Árni Oddur fær samþykkta greiðslustöðvun Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 8. nóvember 2023 18:38 Árni Oddur hefur fengið samþykkta greiðslustöðvun vegna málsins. Hlutabréf í Marel hafa fallið um ríflega sextíu prósent á tveimur árum. Arion banki gerði því veðkall í hlutabréf forstjórans sem hætti í kjölfarið. Hann segir bankann ekki hafa farið að lögum því hann hafi lagt fram nægar tryggingar. Fráfarandi forstjóri hefur nú fengið samþykkta greiðslustöðvun. Árni Oddur Þórðarson, sem tilkynnti í gær að hann væri hættur sem forstjóri félagsins vegna aðgerða bankans, sendi frá sér tilkynningu nú í kvöld þar sem hann greindi frá því að hann hefði fengið samþykkta greiðslustöðvun „vegna þeirrar réttaróvissu sem skapast hefur vegna aðgerða Arionbanka, sem leyst hefur til sín hluta hlutabréfa minna í Eyri Invest, leiðandi fjárfestis í Marel, þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings við bankann hafi verið fullnægt.“ Í tilkynningunni ítrekar Árni Oddur þá afstöðu sína að hann telji aðgerð bankans ekki í samræmi við samninga, lög né viðteknar venjur. „Fyrir liggur að eignir eru vel umfram skuldbindingar þrátt fyrir lækkun á markaðsverði hlutabréfa Marel að undanförnu. Ég hef nú fengið samþykkta greiðslustöðvun til að fá tíma og rúm til að vinna að farsælli og sanngjarnri lausn,“ segir í tilkynningu frá Árna Oddi. Ítrekað verið viðskiptamaður ársins Marel sendi frá sér tilkynningu í gær til Kauphalla um að Árni Oddur Þórðarson sem verið hefur forstjóri fyrirtækisins síðustu tíu ár hafi látið af störfum. Árni Sigurðsson hafi tekið við. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við nýja forstjóra í dag en hann afþakkaði boðið. Árni Oddur sem nú lætur af störfum hefur margítrekað verið valinn viðskiptamaður ársins og fékk á sínum tíma fálkaorðuna fyrir framlag sitt til atvinnulífsins. Hann sendi samhliða í gær frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann útskýrði tilurð starfsloka sinna. Fram kemur í tilkynningunni að hann hafi sjálfur ákveðið að stíga til hliðar vegna réttaróvissu sem hafi skapast eftir að Arion banki leysti til sín hluta bréfum hans í Eyri Invest sem er stærsti hluthafinn í Marel. Aðgerðir bankans samræmist ekki samningum, lögum né viðteknum venjum. Árni segist hafa mætt kröfum bankans en Arion hafi hætt við á síðustu stundu og innkallað bréf hans til sín. Fulltrúar Arion banka sögðust í dag ekki geta tjáð sig um einstaka viðskiptavini en bankinn starfaði samkvæmt lögum og reglum í lánamálum. Bankinn eignast með aðgerðinni í gegnum Eyri Invest fjárfestingarfyrirtækið eitt komma tvö prósent í Marel. Hlutabréfaverð í Marel féll um ríflega sex prósent í dag en félagið hefur fallið um ríflega sextíu prósent frá sama tíma 2021. Það hefur svo haft gríðarleg áhrif á Eyri Invest sem tapaði átta tíu og fjórum milljörðum á síðasta ári. Stærstu eigendur og stjórnendur Eyrar eru Árni og faðir hans. Þá tapaði eignarhaldsfélag Árna einum komma einum milljarði króna en það hélt líka utan um hlutabréf í Marel. Kerfisvandi á hlutabréfamarkaði Snorri Jakobsson eigandi Jakobsson capital segir að almennt gildi um lánasamninga fólks við fjármálstofnanir vegna hlutabréfa að lækki þau niður fyrir ákveðið mark þá leysi lánastofnanirnar bréfin til sín nema fólk leggi fram nægar tryggingar. „Ef þú tekur lán fyrir hlutabréfakaupum þá eru þau veð alveg eins og þegar þú kaupir fasteign og færð lán þá er fasteignin veð fyrir eigninni. Munurinn er hins vegar sá að það eru miklar sveiflur á verði hlutabréfa og þegar það eru svona gríðarlega miklar lækkanir á því þá kemur það sem heitir veðkall hjá bankanum og þá þarftu að leggja fram tryggingu því veðið sem bankinn er með er orðið svo lágt. Og ef bankinn telur trygginguna of lága þá leysir hann til sín hlutabréfin. Rétt eins og með húsnæðið, ef þú getur ekki greitt afborgun af því þá leysir bankinn það til sín. Það sem er hins vegar í gangi þarna er að bankinn og aðili málsins eru ósammála um hversu mikil tryggingin eigi að vera og það er líklega það sem menn eru að deila um,“ segir Snorri. Árni Oddur Þórðarsson sem hætti hjá Marel eftir deildur við Arion banka. Snorri Jakobsson hjá Jakobsson capital sem kerfisvanda í gangi á íslenskum hlutabréfamarkaði. Of miklar sveiflur séu á hlutabréfaverði í dag. Vísir Hann telur hlutabréfamarkaðinn í vanda og Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið þurfi að gefa því gaum. „Vandinn hlutabréfamarkaðarins hér er fyrst og fremst kerfisvandi. Fyrir hrun fjármögnuðu bankar fyrirtæki en nú fjármagna hlutabréfakaupendur fyrirtæki og innviðir á hlutabréfamarkaði hafa hreinlega ekki verið styrktir nógu mikið. Ég skil ekki alveg af hverju Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa ekki veitt þessu gaum,“ segir hann. Aðspurður hvort megi búast við hruni á hlutabréfamarkaði svarar Snorri: „Það er allt annað ástand á hlutabréfamarkaði en í sjálfu hruninu 2008 því að flest fyrirtækin í dag eru stöndug í dag og í góðum reksti. Það er allt í lagi að eiga hlutabréf í fyrirtæki sem er í góðum rekstri þótt að hlutabréfamarkaðurinn láti undan síga,“ segir Snorri að lokum. Fjártækni Fjármálamarkaðir Marel Arion banki Íslenskir bankar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Árni Oddur Þórðarson, sem tilkynnti í gær að hann væri hættur sem forstjóri félagsins vegna aðgerða bankans, sendi frá sér tilkynningu nú í kvöld þar sem hann greindi frá því að hann hefði fengið samþykkta greiðslustöðvun „vegna þeirrar réttaróvissu sem skapast hefur vegna aðgerða Arionbanka, sem leyst hefur til sín hluta hlutabréfa minna í Eyri Invest, leiðandi fjárfestis í Marel, þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings við bankann hafi verið fullnægt.“ Í tilkynningunni ítrekar Árni Oddur þá afstöðu sína að hann telji aðgerð bankans ekki í samræmi við samninga, lög né viðteknar venjur. „Fyrir liggur að eignir eru vel umfram skuldbindingar þrátt fyrir lækkun á markaðsverði hlutabréfa Marel að undanförnu. Ég hef nú fengið samþykkta greiðslustöðvun til að fá tíma og rúm til að vinna að farsælli og sanngjarnri lausn,“ segir í tilkynningu frá Árna Oddi. Ítrekað verið viðskiptamaður ársins Marel sendi frá sér tilkynningu í gær til Kauphalla um að Árni Oddur Þórðarson sem verið hefur forstjóri fyrirtækisins síðustu tíu ár hafi látið af störfum. Árni Sigurðsson hafi tekið við. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við nýja forstjóra í dag en hann afþakkaði boðið. Árni Oddur sem nú lætur af störfum hefur margítrekað verið valinn viðskiptamaður ársins og fékk á sínum tíma fálkaorðuna fyrir framlag sitt til atvinnulífsins. Hann sendi samhliða í gær frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann útskýrði tilurð starfsloka sinna. Fram kemur í tilkynningunni að hann hafi sjálfur ákveðið að stíga til hliðar vegna réttaróvissu sem hafi skapast eftir að Arion banki leysti til sín hluta bréfum hans í Eyri Invest sem er stærsti hluthafinn í Marel. Aðgerðir bankans samræmist ekki samningum, lögum né viðteknum venjum. Árni segist hafa mætt kröfum bankans en Arion hafi hætt við á síðustu stundu og innkallað bréf hans til sín. Fulltrúar Arion banka sögðust í dag ekki geta tjáð sig um einstaka viðskiptavini en bankinn starfaði samkvæmt lögum og reglum í lánamálum. Bankinn eignast með aðgerðinni í gegnum Eyri Invest fjárfestingarfyrirtækið eitt komma tvö prósent í Marel. Hlutabréfaverð í Marel féll um ríflega sex prósent í dag en félagið hefur fallið um ríflega sextíu prósent frá sama tíma 2021. Það hefur svo haft gríðarleg áhrif á Eyri Invest sem tapaði átta tíu og fjórum milljörðum á síðasta ári. Stærstu eigendur og stjórnendur Eyrar eru Árni og faðir hans. Þá tapaði eignarhaldsfélag Árna einum komma einum milljarði króna en það hélt líka utan um hlutabréf í Marel. Kerfisvandi á hlutabréfamarkaði Snorri Jakobsson eigandi Jakobsson capital segir að almennt gildi um lánasamninga fólks við fjármálstofnanir vegna hlutabréfa að lækki þau niður fyrir ákveðið mark þá leysi lánastofnanirnar bréfin til sín nema fólk leggi fram nægar tryggingar. „Ef þú tekur lán fyrir hlutabréfakaupum þá eru þau veð alveg eins og þegar þú kaupir fasteign og færð lán þá er fasteignin veð fyrir eigninni. Munurinn er hins vegar sá að það eru miklar sveiflur á verði hlutabréfa og þegar það eru svona gríðarlega miklar lækkanir á því þá kemur það sem heitir veðkall hjá bankanum og þá þarftu að leggja fram tryggingu því veðið sem bankinn er með er orðið svo lágt. Og ef bankinn telur trygginguna of lága þá leysir hann til sín hlutabréfin. Rétt eins og með húsnæðið, ef þú getur ekki greitt afborgun af því þá leysir bankinn það til sín. Það sem er hins vegar í gangi þarna er að bankinn og aðili málsins eru ósammála um hversu mikil tryggingin eigi að vera og það er líklega það sem menn eru að deila um,“ segir Snorri. Árni Oddur Þórðarsson sem hætti hjá Marel eftir deildur við Arion banka. Snorri Jakobsson hjá Jakobsson capital sem kerfisvanda í gangi á íslenskum hlutabréfamarkaði. Of miklar sveiflur séu á hlutabréfaverði í dag. Vísir Hann telur hlutabréfamarkaðinn í vanda og Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið þurfi að gefa því gaum. „Vandinn hlutabréfamarkaðarins hér er fyrst og fremst kerfisvandi. Fyrir hrun fjármögnuðu bankar fyrirtæki en nú fjármagna hlutabréfakaupendur fyrirtæki og innviðir á hlutabréfamarkaði hafa hreinlega ekki verið styrktir nógu mikið. Ég skil ekki alveg af hverju Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa ekki veitt þessu gaum,“ segir hann. Aðspurður hvort megi búast við hruni á hlutabréfamarkaði svarar Snorri: „Það er allt annað ástand á hlutabréfamarkaði en í sjálfu hruninu 2008 því að flest fyrirtækin í dag eru stöndug í dag og í góðum reksti. Það er allt í lagi að eiga hlutabréf í fyrirtæki sem er í góðum rekstri þótt að hlutabréfamarkaðurinn láti undan síga,“ segir Snorri að lokum.
Fjártækni Fjármálamarkaðir Marel Arion banki Íslenskir bankar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira