Nektardansstaðirnir og mansal Drífa Snædal skrifar 27. nóvember 2023 09:01 „Við vorum náttúrulega með rosalega strikt reglur sem menn kunnu nú svona misjafnlega vel við þegar líða tók á nóttina. Þú gast ekki farið með neinni stelpu neitt, þær voru allar keyrðar í hús sem við áttum, þær máttu ekki fara út fyrr en klukkan átta á morgnana þannig að þú varst ekkert að fara með þær eitthvað eftir vakt. Það fór svona misjafnlega ofan í margan íslenska manninn eftir tíu gin og tonik en á endanum skildu þeir það náttúrulega að ég réði þarna, ekki þeir.” Svona segir eigandi nektardansstaðar frá ”rekstrinum” á árum áður þegar nektardansstaðir voru allsráðandi á Íslandi. Tilvitnunin er tekin úr þáttunum Tjútt sem sýndir eru á RÚV á sunnudagskvöldum – þessi þáttur var sýndur 19. nóvember síðastliðinn. Fjöldi slíkra staða var rekinn víða um land og voru að flestra mati smánarblettur á samfélaginu enda vitum við í dag meira um aðstæður kvennanna sem „unnu" á þessum stöðum og hvað annað var í gangi þar. Á sínum tíma voru hins vegar ýmsir sem vörðu staðina. Stígamót vöruðu við þeim og töldu að þar væri stundað mansal, einkum og sér í lagi af því að konurnar sem þarna dönsuðu gátu ekki um frjálst höfuð strokið. Þeim var smalað eins og búfénaði á nóttunni og settar í húsnæði á vegum atvinnurekanda sem hafði hagnýtt líkama þeirra með skipulögðum hætti á súlum staðarins. Eigendurnir réðu yfir konunum, hvað þær gerðu, hvar þær bjuggu og hvenær þær væru frjálsar ferða sinna. Á nútímamáli heitir þetta grunur um mansal. Síðustu ár hefur verið reynt að byggja upp viðbragð hér á landi til að slíkt eigi sér ekki stað. Enn er langt í land og íslensk stjórnvöld sífellt snupruð á alþjóðavettvangi fyrir léleg viðbrögð við grunsemdum um mansal. Enn hefur aðeins einn dómur í mansalsmáli staðist á hærra dómsstigi og það var fyrir þrettán árum síðan. Á hverju ári kemur hins vegar upp fjöldi mála þar sem grunur leikur á að um mansal sé að ræða en þau hafa ekki farið alla leið í gegnum kerfið. Með skipulögðu samstarfi fjölda fólks og samstarfssamningi Bjarkarhlíðar við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um mansalsmál horfir vonandi til betri tíðar. Brotaþolar mansals þurfa stuðning, öryggi og réttlæti. Manseljendur, hvort sem þeir brjóta á fólki í vændisþrælkun, vinnuþrælkun eða með annarri hagnýtingu verða að sæta afleiðingum. Einungis þannig upprætum við mansal í fjölbreyttum myndum. Á meðan fjöldi fólks eru á kafi í þessari vinnu birtist hins vegar á skjánum manneskja sem lýsir því beinlínis hvernig farið var með konur í tengslum við nektardansstaðina. Í kvölddagskrá RÚV, í skemmtiþætti, eins og ekkert sé eðlilegra. Við eigum sennilega lengra í land en við héldum. Það er ljóst að við þurfum uppgjör við fortíðina og hvernig við leyfðum því að gerast, sem þarna er lýst svo fjálglega. Það má aldrei gerast aftur. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mansal Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
„Við vorum náttúrulega með rosalega strikt reglur sem menn kunnu nú svona misjafnlega vel við þegar líða tók á nóttina. Þú gast ekki farið með neinni stelpu neitt, þær voru allar keyrðar í hús sem við áttum, þær máttu ekki fara út fyrr en klukkan átta á morgnana þannig að þú varst ekkert að fara með þær eitthvað eftir vakt. Það fór svona misjafnlega ofan í margan íslenska manninn eftir tíu gin og tonik en á endanum skildu þeir það náttúrulega að ég réði þarna, ekki þeir.” Svona segir eigandi nektardansstaðar frá ”rekstrinum” á árum áður þegar nektardansstaðir voru allsráðandi á Íslandi. Tilvitnunin er tekin úr þáttunum Tjútt sem sýndir eru á RÚV á sunnudagskvöldum – þessi þáttur var sýndur 19. nóvember síðastliðinn. Fjöldi slíkra staða var rekinn víða um land og voru að flestra mati smánarblettur á samfélaginu enda vitum við í dag meira um aðstæður kvennanna sem „unnu" á þessum stöðum og hvað annað var í gangi þar. Á sínum tíma voru hins vegar ýmsir sem vörðu staðina. Stígamót vöruðu við þeim og töldu að þar væri stundað mansal, einkum og sér í lagi af því að konurnar sem þarna dönsuðu gátu ekki um frjálst höfuð strokið. Þeim var smalað eins og búfénaði á nóttunni og settar í húsnæði á vegum atvinnurekanda sem hafði hagnýtt líkama þeirra með skipulögðum hætti á súlum staðarins. Eigendurnir réðu yfir konunum, hvað þær gerðu, hvar þær bjuggu og hvenær þær væru frjálsar ferða sinna. Á nútímamáli heitir þetta grunur um mansal. Síðustu ár hefur verið reynt að byggja upp viðbragð hér á landi til að slíkt eigi sér ekki stað. Enn er langt í land og íslensk stjórnvöld sífellt snupruð á alþjóðavettvangi fyrir léleg viðbrögð við grunsemdum um mansal. Enn hefur aðeins einn dómur í mansalsmáli staðist á hærra dómsstigi og það var fyrir þrettán árum síðan. Á hverju ári kemur hins vegar upp fjöldi mála þar sem grunur leikur á að um mansal sé að ræða en þau hafa ekki farið alla leið í gegnum kerfið. Með skipulögðu samstarfi fjölda fólks og samstarfssamningi Bjarkarhlíðar við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um mansalsmál horfir vonandi til betri tíðar. Brotaþolar mansals þurfa stuðning, öryggi og réttlæti. Manseljendur, hvort sem þeir brjóta á fólki í vændisþrælkun, vinnuþrælkun eða með annarri hagnýtingu verða að sæta afleiðingum. Einungis þannig upprætum við mansal í fjölbreyttum myndum. Á meðan fjöldi fólks eru á kafi í þessari vinnu birtist hins vegar á skjánum manneskja sem lýsir því beinlínis hvernig farið var með konur í tengslum við nektardansstaðina. Í kvölddagskrá RÚV, í skemmtiþætti, eins og ekkert sé eðlilegra. Við eigum sennilega lengra í land en við héldum. Það er ljóst að við þurfum uppgjör við fortíðina og hvernig við leyfðum því að gerast, sem þarna er lýst svo fjálglega. Það má aldrei gerast aftur. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun