fjármögnun opinberrar háskólamenntunar. Höfundur er forseti Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands hélt blaðamannafund fyrr í dag í tilefni úrskurðar áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema, sem birtist 5. október síðastliðnum. Leiddi sá úrskurður í ljós að skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt. Málið hófst árið 2020, þegar fyrrum nemandi og starfsmaður skrifstofu Stúdentaráðs, Jessý Jónsdóttir, kærði gjaldið til Háskólaráðs vegna grunsemda um ólögmæti. Málið hefur legið í stjórnsýslunni síðan en úrskurður nefndarinnar leiðir í ljós að grunur stúdentaráðs var á rökum reistur. Fyrir skrásetningagjöldunum er skýr lagaheimild. Samkvæmt henni eru tvö skilyrði. Gjaldið má ekki skila hærri tekjum en sem nemur samanlögðum útgjöldum vegna nemendaskráningar og tiltekinnar þjónustu. Hins vegar má ekki rukka fyrir þjónustu sem telst til kennslu eða rannsóknarstarfsemi. Háskólinn þarf lögum samkvæmt að reiða fram útreikninga eða traustar áætlanir þar sem sýnt er fram á með skýrum hætti, í hvað skrásetningargjaldið fer, með öðrum orðum hvort gjaldið sé að fara í þá þjónustu sem það má fara lögum samkvæmt. Þetta hefur háskólinn ekki gert.Þess vegna er ekki nokkur leið til að ganga úr skugga um að gjaldið sé ekki hærra en sem nemur útgjöldum. Niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar var nánar tiltekið að tilteknir liðir skrásetningargjalsins “eigi ekki fullnægjandi lagastoð og uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til álagningar þjónustugjalda”. Stúdentaráð hélt aukafund í gær, vegna þessa máls, þar sem ráðið samþykkti kröfu sem þegar hefur verið send á háskólann sem og á ráðuneyti háskólamála og fjármála. Þar er m.a. rakin saga þess að Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur um árabil bent háskólanum á grun ráðsins að gjaldið standist ekki lög. Stúdentaráð hefur krafið HÍ um skýringar og útreikning sem liggja til grundvallar ákvörðun um upphæð skrásetningagjaldsins. Frá árinu 2020 hefur HÍ og hinir opinberu háskólarnir ítrekað farið þess á leit við háskólamálaráðuneytið að hækka skrásetningargjaldið. Þessi úrskurður leiðir í ljós að forsendur gjaldsins og útreikningar þess standast ekki lög. Það er því óboðlegt að ætla að ganga lengra í slíku ástandi og hækka fjárhæðina og hefur Stúdentaráð því mótmælt þeim hækkunum harðlega í hvert sinn. Þessar beiðnir háskólanna um hækkun varpa líka skýru ljósi á raunverulegt hlutverk gjaldanna. Greinilegt er að Háskólinn reiðir sig á skrásetningargjaldið til að brúa bilið og greiða fyrir þá opinberu menntun sem stjórnvöld fela honum að veita, en eru ekki tilbúin að fjármagna. Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að fjármögnun opinberrar háskólamenntunnar, þetta sést m.a. á fjármagni sem fylgir hverjum ársnema, sem lægst er á íslandi. Meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi eru það aðeins 2,9 milljónir. Þess má einnig geta að ekkert annað norðurland innheimtir skrásetningargjöld í opinberum háskólum. Oft heyrist sú rödd, þegar upphæð skrásetningagjaldsins ber á góma, að 75.000 kr. sé ekkert svo há upphæð. Fólk getur haft misjafnar skoðanir á fjárhæðinni, en gjaldið er hátt miðað við önnur þjónustugjöld og það verður í öllu falli að innheimta þau með lögmætum hætti. Þó er ekki hægt að líta framhjá þeirri þá grafalvarlegu fjárhagsstöðu sem margir stúdentar búa við. Um 45% stúdenta eiga erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um þriðjungur stúdenta á íslandi eru foreldrar. Því geta 75.000 kr árlega skipt sköpum. Aðgangur að góðri opinberi menntun er mikið jafnréttismál. Háskólastigið er einn hornsteinn samfélagsins og ef Ísland ætlar að standa jafnfætis norðurlöndunum, sem við viljum bera okkur saman við, verður að leysa úr þeim ólestri sem fjármögnun opinberu háskólanna okkar hefur verið í. Til að bregðast við núverandi ástandi hefur Háskólinn þurft að reiða sig á neyðarleg úrræði til fjármögnunar, eins og happdrætti og nú er ljóst að önnur fjármögnunarleið skólans, skrásetningargjöldin, hefur ekki verið lögum samkvæmt. Því fer Stúdentaráð fram á að háskólinn, sem hefur haft úrskurðinn á sínu borði í þrjár vikur, hefji endurgreiðslur eins og honum er skylt samkvæmt lögum um innheimtu opinberra gjalda. Stúdentaráð vill með þessu setja Háskólanum fyrir dyrnar. Stúdentar geta ekki haldið uppi fjármögnun opinberrar háskólamenntunar. Höfundur er forseti Stúdentaráðs.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun