GIS-dagurinn Ólafía E. Svansdóttir skrifar 15. nóvember 2023 07:31 Í dag 15. nóvember er alþjóðlegi landupplýsingardagurinn. LÍSA, samtök um landupplýsingar var stofnuð 24. mars 1994, í kjölfar tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins á sviði kortagerðar og stafrænna landupplýsinga. Hlutverk samtakanna er að vera samstarfsvettvangur á sviði landfræðilegra gagnasafna og upplýsingakerfa. Aðilar í samtökunum eru opinberar stofnanir, einkafyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna að framþróun, gæðum og útbreiðslu landupplýsinga á Íslandi. Hugtakið landupplýsingar vísar til gagna sem tengjast ákveðnum stað. Þessi gögn eru margvísleg s.s landfræðileg hnit, hæð, landþekja, landnotkun, íbúaþéttleiki, náttúrufar og fleira. Landfræðileg gögn eru notuð til að tákna og greina ýmsa þætti í náttúrlegu og manngerðu umhverfi jarðar. Gott dæmi um mikilvægi landupplýsinga er vöktun og áhættumat fyrir jarðhræringar síðustu vikna á Reykjanesskaga. Veðurstofan, sem safnar sínum eigin gögnum með GPS mælingum og gervitunglamyndum, meðal annars, notast einnig við landupplýsingagögn frá öðrum stofnunum. Sem dæmi má nefna gögn frá Orkustofnun til að ákvarða staðsetningu borhola. Gögn um sjávardýpi frá sjókortum Landhelgisgæslunnar, örnefnagögn frá Landmælingum Íslands og staðsetningu gjáa og misgengis frá ÍSOR. Þetta eru allt landupplýsingar. Eitt af helstu baráttumálum LÍSU hefur verið að aðgangur að gögnum sem hið opinbera safnar sé opinn öllum, aðgengilegur og gjaldfrjáls. Aðgengi að opnum landupplýsingagögnum ýtir undir nýsköpun bæði hjá hinu opinbera og einkaaðilum, bætir þjónustu og gagnsæi. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um endurnot á opinberum upplýsingum sem við innan samtakanna bindum miklar vonir við. Annað baráttumál LÍSU er að auka framboð á menntun og færni í faginu. Mikil vöntun er á menntuðu landupplýsingafólki á landinu og fylgir það sömu þróun og í Evrópu og víðast hvar annars staðar. Landupplýsingar eru hryggjarstykkið í öllum aðal- og deiliskipulögum, náttúruauðlindarannsóknum, almannavörnum, samgöngum og svo mætti lengi telja. Án faglega menntaðs landupplýsingafólks væri erfitt að starfrækja nútímaþjóðfélög. Höfundur er framkvæmastjóri LÍSU, samtaka um landupplýsingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Vísindi Skóla - og menntamál Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Í dag 15. nóvember er alþjóðlegi landupplýsingardagurinn. LÍSA, samtök um landupplýsingar var stofnuð 24. mars 1994, í kjölfar tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins á sviði kortagerðar og stafrænna landupplýsinga. Hlutverk samtakanna er að vera samstarfsvettvangur á sviði landfræðilegra gagnasafna og upplýsingakerfa. Aðilar í samtökunum eru opinberar stofnanir, einkafyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna að framþróun, gæðum og útbreiðslu landupplýsinga á Íslandi. Hugtakið landupplýsingar vísar til gagna sem tengjast ákveðnum stað. Þessi gögn eru margvísleg s.s landfræðileg hnit, hæð, landþekja, landnotkun, íbúaþéttleiki, náttúrufar og fleira. Landfræðileg gögn eru notuð til að tákna og greina ýmsa þætti í náttúrlegu og manngerðu umhverfi jarðar. Gott dæmi um mikilvægi landupplýsinga er vöktun og áhættumat fyrir jarðhræringar síðustu vikna á Reykjanesskaga. Veðurstofan, sem safnar sínum eigin gögnum með GPS mælingum og gervitunglamyndum, meðal annars, notast einnig við landupplýsingagögn frá öðrum stofnunum. Sem dæmi má nefna gögn frá Orkustofnun til að ákvarða staðsetningu borhola. Gögn um sjávardýpi frá sjókortum Landhelgisgæslunnar, örnefnagögn frá Landmælingum Íslands og staðsetningu gjáa og misgengis frá ÍSOR. Þetta eru allt landupplýsingar. Eitt af helstu baráttumálum LÍSU hefur verið að aðgangur að gögnum sem hið opinbera safnar sé opinn öllum, aðgengilegur og gjaldfrjáls. Aðgengi að opnum landupplýsingagögnum ýtir undir nýsköpun bæði hjá hinu opinbera og einkaaðilum, bætir þjónustu og gagnsæi. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um endurnot á opinberum upplýsingum sem við innan samtakanna bindum miklar vonir við. Annað baráttumál LÍSU er að auka framboð á menntun og færni í faginu. Mikil vöntun er á menntuðu landupplýsingafólki á landinu og fylgir það sömu þróun og í Evrópu og víðast hvar annars staðar. Landupplýsingar eru hryggjarstykkið í öllum aðal- og deiliskipulögum, náttúruauðlindarannsóknum, almannavörnum, samgöngum og svo mætti lengi telja. Án faglega menntaðs landupplýsingafólks væri erfitt að starfrækja nútímaþjóðfélög. Höfundur er framkvæmastjóri LÍSU, samtaka um landupplýsingar.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun