Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2023 06:54 Ísraelskur hermaður í barnaherbergi íbúðar á Gasa. AP/Ohad Zwigenberg Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. Forsætisráðherrann sagði fyrr í vikunni að Ísraelar myndu þurfa að hafa umsjón með öryggisástandinu á svæðinu um óákveðinn tíma að átökum loknum en ummælin mættu nokkurri andstöðu hjá stjórnvöldum vestanhafs. Netanyahu sagði svo í samtali við Fox News í gær að borgaraleg yfirvöld þyrftu að verða til á svæðinu en Ísrael myndi tryggja að árásir á borð við þær sem áttu sér stað 7. október síðastliðinn myndu ekki endurtaka sig. „Við leitumst ekki eftir því að sigra Gasa, við leitumst ekki eftir því að hernema Gasa og við leitumst ekki eftir því að stjórna Gasa,“ sagði forsætisráðherrann. Hann gaf þó í skyn að Ísraelsmenn myndu ekki veigra sér við því að fara inn á Gasa og „drepa morðingjana“ ef afl á borð við Hamas virtist í fæðingu. Palestínsk yfirvöld segja Ísraelsmenn hafa gert árásir á eða við þrjá spítala á Gasa í morgun, meðal annars Al Shifa. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökununum en hefur áður sagt að „hjarta“ aðgerða Hamas 7. október hafi verið á svæðinu umhverfis spítalann. Þúsundir íbúa Gasa streymdu suður í gær, á sama tíma og Bandaríkjamenn greindu frá því að Ísraelsmenn hefðu fallist á að gera reglubundin fjögurra klukkustunda hlé á árásum sínum til að hleypa fólki burtu og neyðaraðstoð að. Ekkert lát virðist þó á árásum enn sem komið er, ef marka má erlenda miðla. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði fyrr í vikunni að Ísraelar myndu þurfa að hafa umsjón með öryggisástandinu á svæðinu um óákveðinn tíma að átökum loknum en ummælin mættu nokkurri andstöðu hjá stjórnvöldum vestanhafs. Netanyahu sagði svo í samtali við Fox News í gær að borgaraleg yfirvöld þyrftu að verða til á svæðinu en Ísrael myndi tryggja að árásir á borð við þær sem áttu sér stað 7. október síðastliðinn myndu ekki endurtaka sig. „Við leitumst ekki eftir því að sigra Gasa, við leitumst ekki eftir því að hernema Gasa og við leitumst ekki eftir því að stjórna Gasa,“ sagði forsætisráðherrann. Hann gaf þó í skyn að Ísraelsmenn myndu ekki veigra sér við því að fara inn á Gasa og „drepa morðingjana“ ef afl á borð við Hamas virtist í fæðingu. Palestínsk yfirvöld segja Ísraelsmenn hafa gert árásir á eða við þrjá spítala á Gasa í morgun, meðal annars Al Shifa. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökununum en hefur áður sagt að „hjarta“ aðgerða Hamas 7. október hafi verið á svæðinu umhverfis spítalann. Þúsundir íbúa Gasa streymdu suður í gær, á sama tíma og Bandaríkjamenn greindu frá því að Ísraelsmenn hefðu fallist á að gera reglubundin fjögurra klukkustunda hlé á árásum sínum til að hleypa fólki burtu og neyðaraðstoð að. Ekkert lát virðist þó á árásum enn sem komið er, ef marka má erlenda miðla.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira