Upplýsum ferðamenn Sveinn Gauti Einarsson skrifar 7. nóvember 2023 09:01 Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. Það mætti halda að textinn sé hannaður til þess að að upplýsa eins lítið og hægt er og gera sem minnst úr áhættunni. Með réttu ætti eftirfarandi að koma fram til viðskiptavina lónsins: Kvikuinnskot er að eiga sér stað á 4-5 km dýpi undir lóninu. Innskotið getur leitt til eldgoss. Almannavarnir telja öruggt að heimsækja lónið og að hægt verði að segja til um eldgos með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að rýma þurfi Bláa lónið með hraði. Þrátt fyrir að Almannavarnir telji svæðið öruggt þá hefur Þorvaldur Þórðarson, einn okkar helstu vísindamanna í eldvirkni á Reykjanesskaga, varað við því að dekksta sviðsmynd sé að fyrirvari fyrir gos væru mínútur en ekki nokkrir klukkutímar. Bláa lónið setur ekki þessar upplýsingar á heimasíðuna. Þar á bæ er allt gert til þess að halda upplýsingum frá ferðamönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins héldu því fram að allir gestir væru upplýstir um stöðu mála við komuna á svæðið. Þegar fjölmiðlar mættu á staðinn til að ræða við ferðamenn kom í ljós að þetta var ósatt. Ferðamennirnir höfðu engar upplýsingar fengið um jarðhræringar við komuna í lónið. Á síðustu árum höfum við náð að byggja upp ferðaþjónustu sem er nú orðinn en helsta atvinnugrein landsins. Svona framkoma eins og forsvarsfólk Bláa lónsins sýnir er ekkert nema vanvirðing við þá gesti sem velja að sækja landið okkar heim. Við eigum að sjálfsögðu að upplýsa um stöðu mála þegar kemur að náttúruöflunum. Stjórnendur Bláa lónsins vita að ef ferðamenn vissu í raun hver staðan er þá veldu þau annan stað til að baða sig með tilheyrandi áhrif á veltu fyrirtækisins. Þess vegna er allt gert til að koma í veg fyrir að tilvonandi gestir viti hver staðan er í raun. Á upplýsingafundi Almannavarna kom fram í máli Kristins Harðarsonar frá HS Orku kom fram að fyrirtækið hafi æft rýmingu, að starfsfólki inni á svæðinu hefði verið fækkað í ljósi stöðunnar en þau sem nauðsynlega þyrftu að vera þar gengju með gasmæli á sér. Svartsengi og Bláa lónið liggja saman. Hvernig getur staðist að annað fyrirtækið takmarki viðveru starfsfólk og líti á jarðhræringarnar sem raunverulega ógn, en hitt reynir að spila hættuna eins mikið niður og hægt er og lætur eins og ekkert sé? Yfirvöld eru ekki að standa sig í því að koma upplýsingum á framfæri til ferðamanna. Á vefsíðu Safetravel eru engar upplýsingar um hættu á eldgosi og upplýsingar á vefsíðu Veðurstofunnar eru óaðgengilegar og henta helst þeim sem þekkja vel til jarðfræði landsins en síður hinum venjulega ferðamanni. Orðspor landsins er í hættu. Komum fram við ferðamenn eins og fólk! Ég vil ítreka áskorun mína til Almannavarna um að láta loka Bláa lóninu strax. Ferðamannastöðum hefur verið lokað af miklu minna tilefni en þessu. Við erum að glíma við áður óþekkt ástand. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að okkar helstu sérfræðingar eru ósammála um verstu mögulegu atburðarás á Reykjanesi. Eins er ljóst að jarðeðlisfræði er flókin fræðigrein og þrátt fyrir að við eigum marga af færustu sérfræðingum heims á þessu sviði þá hefur gengið illa að spá fyrir um eldvirkni á síðustu árum. Það er of mikið í húfi til að halda meðvirkni með rekstraraðilum Bláa lónsins áfram. Tökum ekki sénsinn og lokum lóninu undir eins! Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Slysavarnir Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. Það mætti halda að textinn sé hannaður til þess að að upplýsa eins lítið og hægt er og gera sem minnst úr áhættunni. Með réttu ætti eftirfarandi að koma fram til viðskiptavina lónsins: Kvikuinnskot er að eiga sér stað á 4-5 km dýpi undir lóninu. Innskotið getur leitt til eldgoss. Almannavarnir telja öruggt að heimsækja lónið og að hægt verði að segja til um eldgos með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að rýma þurfi Bláa lónið með hraði. Þrátt fyrir að Almannavarnir telji svæðið öruggt þá hefur Þorvaldur Þórðarson, einn okkar helstu vísindamanna í eldvirkni á Reykjanesskaga, varað við því að dekksta sviðsmynd sé að fyrirvari fyrir gos væru mínútur en ekki nokkrir klukkutímar. Bláa lónið setur ekki þessar upplýsingar á heimasíðuna. Þar á bæ er allt gert til þess að halda upplýsingum frá ferðamönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins héldu því fram að allir gestir væru upplýstir um stöðu mála við komuna á svæðið. Þegar fjölmiðlar mættu á staðinn til að ræða við ferðamenn kom í ljós að þetta var ósatt. Ferðamennirnir höfðu engar upplýsingar fengið um jarðhræringar við komuna í lónið. Á síðustu árum höfum við náð að byggja upp ferðaþjónustu sem er nú orðinn en helsta atvinnugrein landsins. Svona framkoma eins og forsvarsfólk Bláa lónsins sýnir er ekkert nema vanvirðing við þá gesti sem velja að sækja landið okkar heim. Við eigum að sjálfsögðu að upplýsa um stöðu mála þegar kemur að náttúruöflunum. Stjórnendur Bláa lónsins vita að ef ferðamenn vissu í raun hver staðan er þá veldu þau annan stað til að baða sig með tilheyrandi áhrif á veltu fyrirtækisins. Þess vegna er allt gert til að koma í veg fyrir að tilvonandi gestir viti hver staðan er í raun. Á upplýsingafundi Almannavarna kom fram í máli Kristins Harðarsonar frá HS Orku kom fram að fyrirtækið hafi æft rýmingu, að starfsfólki inni á svæðinu hefði verið fækkað í ljósi stöðunnar en þau sem nauðsynlega þyrftu að vera þar gengju með gasmæli á sér. Svartsengi og Bláa lónið liggja saman. Hvernig getur staðist að annað fyrirtækið takmarki viðveru starfsfólk og líti á jarðhræringarnar sem raunverulega ógn, en hitt reynir að spila hættuna eins mikið niður og hægt er og lætur eins og ekkert sé? Yfirvöld eru ekki að standa sig í því að koma upplýsingum á framfæri til ferðamanna. Á vefsíðu Safetravel eru engar upplýsingar um hættu á eldgosi og upplýsingar á vefsíðu Veðurstofunnar eru óaðgengilegar og henta helst þeim sem þekkja vel til jarðfræði landsins en síður hinum venjulega ferðamanni. Orðspor landsins er í hættu. Komum fram við ferðamenn eins og fólk! Ég vil ítreka áskorun mína til Almannavarna um að láta loka Bláa lóninu strax. Ferðamannastöðum hefur verið lokað af miklu minna tilefni en þessu. Við erum að glíma við áður óþekkt ástand. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að okkar helstu sérfræðingar eru ósammála um verstu mögulegu atburðarás á Reykjanesi. Eins er ljóst að jarðeðlisfræði er flókin fræðigrein og þrátt fyrir að við eigum marga af færustu sérfræðingum heims á þessu sviði þá hefur gengið illa að spá fyrir um eldvirkni á síðustu árum. Það er of mikið í húfi til að halda meðvirkni með rekstraraðilum Bláa lónsins áfram. Tökum ekki sénsinn og lokum lóninu undir eins! Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun