Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Tinna Andrésdóttir skrifar 23. nóvember 2023 09:30 Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. Þá geta íbúar nærliggjandi eigna hvorki haft opinn glugga né dyr á íbúðum sínum. Sumir íbúðareigendur geta ekki nýtt garða sína þar sem nágrannar þeirra reykja viðstöðulaust svo að reyk leggur yfir allan garðinn. Í öðrum tilfellum hafa reykingar í og við íbúðir oft engin áhrif á aðra íbúa hússins og því ekki tilefni til þess að bregðast við. Lög um fjöleignarhús Það eru engin bein ákvæði í fjöleignarhúsalögum um reykingar. Í lögunum er almennt kveðið á um að íbúar skuli gæta þess að valda sambýlisfólki sínu ekki óþarfa ama og óþægindum. Telja má að reykingar í íbúðum, svölum eða á lóð falli undir það en bann við reykingum í og við íbúðir hefur hingað til þótt of langt gengið. Lög um fjöleignarhús hafa verið túlkuð þannig að eigendur geti tæplega, nema með samþykki allra, lagt bann við reykingum í og við íbúðir, en tímarnir breytast hratt og umburðarlyndi gagnvart reykingum verður æ minni. Í dag sjáum við að réttarþróunin stefnir í átt að frekari þrengingum gagnvart reykingum. Í tóbaksvarnarlögum frá árinu 2002 var lagt bann við reykingum í sameiginlegu húsrými fjöleignarhúsa. Slíkt bann nær þó ekki til reykinga á sameiginlegri lóð, á svölum íbúða eða sérafnotaflötum sem lögum samkvæmt telst séreign. Vald húsfélaga til að setja reglur um hagnýtingu séreigna eru mun þrengri en þegar um sameign er að tefla. Meginreglan er sú að eigandi má gera það í sinni eign sem telst venjulegt og eðlilegt. Stórfelldar og tillitslausar reykingar á svölum íbúða falla ekki þar undir. Ótækt er að leggja bann við reykingum því að sá sem stundar reykingarnar myndi aldrei veita sitt samþykki fyrir banninu. Lögin taka samt á athöfnum íbúa sem valda öðrum ónæði og því þyrfti að senda reykingarfólkinu áskorun í von um að þau láti af reykingunum. Ef reykingafólkið lætur ekki segjast getur húsfélagið eða þolendur gripið til þeirra úrræða sem fjöleignarhúsalögin hafa að geyma og í grófum tilvikum krafist þess að viðkomandi flytji og selji íbúð sína. Það er langt, strangt og kostnaðarsamt ferli þar sem nauðsynlegt er að fá úrskurð dómara og aðkomu sýslumanns. Lög um tóbaksvarnir Þegar reykingar og skorður við þeim eru skoðaðar verður að líta til þess yfirlýsta markmiðs tóbaksvarnarlaga að virða skuli þann rétt fólks að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra. Í reglugerð um tóbaksreyk kemur enn fremur fram að markmið hennar sé að tryggja að þeir sem ekki reykja verði ekki fyrir skaða og óþægindum af völdum tóbaksreyk. Í 6. gr. reglugerðarinnar segir að þar sem leyfðar eru reykingar utanhúss skuli þess gætt að tóbaksreykur berist ekki inn í húsnæði sem svæði tilheyrir eða húsnæði annarra, hvort heldur um dyr, glugga eða loftinntök. Þá hafa ýmsir aðilar, svo sem Landlæknisembættið og Krabbameinsfélagið, unnið að tóbaksvörnum og stefnan er sú að sá sem ekki reykir á rétt á því að lifa án óbeinna reykinga. Lagabreyting Ávinningurinn af því að innleiða reglur sem stuðla að reyklausu umhverfi er mikill. Alþjóða heilbrigðismálatofnunin og Krabbameinsfélagið hér á landi hafa bent á nokkrar staðreyndir hvað það varðar. Það að leggja bann við reykingum í nærumhverfi fólks verndar alla fyrir hættunni sem fylgir óbeinum reykingum. Það getur breytt félagslegum viðmiðum með því að gera reykingar síður ásættanlegar sem dregur bæði úr beinum og óbeinum reykingum. Auk þess getur það minnkað hættuna á því að fólk verði fyrir óbeinum reykingum og dregur úr heilsufarslegum ójöfnuði ásamt því að draga úr hættu á hjartasjúkdómum og sjúkdómseinkennum í öndunarfærum. Er ekki kominn tími á að styrkja rétt íbúa að búa í reyklausu umhverfi með beinum lagaákvæðum? Hægt væri að breyta lögunum á þann veg að aukinn meirihluti (2/3) eigenda geti lagt bann við stórfelldum reykingum á svölum, séreignarflötum og lóð fjöleignarhúsa. Þá yrði bannið fært í húsreglur og þeim þinglýst á hvern eignarhluta. Við getum ekki horft fram hjá markmiði tóbaksvarnarlaga að virða skuli rétt fólks að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk. Samkvæmt tóbaksvarnarlögum er réttur reyklausra íbúa í fjölbýlishúsum skýr. Í áranna rás hafa íslensk stjórnvöld verið í fararbroddi í heiminum í lagasetningu og forvörnum á sviði tóbaksvarna og mörg lönd litið hingað til lands þegar marka á stefnu í tóbaksvörnum. Frá 1985 hefur þrisvar verið hert á ákvæðum tóbaksvarnarlaga í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að fólk þurfi að anda að sér tóbaksreykt frá öðrum. Þrátt fyrir markmið tóbaksvarnarlaga getur verið afar erfitt fyrir eigendur í fjölbýlishúsum að leggja bann við reykingum í og við húsið, þar sem lög um fjöleignarhús setja þröngar skorður við reglum hvað varðar hagnýtingu séreignar. Lagabreytingar sem þessar eru ekki ný af nálinni. Árið 2011 var lögum um fjöleignarhús breytt að því leyti að aðeins þurfti samþykki aukins meirihluta eigenda fyrir hunda- og kattahaldi í fjölbýlishúsum, sem áður þurfti samþykki allra. Þá þarf ekki samþykki annarra fyrir hunda- og kattahaldi ef um er að ræða sérinngang eignarhluta. Á þeim tíma var æ algengara að fólk héldi gæludýr og umburðarlyndi gagnvart þeim jókst til muna.Voru lögin rýmkuð að þessu leyti með heilt yfir góðum árangri og fáum árekstrum. Reykingar eru á hröðu undanhaldi. Markmið tóbaksvarnarlaga nær ekki fram að ganga ef eigendur fjölbýlishúsa geta ekki lagt bann við stórfelldum reykingum nema að sækja rétt sinn, að búa í reyklausu umhverfi, til dómstóla. Þá verðum við að vega og meta þann rétt eigenda að stunda sínar reykingar hvar og hvenær sem er og þann rétt eigenda að búa í reyklausu umhverfi. Er svarið ekki nokkuð augljóst? Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Tinna Andrésdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. Þá geta íbúar nærliggjandi eigna hvorki haft opinn glugga né dyr á íbúðum sínum. Sumir íbúðareigendur geta ekki nýtt garða sína þar sem nágrannar þeirra reykja viðstöðulaust svo að reyk leggur yfir allan garðinn. Í öðrum tilfellum hafa reykingar í og við íbúðir oft engin áhrif á aðra íbúa hússins og því ekki tilefni til þess að bregðast við. Lög um fjöleignarhús Það eru engin bein ákvæði í fjöleignarhúsalögum um reykingar. Í lögunum er almennt kveðið á um að íbúar skuli gæta þess að valda sambýlisfólki sínu ekki óþarfa ama og óþægindum. Telja má að reykingar í íbúðum, svölum eða á lóð falli undir það en bann við reykingum í og við íbúðir hefur hingað til þótt of langt gengið. Lög um fjöleignarhús hafa verið túlkuð þannig að eigendur geti tæplega, nema með samþykki allra, lagt bann við reykingum í og við íbúðir, en tímarnir breytast hratt og umburðarlyndi gagnvart reykingum verður æ minni. Í dag sjáum við að réttarþróunin stefnir í átt að frekari þrengingum gagnvart reykingum. Í tóbaksvarnarlögum frá árinu 2002 var lagt bann við reykingum í sameiginlegu húsrými fjöleignarhúsa. Slíkt bann nær þó ekki til reykinga á sameiginlegri lóð, á svölum íbúða eða sérafnotaflötum sem lögum samkvæmt telst séreign. Vald húsfélaga til að setja reglur um hagnýtingu séreigna eru mun þrengri en þegar um sameign er að tefla. Meginreglan er sú að eigandi má gera það í sinni eign sem telst venjulegt og eðlilegt. Stórfelldar og tillitslausar reykingar á svölum íbúða falla ekki þar undir. Ótækt er að leggja bann við reykingum því að sá sem stundar reykingarnar myndi aldrei veita sitt samþykki fyrir banninu. Lögin taka samt á athöfnum íbúa sem valda öðrum ónæði og því þyrfti að senda reykingarfólkinu áskorun í von um að þau láti af reykingunum. Ef reykingafólkið lætur ekki segjast getur húsfélagið eða þolendur gripið til þeirra úrræða sem fjöleignarhúsalögin hafa að geyma og í grófum tilvikum krafist þess að viðkomandi flytji og selji íbúð sína. Það er langt, strangt og kostnaðarsamt ferli þar sem nauðsynlegt er að fá úrskurð dómara og aðkomu sýslumanns. Lög um tóbaksvarnir Þegar reykingar og skorður við þeim eru skoðaðar verður að líta til þess yfirlýsta markmiðs tóbaksvarnarlaga að virða skuli þann rétt fólks að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra. Í reglugerð um tóbaksreyk kemur enn fremur fram að markmið hennar sé að tryggja að þeir sem ekki reykja verði ekki fyrir skaða og óþægindum af völdum tóbaksreyk. Í 6. gr. reglugerðarinnar segir að þar sem leyfðar eru reykingar utanhúss skuli þess gætt að tóbaksreykur berist ekki inn í húsnæði sem svæði tilheyrir eða húsnæði annarra, hvort heldur um dyr, glugga eða loftinntök. Þá hafa ýmsir aðilar, svo sem Landlæknisembættið og Krabbameinsfélagið, unnið að tóbaksvörnum og stefnan er sú að sá sem ekki reykir á rétt á því að lifa án óbeinna reykinga. Lagabreyting Ávinningurinn af því að innleiða reglur sem stuðla að reyklausu umhverfi er mikill. Alþjóða heilbrigðismálatofnunin og Krabbameinsfélagið hér á landi hafa bent á nokkrar staðreyndir hvað það varðar. Það að leggja bann við reykingum í nærumhverfi fólks verndar alla fyrir hættunni sem fylgir óbeinum reykingum. Það getur breytt félagslegum viðmiðum með því að gera reykingar síður ásættanlegar sem dregur bæði úr beinum og óbeinum reykingum. Auk þess getur það minnkað hættuna á því að fólk verði fyrir óbeinum reykingum og dregur úr heilsufarslegum ójöfnuði ásamt því að draga úr hættu á hjartasjúkdómum og sjúkdómseinkennum í öndunarfærum. Er ekki kominn tími á að styrkja rétt íbúa að búa í reyklausu umhverfi með beinum lagaákvæðum? Hægt væri að breyta lögunum á þann veg að aukinn meirihluti (2/3) eigenda geti lagt bann við stórfelldum reykingum á svölum, séreignarflötum og lóð fjöleignarhúsa. Þá yrði bannið fært í húsreglur og þeim þinglýst á hvern eignarhluta. Við getum ekki horft fram hjá markmiði tóbaksvarnarlaga að virða skuli rétt fólks að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk. Samkvæmt tóbaksvarnarlögum er réttur reyklausra íbúa í fjölbýlishúsum skýr. Í áranna rás hafa íslensk stjórnvöld verið í fararbroddi í heiminum í lagasetningu og forvörnum á sviði tóbaksvarna og mörg lönd litið hingað til lands þegar marka á stefnu í tóbaksvörnum. Frá 1985 hefur þrisvar verið hert á ákvæðum tóbaksvarnarlaga í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að fólk þurfi að anda að sér tóbaksreykt frá öðrum. Þrátt fyrir markmið tóbaksvarnarlaga getur verið afar erfitt fyrir eigendur í fjölbýlishúsum að leggja bann við reykingum í og við húsið, þar sem lög um fjöleignarhús setja þröngar skorður við reglum hvað varðar hagnýtingu séreignar. Lagabreytingar sem þessar eru ekki ný af nálinni. Árið 2011 var lögum um fjöleignarhús breytt að því leyti að aðeins þurfti samþykki aukins meirihluta eigenda fyrir hunda- og kattahaldi í fjölbýlishúsum, sem áður þurfti samþykki allra. Þá þarf ekki samþykki annarra fyrir hunda- og kattahaldi ef um er að ræða sérinngang eignarhluta. Á þeim tíma var æ algengara að fólk héldi gæludýr og umburðarlyndi gagnvart þeim jókst til muna.Voru lögin rýmkuð að þessu leyti með heilt yfir góðum árangri og fáum árekstrum. Reykingar eru á hröðu undanhaldi. Markmið tóbaksvarnarlaga nær ekki fram að ganga ef eigendur fjölbýlishúsa geta ekki lagt bann við stórfelldum reykingum nema að sækja rétt sinn, að búa í reyklausu umhverfi, til dómstóla. Þá verðum við að vega og meta þann rétt eigenda að stunda sínar reykingar hvar og hvenær sem er og þann rétt eigenda að búa í reyklausu umhverfi. Er svarið ekki nokkuð augljóst? Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun