Hagur brotaþola ekki á blaði Drífa Snædal skrifar 31. október 2023 10:01 Það ætti að vera eðlilegt að taka mið af reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum (sem öðrum) og gæta þess að gera ekki illt verra. Að verða fyrir kynferðisofbeldi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk og jafnvel alla ævi. Algengast er að brotaþolar upplifi skömm og sektarkennd, ofbeldið hafi áhrif í nánum samskiptum og sjálfskaðandi hegðun í kjölfar ofbeldis er raunveruleiki margra. Í okkar samfélagi er mjög erfitt að fá viðurkenningu á að brot hafi átt sér stað og enn erfiðara að fá einhvers konar réttlæti. Reyndar eigum við sem samfélag mjög langt í land að viðurkenna og virða brotaþola, hvað þá að taka tillit til þeirra, hér eru örfá dæmi úr samfélagsumræðu síðustu vikna sem endurspegla þann veruleika: 1. Styttan af séra Friðrik Sögusagnir og frásagnir af barnaníði séra Friðriks eru nú á allra vörum og vitnisburðir um slíkt berast víða að. Það er stungið á kýli og úr kemur gusa – eins og oft er í svona málum. Umræðan um styttuna og önnur minnismerki fylgja í kjölfarið og það er merkilegt að verða vitni að því að önnur sjónarmið en líðan brotaþola eru í forgrunni í þeirri umræðu. Sú vanlíðan sem það hlýtur að hafa valdið og veldur brotaþolum að hafa þessa styttu fyrir augum á að vera aðal málið í umræðunni. Það hlýtur að auka vanlíðan og viðhalda afleiðingum fyrir brotaþola, sérstaklega ef hugsanlegir (líklegir) brotaþolar hafa ekki sótt sér aðstoð við að vinna úr ofbeldinu. Er mikilvægara að hampa minningu hans en að taka tillit til líðan brotþola? 2. Rannsóknir á brotaþolum Siðanefnd Sjúkrahússins á Akureyri virðist hafa gefið leyfi til starfsmanns sjúkrahússins, sem einnig er meistaranemi til að hafa samband við brotaþola sem sótti aðstoð á neyðarmóttökuna. Brotaþoli hefur lýst því í fjölmiðlum hvað þetta kom illa við hana, ýkti afleiðingarnar af nauðguninni og kom í veg fyrir framfarir í líðan. Þarna virðast hagsmunir meistaranema hafa verið teknir framar hagsmunum einstaka brotaþola og grundvallarkröfur vísindarannsókna sniðgengnar en í lögum segir að þær skuli byggjast á virðingu fyrir mannhelgi þátttakenda. Líðan brotaþola hefur augljóslega ekki verið þarna í forgrunni. Eru rannsóknarhagsmunir stærri en líðan brotaþola og afleiðingar fyrir hann? 3. Leikverk um Heiðar snyrti Borgarleikhúsið áætlar að frumsýna leikverkið „Kvöldstund með Heiðari snyrti“ í janúar á næsta ári og nú þegar er hafist handa við að auglýsa verkið. Á facebooksíðu leikskáldsins lýsir hver um annan þveran áhuga á að sjá verkið, þar með er Heiðar sjálfur og fjölskylda hans, en leikskáldið var í samráði við Heiðar við vinnslu verksins. Heiðar hefur hlotið dóm fyrir að brjóta á ungum mönnum og í dómskjölum eru fleiri ungir menn sem lýsa hvernig hann braut á þeim. Þetta er ekki orðrómur, þetta er staðfest með dómi. Brotaþolar eru mjög ósáttir við leikverkið og hafa komið því á framfæri við Borgarleikhúsið. Það skiptir engu máli, líðan brotaþola er ekki viðurkennd og áfram heldur vinnan. Brotaþolar hins vegar upplifa vanvirðingu gagnvart sér, alvarleika brotanna og afleiðingum. Er mikilvægara að þjóna listinni en að virða líðan brotaþola? Þetta eru bara þrjú dæmi úr umræðu síðstu daga um hvernig líðan brotaþola er að engu gerð, smættuð, ekki tekið mark á eða ekki sett í forgrunn í umræðu eða við ákvarðanatöku. Það ætti hins vegar að vera það fyrsta sem umræðan snýst um – alltaf. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það ætti að vera eðlilegt að taka mið af reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum (sem öðrum) og gæta þess að gera ekki illt verra. Að verða fyrir kynferðisofbeldi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk og jafnvel alla ævi. Algengast er að brotaþolar upplifi skömm og sektarkennd, ofbeldið hafi áhrif í nánum samskiptum og sjálfskaðandi hegðun í kjölfar ofbeldis er raunveruleiki margra. Í okkar samfélagi er mjög erfitt að fá viðurkenningu á að brot hafi átt sér stað og enn erfiðara að fá einhvers konar réttlæti. Reyndar eigum við sem samfélag mjög langt í land að viðurkenna og virða brotaþola, hvað þá að taka tillit til þeirra, hér eru örfá dæmi úr samfélagsumræðu síðustu vikna sem endurspegla þann veruleika: 1. Styttan af séra Friðrik Sögusagnir og frásagnir af barnaníði séra Friðriks eru nú á allra vörum og vitnisburðir um slíkt berast víða að. Það er stungið á kýli og úr kemur gusa – eins og oft er í svona málum. Umræðan um styttuna og önnur minnismerki fylgja í kjölfarið og það er merkilegt að verða vitni að því að önnur sjónarmið en líðan brotaþola eru í forgrunni í þeirri umræðu. Sú vanlíðan sem það hlýtur að hafa valdið og veldur brotaþolum að hafa þessa styttu fyrir augum á að vera aðal málið í umræðunni. Það hlýtur að auka vanlíðan og viðhalda afleiðingum fyrir brotaþola, sérstaklega ef hugsanlegir (líklegir) brotaþolar hafa ekki sótt sér aðstoð við að vinna úr ofbeldinu. Er mikilvægara að hampa minningu hans en að taka tillit til líðan brotþola? 2. Rannsóknir á brotaþolum Siðanefnd Sjúkrahússins á Akureyri virðist hafa gefið leyfi til starfsmanns sjúkrahússins, sem einnig er meistaranemi til að hafa samband við brotaþola sem sótti aðstoð á neyðarmóttökuna. Brotaþoli hefur lýst því í fjölmiðlum hvað þetta kom illa við hana, ýkti afleiðingarnar af nauðguninni og kom í veg fyrir framfarir í líðan. Þarna virðast hagsmunir meistaranema hafa verið teknir framar hagsmunum einstaka brotaþola og grundvallarkröfur vísindarannsókna sniðgengnar en í lögum segir að þær skuli byggjast á virðingu fyrir mannhelgi þátttakenda. Líðan brotaþola hefur augljóslega ekki verið þarna í forgrunni. Eru rannsóknarhagsmunir stærri en líðan brotaþola og afleiðingar fyrir hann? 3. Leikverk um Heiðar snyrti Borgarleikhúsið áætlar að frumsýna leikverkið „Kvöldstund með Heiðari snyrti“ í janúar á næsta ári og nú þegar er hafist handa við að auglýsa verkið. Á facebooksíðu leikskáldsins lýsir hver um annan þveran áhuga á að sjá verkið, þar með er Heiðar sjálfur og fjölskylda hans, en leikskáldið var í samráði við Heiðar við vinnslu verksins. Heiðar hefur hlotið dóm fyrir að brjóta á ungum mönnum og í dómskjölum eru fleiri ungir menn sem lýsa hvernig hann braut á þeim. Þetta er ekki orðrómur, þetta er staðfest með dómi. Brotaþolar eru mjög ósáttir við leikverkið og hafa komið því á framfæri við Borgarleikhúsið. Það skiptir engu máli, líðan brotaþola er ekki viðurkennd og áfram heldur vinnan. Brotaþolar hins vegar upplifa vanvirðingu gagnvart sér, alvarleika brotanna og afleiðingum. Er mikilvægara að þjóna listinni en að virða líðan brotaþola? Þetta eru bara þrjú dæmi úr umræðu síðstu daga um hvernig líðan brotaþola er að engu gerð, smættuð, ekki tekið mark á eða ekki sett í forgrunn í umræðu eða við ákvarðanatöku. Það ætti hins vegar að vera það fyrsta sem umræðan snýst um – alltaf. Höfundur er talskona Stígamóta.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun